Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2020, Side 1

Skessuhorn - 01.07.2020, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 27. tbl. 23. árg. 1. júlí 2020 - kr. 950 í lausasölu Á mánudaginn var spilað fyrsta af þremur mótum sumarsins sem félag eldri borgara á Akranesi og í Borgarbyggð spila sín á milli í sumar. Seinni mótsdagarnir verða í Nesi 21. júlí og Borgarnesi 13. ágúst. Fimmtíu manna hópur kom saman eftir hádegið á mánudaginn á púttvellinum við Garðavöll og lauk keppni síðdegis. Veðrið lék við fólkið, en 23 gráðu hiti var á Akranesi, sól og logn. Ljósm. mm. Smitum af Covid-19 hefur verið að fjölga að nýju frá því landið var opnað fyrir ferðalög 15. júní síð- astliðinn. Staðfest smit á landinu eru nú 12 og 415 eru í sóttkví. Á Vesturlandi eru sjö í sóttkví sam- kvæmt tölum frá Lögreglunni á Vesturlandi í gær; fimm á Akranesi, einn í Borgarnesi og einn í Stykk- ishólmi. Lögreglustjórar og aðr- ir yfirmenn hjá lögregluembætt- um landsins funduðu um stöðuna með sóttvarnalækni, almannavörn- um og heilsugæslunni í gærmorg- un. „Við höfum áhyggjur af því að fólk sé að slaka á sóttvörnum,“ seg- ir Ásmundur Kr. Ásmundsson að- stoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Skessuhorn. Sumrinu fylgja viðburðir þar sem fjölmenni kemur saman. Segir Ásmundur lögregluna hafa áhyggjur af smitvörnum þeg- ar kemur að bæjarhátíðum, íþrótta- viðburðum og öðrum fjölmennum samkomum. Minnir hann á að enn eru í gildi 500 manna samkomutak- markanir. Hreinlæti besta vörnin Um næstu helgi verða m.a. Írskir dag- ar á Akranesi og bæjarhátíðin Heim í Búðardal, þar sem alla jafnan kem- ur saman fjöldi fólks. Vill Lögreglan á Vesturlandi minna alla á að gæta vel að persónulegu hreinlæti og sóttvörn- um. „Þó svo að ekki verði brekkusöng- ur eða ball á Írskum dögum verða aðr- ir viðburðir þar sem margir koma sam- an, hverfasamkomur og skemmtanir í heimahúsum. Við verðum með auk- inn mannskap þessa helgi og sérsveit- in verður okkur innan handar. En við sjáum að fólk er farið að slaka mikið á hvað varðar persónulegt hreinlæti og viljum við minna alla á að gleyma sér ekki. Veiran er greinilega ekki farin og besta vörnin er að þvo hendur, spritta og hugsa vel hvern er verið að faðma,“ segir Ásmundur. arg Covid-19 tekur sig upp að nýju Þjóðin gekk til kosninga á laug- ardaginn og valdi sér forseta lýð- veldisins næstu fjögur árin. Ein- muna veðurblíða einkenndi kosn- ingadaginn og margir því í hátíð- arskapi þegar þeir nýttu sér hinn æðsta rétt sem þegnum í lýðræð- isríki er veittur. Niðurstaða kosn- inganna var afgerandi. Guðni Th Jóhannesson var endurkjörinn forseti Íslands. Hlaut hann 92,2% greiddra atkvæða, en áskorand- inn Guðmundur Franklín Jóns- son 7,8%. Kjörsókn á landsvísu var 66,9%. Yfirkjörstjórn í Norðvest- urkjördæmi hafði aðsetur sitt í Borgarnesi. Lokatölur það- an bárust á sjöunda tímanum á sunnudagsmorgun. Þar féllu at- kvæði þannig að Guðni Th. hlaut um 92% atkvæða og Guðmundur Franklín Jónsson um 8%. Kjör- sókn var 69,2 prósent í kjördæm- inu. mm Guðni Th Jóhannesson endurkjörinn forseti Íslands Tilboð gildir út júlí 2020 With ham and cheese 329 kr. með skinku og osti Írskt skraut Faxafeni 11, 108 Reykjavík s: 5340534 sendum á landsbyggðina! Arion appið Skv. könnun MMR. Besta bankaappið �jórða árið í röð Írskir dagar 1.-5. júlí 2020

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.