Skessuhorn - 01.07.2020, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 20206
Magnús ráðinn
hafnarstjóri
SV-LAND: Stjórn Faxaflóa-
hafna sf. hefur samþykkt að
ráða Magnús Þór Ásmundsson
í starf hafnarstjóra. Tekur hann
við af Gísla Gíslasyni 5. ágúst
næstkomandi. Magnús Þór er
rafmagsnsverkfræðingur að
mennt. Hann starfaði hjá Mar-
el frá 1990-2009 en hefur ver-
ið forstjóri Fjarðaráls á Reyðar-
firði undanfarin ár. -mm
Ætla að leita
á Hexydal
VESTURLAND: Björgunar-
sveitir á Vesturlandi hafa verið
boðaðar til leitar á laugardaginn
í Hnappadal. Óskað hefur verið
eftir allt að 150 björgunarsveit-
armönnum til að taka þátt í leit
að manni sem týndist 30. des-
ember síðastliðin og hefur ekk-
ert til spurst síðan. Búið er að
vinna leitarskipulag og stefnt
á að leita öll skilgreind leitar-
svæði þar sem svæðið var komið
meira og minna undir snjó þeg-
ar leit hófst í vetur. -mm
Láta vita sé
ekið á á
VESTURLAND: Töluvert
berst af tilkynningum til Lög-
reglunnar á Vesturland um að
ekið sé á sauðfé á vegum. Þá eru
einnig dæmi um að ökumenn
séu að stinga af án þess að láta
vita sem er slæmt. Fyrr í vikunni
var sem dæmi ekið á kind með
tvö lömb og drapst bæði kindin
og annað lambið og í þannig til-
fellum er mikilvægt fyrir lamb-
ið sem eftir er að málið sé til-
kynnt svo hægt sé að koma því
til hjálpar. -arg
Innbrot í
Botnsskála
HVALFJ.SV: Aðfararnótt
þriðjudags var tilkynnt
um innbrot í Botnsskála í
Hvalfirði. Viðvörunarkerfi
fór í gang en búið var að
brjóta upp hurð þegar lög-
reglan kom á staðinn. Var
aðili stöðvaður skömmu
síðar grunaður um aðild að
málinu auk þess sem hann
reyndist aka undir áhrifum
ávana- og fíkniefna en hann
svaraði jákvætt við amfeta-
míni. Var hann fluttur til
skýrslutöku á Akranesi og
er málið til rannsóknar.
–arg
Fólk duglegt
að tilkynna
VESTURLAND: Nokk-
uð er um að lögreglu ber-
ist tilkynningar um undar-
legt eða hættulegt aksturs-
lag. Mánudaginn 29. júní
kom ökumaður inn á lög-
reglustöðina á Akranesi og
tilkynnti um glannaakstur
á Akranesi og gaf upp bíl-
númer á viðkomandi bíl.
Þá barst lögreglu tilkynn-
ing um tvo ökumenn sem
höfðu fengið sér áfengi á
veitingastað í Borgarnesi og
sest svo undir stýri og ekið
af stað. Bílarnir fundust
ekki. Einnig var lögreglu
gert viðvart um hættulegt
aksturslag á dráttarvél með
hugsanlega laust hjól við
Borgarfjarðarbrú. Fór lög-
reglan og hafði upp á öku-
manninum og reyndist til-
kynningin eiga við rök að
styðjast. Þá var tilkynnt um
ölvaðan ökumann í Stykk-
ishólmi 26. júní. Fékk lög-
reglan upplýsingar um bíl-
númer en bíllinn fannst
síðar mannlaus. -arg
Föst á Skorra-
dalsvatni
SKORRADALUR: Um
kl. 16 á laugardaginn var
hringt og beðið um aðstoð
á Skorradalsvatni. Var þar
maður í báti með tvö börn
og höfðu þau tapað annarri
árinni í vatnið og komust
því ekki í land. Um klukku-
stund síðar, þegar lögregl-
an var á leiðinni til þeirra,
var tilkynnt um að allir
væru komnir heilir í land
og spennustig lækkað hjá
unga fólkinu. -arg
Fann veiði-
mann á Arnar-
vatnsheiði
BORGARFJ: Lögreglu
barst tilkynning um kl. 01
aðfararnótt laugardags-
ins 27. júní að veiðimaður
væri týndur á Arnarvatns-
heiði. Var þá 16 manna
hópur saman í veiðiferð á
heiðinni og allir höfðu skil-
að sér nema einn. Verið var
að undirbúa leit þegar lög-
reglumaður á frívakt var
við veiðar á heiðinni og sá
manninn og kom honum
til bjargar. Fannst maður-
inn heill á húfi en orðinn
frekar kaldur og þreyttur.
-arg
Forystufólk ríkisstjórnarinnar
kynnti í síðustu viku aðra útgáfu
aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum.
