Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2020, Síða 2

Skessuhorn - 01.07.2020, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 20202 Í ljósi þess að smitum fer fjölg- andi hér á landi að nýju er gott að minna á að við erum öll sótt- varnir og megum hvergi slá slöku við í baráttunni gegn Kór- ónaveirunni. Á morgun, fimmtudag, verð- ur víða léttskýjað en þó skýj- að við austurströndina ásamt stöku skúrum sunnanlands. Hiti frá 7 stigum. Á föstudag og laugardag má búast við aust- lægri átt, bjart verður með köfl- um en víða skýjað og úrkomu- lítið við ströndina sunnan- og austanvert. Hiti frá 8 til 15 stig. Á sunnudag og mánudag er gert ráð fyrir norðlægri átt og skýjuðu veðri en bjart með köfl- um sunnan heiða. Dálítil væta af og til, kólnar í veðri norðan- lands. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns hvort fólk noti al- mennt sólarvörn. Helmingur kjósenda eða 50% svöruðu, „já, stundum, en þó aðallega í út- löndum.“ 30% svöruðu, „nei, hvað er það?“ Að lokum voru 19% sem sögðu „Já, alltaf þegar sólin skín.“ Í næstu viku er spurt: Hvaðan sækir þú helst fréttirnar? Ingileif Aðalheiður Gunnars- dóttir hefur starfað sem hár- greiðslumeistari í 40 ár. Ingileif er Vestlendingur vikunnar að þessu sinni, hress og skemmti- leg að vanda. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Fimmtudag- laugardag T I L B O Ð verslunin_bjarg 15% afsláttur af öllum fatnaði og snyrti- vörum fyrir dömur og herra 30% afsláttur af sér- völdum snyrti- vörum og fatnaði Fylgist með okkur á Facebook Faxaflóahafnir og Tækniskólinn hafa undirritað samkomulag um að auka samstarf og aðgerðir til að jafna hlut kynjanna í skipstjórnar- og vélstjóranámi. Um margþættan ávinning verður að ræða fyrir báða samningsaðila. Meðal annars vilja Faxaflóahafnir gera störf í hafnar- þjónustu fyrirtækisins aðgengilegri fyrir konur og ætla að ráða tvær konur sem stunda nám í skipstjórn eða vélstjórn frá maímánuði til loka ágústmánaðar ár hvert. Starf þeirra verði í hafnarþjónustu fyrirtækis- ins þar sem þær fái starfsreynslu við móttöku skipa, vinnu um borð í lóðs- og dráttarbátum fyrirtækis- ins og hafnsöguþjónustu. Þá munu Faxaflóahafnir og Tækniskólinn útfæra sameiginlega tillögu að veit- ingu viðurkenningar fyrir konu eða konur sem stunda nám í skipstjórn og vélstjórn. mm Karen Jónsdóttir, eigandi Matar- búrs Kaju og Café Kaju á Akranesi, hlaut í síðustu viku viðurkenningu frá Náttúrulækningafélagi Reykja- víkur fyrir frumkvöðlastarf í sátt við náttúru og umhverfi. Kaja rek- ur eins og kunnugt er verslun með umbúðalausum, lífrænt vottuðum vörum og lífrænt kaffihús. Ingi Þór Jónsson, formaður Náttúrulækn- ingafélags Reykjavíkur hélt stutt erindi þar sem hann þakkaði Kaju fyrir gott starf í þágu náttúrunn- ar og afhenti henni viðurkenningu félagsins. arg Átta af tíu sveitarfélög á Vesturlandi verða af samtals um 400 milljónum króna í tekjur úr Jöfnunarsjóði sveit- arfélaga sökum minni tekna sjóðsins sem skrifast á efnahagsáhrif vegna Covid-19. Hlutverk Jöfnunarsjóðs er að veita sveitarfélögum framlög til jöfnunar á mismunandi tekjumögu- leikum þeirra og útgjaldaþörf ásamt því að greiða lögbundin framlög til samtaka og stofnana sveitarfélaga. Tvö sveitarfélaganna á Vesturlandi, Skorradalshreppur og Hvalfjarðar- sveit, eru það vel sett að þau fá ekki framlög úr Jöfnunarsjóði og snert- ir breytingin þau því ekki. Hin nýja áætlun um tekjur Jöfnunarsjóðs ger- ir ráð fyrir að tekjur hans lækki um tæpa 3,8 milljarða króna. Mest lækka þau framlög sem byggja á skatt- tekjum ríkissjóðs. Það eru framlög vegna lækkandi tekna af fasteigna- skatti, útgjaldajöfnunarframlög og almenn framlög vegna málefna fatl- aðs fólks en þau síðastnefndu byggja bæði á framlögum vegna skatttekna ríkissjóðs og tekjum sjóðsins af álagningarstofni útsvars 2020. Sig- urður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur staðfest þessar tillögur ráðgjafar- nefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Samtals skerðast tekjur Jöfnunar- sjóðs til vestlensku sveitarfélaganna átta um 399 milljónir króna þeg- ar tekin eru saman framlög vegna lækkunar tekna vegna fasteigna- skatta og útgjaldajöfnunarframlag. Framlög til Borgarbyggðar skerðast alls um 123 milljónir króna, til Akra- neskaupstaðar um 119 milljónir, til Dalabyggðar um rúmar 30 milljónir, Snæfellsbæjar um rúmar 57 milljón- ir, Stykkishólmsbæjar um 26,5 millj- ónir, Eyja- og Miklaholtshrepps um 18,4 milljónir og Helgafellssveitar um 3,2 milljónir. Fyrir fámennustu sveitarfélögin verður þannig um að ræða töluvert högg í tekjustofn. Samkvæmt breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 sem samþykkt var á Alþingi 11. maí síðastliðinn er Jöfnunarsjóði heimilt að nýta allt að 1.500 m.kr. úr Fast- eignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga á þessu ári til mótvægisaðgerða vegna lækkunar tekna Jöfnunarsjóðs á árinu 2020. Ekki hefur verið tek- in ákvörðun um ráðstöfun þess fjár- magns en gert er ráð fyrir því að ákvörðun um ráðstöfun þess verði tekin í haust. mm Veruleg lækkun framlaga til vestlenskra sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóði F.v. Ingi Þór Jónsson, formaður Náttúrulækningafélags Reykjavíkur, Karen Jónsdóttir, eigandi Café Kaju, Brynja Gunnarsdóttir og Björg Stefánsdóttir, stjórnarmenn í Náttúrulækningafélagi Reykjavíkur. Kaju veitt viðurkenning fyrir gott starf í þágu náttúrunnar Gera sitt til að fleiri konur mennti sig í skipstjórn

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.