Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2020, Side 12

Skessuhorn - 01.07.2020, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 202012 Tjaldsvæðið í Fossatúni í Borg- arfirði hefur nú verið enduropnað eftir að því var lokað fyrir fimm árum. Þá hefur Tröllagarðurinn verið lagfærður mikið og byrjað að selja aðgang í hann. Að sögn Stein- ars Berg er þessi viðbót tjaldsvæðis- ins og Tröllagarðsins við veitinga- húsið og hina fjölbreyttu gistiað- stöðu á svæðinu, þ.e. svefnpokagist- ing, gistiheimili, smáhýsi og hótel- gisting að skapa Fossatúni sérstöðu í ferðaþjónusturekstri hér á landi. Aðdráttarafl er að sögn Steinars sömuleiðis af tröllabókarskrifum og tónlistartengingu eigenda sem hefur mótað umhverfið og skapað sérstöðu. „Við höfum nú opnað tjaldsvæð- ið í Fossatúni að nýju. Við ákváð- um að loka því fyrir fimm árum og leggja áherslu á uppbyggingu inni- gistingar. Það gerðum við, sökum þess að samkeppnislegar leikreglur eru einkaaðlilum óhagstæðar í sam- keppni við hið opinbera. Á þessum árum hefur uppbygging gistiað- stöðu gengið vel og skapað traust- an rekstrargrundvöll. Samkeppnis- aðstæður er þó enn hinar sömu og þær voru. Þær eru einstaklingum í rekstri óhagstæðar, því ríki og sveit- arfélög niðurgreiða rekstur tjald- svæða í samkeppni við einkarekst- ur. Ýmislegt annað hefur þó breyst sem veldur því að tjaldsvæðisrekst- ur verður nú skilgreindur hluti af framtíðarrekstri okkar í Fossatúni. Svæðið er hólfað niður með skjól- beltum og hefur gróið og batnað á tímabilinu og skapað skjólgóða sælureiti. Auk þess hentar hólfunin einstaklega vel vegna breyts ástands í samneyti fólks svo og kröfum um tiltækan félagslegan aðskilnað og aukið rými vegna Covid-19,“ segir Steinar. „Aðaláhersla ferðaþjónustunnar í Fossatúni verður á að leigja út hólf- in í heilu lagi fyrir lágmark fjórar einingar; hjólhýsi, fellihýsi, tjöld, húsbíla o.s.frv. En einnig verða sérstök svæði fyrir einstaklinga fá- anleg. Panta þarf stæði fyrirfram í gegnum bókunarkerfi og við leggj- um mikla áherslu á afþreyingarþátt- inn. Aðgengi verður því takmarkað og gestir hafa tryggingu fyrir rúm- góðri aðstöðu. Þannig er aðgengi að heitum pottum, leikaðstöðu, mini golfi og Tröllagarðinum inni- falið þegar fólk leigir hjá okkur tjaldsvæði. Á svæðinu eru einnig svokallaðir poddar, þ.e. svefnað- staða í lúxus timburtjaldi.“ Tröllagarðurinn í Fossatúni er göngu,- leik- og útivistarsvæði sem nýtur vinsælda sem áfangastaður í Borgarfirði. „Undanfarið hefur verið unnið að skipulagi svæðisins og það samanstendur nú af trölla- og þjóðlagagöngu ásamt tröllaleikj- um, svo sem tröllafet, tröllaspark, tröllaorð og fleira. Þetta stuðlar að skemmtilegri og fjölskylduvænni samveru í fallegri náttúru,“ segir Steinar Berg. mm Bæjarhátíðin Heim í Búðardal fer fram um komandi helgi. Vegna fjöldatakmarkana í samfélaginu er dagskráin með aðeins breyttu sniði í ár en engu að síður verða fjöl- breyttir viðburðir fyrir alla ald- urshópa. Hátíðin hefst með hefð- bundnum hætti á kjötsúpurölti á föstudagskvöldinu. Þá ætla þrjú heimili að opna fyrir gestum og á tveimur þeirra verður boðið upp á kjötsúpu og á því þriðja á að kveikja upp í grillinu. „Við ætlum að reyna að hafa fleiri og smærri viðburði í ljósi aðstæðna og dreifa þeim vel um svæðið. Það verður ekkert ball eða aðrir slíkir viðburðir þar sem margir koma saman. Þeir sem vilja halda tveggja metra millibili ættu að geta það og samt skemmt sér vel,“ segir Jóhanna María Sig- mundsdóttir, verkefnastjóri hátíð- arinnar í samtali við Skessuhorn. Á laugardeginum verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla. „Það verður boð- ið upp á ungbarnastund á bókasafn- inu fyrir þá allra minnstu og svo verður vinsæla froðureinnibraut- in sett upp með aðstoð slökkviliðs- ins. Vestfjarðarvíkingurinn verður á sínum stað og svo verður sett upp markaðstorg sem margir hafa sýnt áhuga á að taka þátt í. Við verðum með bátakeppni fyrir allan aldur og ætlar björgunarsveitin að aðstoða fólk þar. En til að taka þátt þarf að uppfylla nokkur skilyrði eins og að báturinn sé heimagerður, komist ákveðið langt og að þeir sem sigli séu þurrir allavega fyrir ofan hné,“ segir