Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2020, Síða 12

Skessuhorn - 10.06.2020, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 10. júNÍ 202012 Haldnir voru tveir kynningarfund- ir í Dalabúð síðastliðinn miðviku- dag fyrir íbúa Dalabyggðar. Boðað var til þeirra til að kynna fyrirhug- aða auglýsingu um breytingu á að- alskipulagi í sveitarfélaginu. Báðir fundirnir fjölluðu um breytingar á aðalskipulagi vegna skilgreiningar á iðnaðarsvæði á landi í gamla Laxár- dalshreppi. Annars vegar í landi Sól- heima og hins vegar í landi Hróð- nýjarstaða. Þar er sem kunnugt er fyrirhugað að reisa vindorkugarða. Ekki var fjölmennt á fundunum er gera má ráð fyrir að áheyrendur hafi verið fleiri en fundargestir þar sem báðum fundum var streymt á YouTube-rás sveitarfélagsins, Dala- byggð TV. Eftir kynningarfundina voru gögnin lögð fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd ásamt sveitarstjórn til frekari afgreiðslu. Á fundi um- hverfis- og skipulagsnefndar síðast- liðinn föstudag snerust tveir fyrstu dagskrárliðir um undirbúning vegna væntanlegra vindorkugarða, þ.e. tillaga að breytingu á aðal- skipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Breytingin varðar skilgreiningu iðnaðarsvæðis vegna uppbyggingar vindorkuvers til raforkuframleiðslu í landi Sólheima annars vegar og á Hróðnýjarstöðum hins vegar. Afgreitt úr nefnd Á fundi sveitarstjórnar 14. nóvem- ber síðastliðinn var samþykkt að vinna að aðalskipulagsbreyt- ingu vegna breyttrar landnotkun- ar í landi beggja jarðanna í sam- ræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulags- laga. „Lýsing vegna breytinganna hefur þegar verið samþykkt. Um- sagnir þar til bærra aðila liggja fyrir og hefur verið haldinn íbúafundur þar sem breytingarnar voru kynnt- ar,“ sagði í fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar um afgreiðslu vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Sólheimum. Nákvæmlega sam- hljóða afgreiðsla var á fundi nefnd- arinnar vegna Hróðnýjarstaða. „Nú er lagður fram uppdráttur og grein- argerð sem sýnir tillögu að aðal- skipulagsbreytingunni. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fram- lagðan uppdrátt/greinargerð og að hann skuli auglýstur í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn,“ segir í bókun nefnd- arinnar. Umhverfis- og skipulags- nefnd hefur þannig samþykkt fyr- ir sitt leyti aðalskipulagsbreytingu vegna vindmyllugarða á báðum jörðunum í Laxárdal. Komi til þess að sveitarstjórn auglýsi umræddar skipulagsbreytingar mun frestur til að gera athugasemdir við þær vera minnst sex vikur. Næsti fundur í sveitarstjórn Dalabyggðar er fyrir- hugaður á morgun, fimmtudag. Leggja til íbúakosningu Athygli vekur að jafnframt er tekið fram í bókunum skipulags- og umhverfisnefndar á föstudaginn, vegna beggja jarðanna, að nefnd- armenn komu því á framfæri við sveitarstjórn að íhugað verði að láta framkvæma viðhorfskönnun með- al íbúa í Dalabyggð gagnvart nýt- ingu vindorku til raforkuvinnslu í sveitarfélaginu. Ljóst er að málið er umdeilt innan sveitarfélagsins, einkum vegna nálægðar fyrirhug- aðs virkjanasvæðis á Hróðnýjar- stöðum við byggð sm/mm Sveitarstjórn Dalabyggðar mun á fundi sínum næstkomandi fimmtu- dag, 