Með aðgerðunum er áætlað að los-
un gróðurhúsalofttegunda á beinni
ábyrgð Íslands muni hafa dreg-
ist saman um ríflega eina milljón
tonna CO2-ígilda árið 2030 miðað
við losun ársins 2005. Það þýðir að
Ísland á að ná alþjóðlegum skuld-
bindingum sínum í loftslagsmál-
um um 29% samdrátt og gott bet-
ur, eða 35%. Til viðbótar eru að-
gerðir sem eru í mótun taldar geta
skilað 5-11%, eða samtals 40-46%
samdrætti.
46 milljörðum króna verður var-
ið til helstu aðgerða í loftslagsmál-
um á fimm ára tímabili, 2020-2024.
Áætlunin samanstendur af 48 að-
gerðum, þar af 15 nýjum, sem hafa
bæst við frá því að fyrsta útgáfa
áætlunarinnar var gefin út haust-
ið 2018. Samhliða víðtæku sam-
ráði við gerð nýrrar útgáfu áætl-
unarinnar hefur verið lögð áhersla
á að hrinda aðgerðum strax af stað.
Þannig eru 28 aðgerðir af 48 þegar
komnar til framkvæmda.
Breyttar ferðavenjur fá nú auk-
ið vægi, úrgangsmál og sóun eru
dregin sérstaklega fram, markvisst
er ýtt undir ýmiss konar loftslags-
vænar breytingar í samfélaginu og
áhersla er lögð á aðgerðir þar sem
ríkið getur leitt mikilvægar sam-
félagsbreytingar með umskiptum
í eigin starfsemi. Nýjar aðgerðir
sem koma inn í áætlunina í kjöl-
far samráðs eru m.a. aðgerðir til
þess að auka innlenda grænmetis-
framleiðslu, fjölga vistvænum bíla-
leigubílum, styðja við orkuskipti
í þungaflutningum, fanga kolefni
frá stóriðju, bæta fóðrun búfjár til
að draga úr iðragerjun og draga úr
losun frá byggingariðnaði.
mm
Verja á 46 milljörðum á fimm
árum til að bæta loftslagsmál
Barinn útgerðin verður opnaður
á Akranesi á morgun, fimmtudag.
Um er að ræða nýjan bar sem er til
húsa við Stillholt 16-18, þar sem
Svarti Pétur var áður til húsa. Búið
er að taka húsnæðið allt í gegn og
setja upp nýjar innréttingar og
stækka staðinn. Eva Maren Guð-
mundsdóttir er rekstrarstjóri út-
gerðarinnar og í forsvari fyrir lít-
inn hóp innfæddra Skagamanna
sem fjárfest hafa í verkefninu með
liðsauka og sérþekkingu af bar-
rekstri á Laugarveginum. Hjá út-
gerðinni ættu allir að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi en barinn er
hugsaður til að endurvekja lífið á
Akranesi eins og það var þegar út-
gerðin og fótboltinn var upp á sitt
besta. „Þetta á að vera vettvang-
ur skemmtunar fyrir alla Skaga-
menn,“ segir Eva Maren í samtali
við Skessuhorn. Hjá útgerðinni
getur fólk komið og horft á helstu
íþróttaviðburði, stigið á svið og
tekið lagið eða bara komið og not-
ið þess að hitta fólk og hafa gam-
an. „Við gerum okkur grein fyrir
að það passa ekki alltaf allir saman
og er barinn hugsaður þannig að
við ætlum að bjóða upp á eitthvað
fyrir alla; bingó, pub quiz, karíókí
og fleira og munum skipta þess-
um viðburðum niður eftir dögum,“
segir Eva Maren.
„Það þarf ekki alltaf að
fara í gegnum göngin“
Hugmyndin er að allir vilji kíkja á
útgerðina og eru Skagamenn allt-
af sérstaklega velkomnir en einnig
þeir sem vilja renna upp á Akranes
og kíkja í heimsókn. „Við ætlum að
bjóða upp á að taka á móti fyrir-
tækjum eða öðrum hópum og sýna
þeim Akranes, fara í Guðlaugu,
kíkja í Akranesvita og koma svo í
útgerðina og skemmta sér. Akra-
nes hefur svo margt að bjóða. Það
þarf ekki alltaf að fara í gegnum
göngin til að skemmta sér.“ Að-
spurð segir hún ekki ætlunina að
bjóða upp á veitingar eða slíkt hjá
útgerðinni. „Þetta er bara bar. En
það verður ýmislegt skemmtilegt í
boði og fólk má alltaf gera ráð fyrir
að þekkt andlit láti sjá sig með gít-
arinn hjá okkur,“ segir Eva Maren
og bætir við að hægt sé að fylgjast
með útgerðinni á bæði Instagram
og Facebook. arg
Eva Maren Guðmunsdóttir rekstrarstjóri Útgerðarinnar.
Barinn Útgerðin opnaður á Akranesi