Jóhanna. Fólk ber marga hatta Boðið verður upp á göngur um bæinn með leiðsögn og verslanir, ferðaþjónar og fyrirtæki í sveitar- félaginu taka einnig þátt í hátíð- inni með góðum opnunartímum og tilboðum. „Það hafa allir ver- ið mjög jákvæðir og skipulag há- tíðarinnar hefur gengið svo vel að ég er í raun bara að bíða eftir að eitthvað klikki,“ segir Jóhanna og hlær. „En þegar maður býr í svona litlu þorpi og er að skipu- leggja svona hátíð er mikilvægt að vera meðvitaður um að fólk ber gjarnan marga hatta. Við þurfum til dæmis að hafa varaspyril fyrir Pub quiz því spyrillinn gæti ver- ið kallaður út á sjúkrabílavakt,“ segir Jóhanna og hlær. „En þetta fylgir því að skipuleggja svona í litlu samfélagi.“ Á laugardags- kvöldinu verður ekki ball eins og er venja en þess í stað koma íbúar saman í brekkusöng þar sem gætt verður að því að nóg pláss sé fyr- ir alla. Opnun Vínlandsseturs Á sunnudeginum verður formleg opnun Vínlandsseturs í Leifsbúð klukkan 15:00. „Við byrjum niðri í Leifsbúð þar sem verður klippt á borða og sýningin formlega opn- uð. Því næst förum við í Dalabúð þar sem við verðum með móttöku og þar geta allir komið og fengið að fræðast um sýninguna og að kynnast aðeins listamönnunum sem komu að því að gera sýninguna,“ segir Jóhanna. Aðspurð segir hún sýn- inguna verða opna í sumar eins og hægt verður. „Þetta er bara tilbúið til að vera opið. Það er sérstaklega gaman að heyra hvað heimamenn eru jákvæðir fyrir þessu en það er líka ekki aðeins verið að opna sýn- inguna heldur líka nýjan veitinga- stað. Á veitingastaðnum verður boðið upp á létta rétti með áherslu á íslenskt hráefni,“ segir Jóhanna. Aðspurð segir hún sýninguna sjálfa vera svipaða þeirri sem er í Land- námssetrinu í Borgarnesi en Kjart- an Ragnarsson sem rekur Land- námssetrið bjó einnig til sýninguna á Vínlandssetrinu. „Þetta er í raun systursýning sýningarinnar í Land- námssetrinu. En Kjartan mun ein- mitt koma á opnunina og segja frá sýningunni og hvernig hún kom í raun til hans,“ segir Jóhanna. arg Líkt og hvert undanfarin ár verð- ur bæjarhátíðin Írskir dagar hald- in á Akranesi fyrstu helgina í júlí. Hátíðin verður með breyttu sniði vegna Covid-19 og ýmis hagræð- ing og breytingar gerðar á dagskrá til að gæta að öryggi íbúa og gesta. „Við verðum með dagskrána víðar um bæinn til að dreifa fjöldanum eins og kostur er. Dagskráin verður að vanda mikið miðuð út frá börn- um og unglingum,“ segir Fríða Kristín Markúsdóttir, viðburða- stjóri Akraneskaupstaðar í samtali við Skessuhorn. „Fjölmennustu viðburðirnir verða felldir niður. Brekkusöng- num verður að vísu streymt svo fólk getur notið hans. Götugrillin verða á sínum stað og hvetjum við alla til að skrá sitt grill til að fá óvænta gesti í heimsókn. Einnig verða verðlaun fyrir mest skreyttu göt- una eins og í fyrra. Ég hvet auðvi- tað íbúa við göturnar til að samein- ast, skrá sínar götur og njóta þess að eiga góða stund saman. Hægt er að skrá sína götu á irskirdagar@ akranes.is. Margt annað er í boði og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ bætir Fríða við en sjá má dagskrána í blaðinu í dag. Fríða segir að gott sé að hafa ýmis atriði í huga þegar kemur að Írskum dögum, sérstaklega í ljósi aðstæðna í samfélaginu. „Það þurfa allir að huga að persónulegum sóttvörnum og huga að því að gefa þeim sem það vilja, tveggja metra svigrúm. Við þurfum líka að muna eftir því að hafa gaman og njóta þess sem við getum á þessum tímum,“ út- skýrir Fríða og bætir jafnframt við: „Ég hvet fólk til að kynna sér dag- skrána á Facebooksíðu Írskra daga og skagalif.is og minni á að dag- skráin gæti breyst með stuttum fyr- irvara vegna aðstæðna.“ glh Hafa enduropnað tjaldsvæðið í Fossatúni og aukið fjölbreytni í rekstri Fjölmennustu viðburðir hátíðarinnar undanfarin ár ýmist falla niður eða verður streymt, en dagskráin nú sniðin að þörfum barna og unglinga. Ljósm. úr safni. Írskir Dagar um næstu helgi á Akranesi Fríða Kristín Markúsardóttir, viðburðastjóri Akraneskaupstaðar, er skipuleggj- andi Írskra daga í ár. Heim í Búðardal um komandi helgi Svipmynd frá Heim í Búðardal fyrir tveimur árum. Ljósm. úr safni/ sm.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.