11. júní 2020, taka ákvörðun um hvort auglýst verði breyting á aðalskipulagi Dalabyggðar sem fel- ur í sér að breyta hluta tveggja land- búnaðarjarða í iðnaðarsvæði til þess að þar megi reisa vindorkuvirkjanir. Annað þessara verkefna mjög ná- lægt byggð og á einum mest áber- andi stað sem hægt er að hugsa sér í sveitinni og bæði verkefnin nán- ast ofaní tveimur bestu laxveiðiám héraðsins. Áður en lengra er haldið, þá langar mig til þess að þú, lesandi þessara orða, veltir fyrir þér tveim- ur spurningum. Í fyrsta lagi; mynd- ir þú vilja hafa sem nágranna 40 stykki 180 metra háar vindmyllur með tilheyrandi blikkljósum, al- mennri sjónmengun, hljóðmengun, þungaflutningum, vinnubúðum, veglagningu gegnum landið hjá þér og bara öllu því stórkostlega raski sem svona framkvæmd mun hafa í för með sér? Í öðru lagi, myndir þú vilja kaupa jörð eða fasteign þar sem vindorkuvirkjun væri starfrækt í eins til tveggja kílómetra fjarlægð? Ef þér finnst þig vanta forsendur til að mynda þér skoðun bendi ég á myndband sem hægt er að nálgast á síðunni www.hagsmunir.is og sýn- ir byggingu stærstu vindorkuvirkj- unar í suð-austur Asíu. Það er sam- bærilegt að stærð og virkjunin sem áformað er að byggja að Hróðnýj- arstöðum. Næst langar mig til að þú veltir því fyrir þér af hverju lítið sveitar- félag úti á landi er svo mikið sem að íhuga að leyfa að sett verði upp vind- orkuvirkjun á stað sem er svo aug- ljóslega vondur kostur fyrir sveitina og fólkið sem þar býr. Og það áður en ríkisstjórn Íslands hefur myndað stefnu og sett lög um virkjun vind- orku. Við nágrannarnir höfum svo sannarlega velt þessu fyrir okkur og spurt. Þau svör sem við höfum fengið snúast aðallega um að fram- kvæmd sem þessi skapi svo mörg störf í heimabyggð. Hins vegar þegar gengið er á sveitarstjórn og verkfræðistofuna Eflu sem skrifar aðalskipulagslýsinguna fyrir sveit- arstjórn og fullyrðir í henni að at- vinnuframboð muni aukast í sveit- inni með þessari framkvæmd, þá er fátt um svör um það hversu mörg og hvernig störf þau telji að skapist fyrir heimamenn né heldur hvenær þau störf verði að veruleika. Okkar álit er að á starfstíma svona virkj- unar verði engin íbúi Dalabyggðar með atvinnu af því að hafa eftirlit með virkjuninni og gefum lítið fyrir fleiri órökstuddar fullyrðingar í að- alskipulagslýsingunni. Okkur finnst líka ótrúlegt að ennþá í dag árið 2020 þegar um- ræðan snýst um að skapa störf, þá séu staðbundin láglaunastörf það eina sem fólki dettur í hug. Það var bylting fyrir framan nefið á okk- ur fyrir nokkrum vikum. Allir sem vettlingi gátu valdið stunduðu fjar- vinnu í lengri eða skemmri tíma. Eftir þessa byltingu er fyrirtækjum ljóst að þau geta sparað stórar fjár- hæðir í húsnæðiskostnaði með því að láta starfsmenn vinna heima og í þessum töluðu orðum eru flest fyr- irtæki að móta sér stefnu varðandi fjarvinnu. úrval starfa fyrir Dala- menn jókst um mörg hundruð pró- sent á fyrri helmingi 2020! Þann 3. júní s.l. var haldinn kynningarfundur um aðalskipu- lagsbreytinguna. Dalabyggð boð- aði fundinn og tefldi fram skipu- lagsfulltrúa sveitarfélagsins, starfs- manni Eflu og framkvæmdaraðil- um. Einungis einn sveitarstjórnar- maður tjáði sig á kynningarfundin- um og þá var það aðallega til þess að snúa út úr fyrir okkur og setja út á orðalag okkar sem tjáðum okkur á móti framkvæmdinni. Það er væg- ast sagt undarlegt að sveitarstjórn sé að leggja til þessa breytingu, halda þennan kynningarfund fyrir íbúa og tjá sig svo ekkert um mál- ið. Það er okkar mat að sveitarstjór- nir í svona litlum samfélögum ráði ekki við verkefni af þessari stærðar- gráðu. Dalabyggð er ör-samfélag. Þar búa milli 600 og 700 manns á mjög dreifðu landsvæði. Sveitar- stjórnarfólk er kosið einstaklings- kosningu. Það þýðir að það hefur ekkert bakland að leita í. Þetta er allt frábært fólk sem er að gera sitt besta, en það hefur bara því miður ekki þá burði sem þarf til að glíma við svona risavaxin mál. Svona mál verða að vera tækluð á landsvísu! Nú erum við búin að hamast í þessu máli af veikum mætti í tvö og hálft ár með tilheyrandi vinnu, kostnaði og áhyggjum. Okkur finnst við vera að róa lífróður. Ekki bara til bjargar okkur sjálfum held- ur sveitinni okkar og landinu okk- ar. Það getur ekki verið að við Ís- lendingar viljum að ævintýramenn með fulla vasa fjár frá erlendum fjárfestum geti riðið hér um héruð og helgað sér land til þess að setja upp vindorkuvirkjanir í stórum stíl. Það getur hins vegar vel verið að það sé sniðugt fyrir Íslendinga að virkja vind einhversstaðar. En ger- um þetta eins og fólk. Fórnum ekki meiri hagsmunum fyrir minni, velj- um staðsetningu og framkvæmda- raðila af kostgæfni. Við eigum nógu mörg dæmi eins og vatnsátöppun- arverksmiðjurnar í Snæfellsbæ og verksmiðjuna í Helguvík svo ein- hver svipuð sorgardæmi séu nefnd. Í guðanna bænum vöndum okkur! Ég biðla hér með til yfirvalda og almennings um að hjálpa okkur að stoppa þessi mál í Dalabyggð áður en illa fer og þjóðin missir þetta úr höndunum á sér. Steinunn M. Sigurbjörnsdóttir, Vígholtsstöðum Brynjólfur Ottesen, bóndi á Ytra- Hólmi í Hvalfjarðarsveit, var lík- lega með fyrstu bændum til að hefja slátt á Vesturlandi þetta sumarið, ef ekki sá fyrsti. Hann festi sláttuvél- ina aftan í traktorinn síðastliðinn fimmtudag. Hann ætlar þó ekki að halda slætti áfram í bili, kvaðst bara hafa verið að hreinsa aðeins í kringum bæinn, enda sprettan ekki ýkja mikil enn sem komið er. Enn er lambfé í túnum á Ytra-Hólmi, en Brynjólfur reiknar með að ám og afkvæmum þeirra verði ekið til fjalls um og eftir miðjan mán- uðinn. Hann á síðan von á að hefja heyskap af fullum krafti í kringum mánaðamótin og kveðst bjartsýnn á gott heyskaparsumar. Hann þarf enda nokkuð af heyi til að fóðra ærnar, en á Ytra-Hólmi eru um sex hundruð fjár. Ytra- Hólmsbændur þurfa þó ekki að kvíða því að verða heylausir, eiga enn töluverðar fyrningar frá síðasta sumri, sem var bændum einstaklega hagfellt til heyskapar víðast hvar á landinu. kgk/ Ljósm. kgk. Pennagrein Stjórnlaus virkjanaáform – Dalabyggð ríður á vaðið Sólveig Olga Sigurðardóttir frá Eflu kynnti á íbúafundi í síðustu viku drög að til- lögu um breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar. Ljósm. sm. Kynntu breytingar á aðalskipulagi vegna fyrirhugaðra vindorkugarða Flatt á túnum á Ytra-Hólmi. Akrafjallið í baksýn. Sláttur hafinn á Ytra-Hólmi Brynjólfur Ottesen bóndi á Ytra-Hólmi.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.