Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2020, Side 13

Skessuhorn - 01.07.2020, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 2020 13 Borgarbyggð auglýsir starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs laust til umsóknar. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í lifandi umhverfi. Viðkomandi verður einn af þremur sviðsstjórum sem heyra beint undir sveitarstjóra í skipuriti Borgarbyggðar. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs stýrir starfsemi sviðsins í samræmi við lög og reglugerðir, stefnumörkun og samþykktir sveitarstjórnar, fjárhagsáætlun og greiðsluáætlanir á hverjum tíma. STAÐA SVIÐSSTJÓRA FJÖLSKYLDUSVIÐS Í BORGARBYGGÐ Starfssvið: • Umsjón með gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana, starfs- og framkvæmdaáætlana sem undir sviðið heyra • Framkvæmd verkefna í samræmi við samþykktir sveitarstjórnar hverju sinni • Undirbúningur og framkvæmd stefnumótunar og áætlanagerðar • Eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða sem gilda hverju sinni og heyra undir sviðið • Samskipti við opinberar stofnanir, íbúa sveitarfélagsins og aðra þá sem tengjast verkefnum sviðsins • Önnur verkefni sem undir sviðið heyra hverju sinni Menntunar og hæfniskröfur: • Háskólapróf á meistarastigi sem nýtist í starfi er skilyrði • Þekking á lögum og reglugerðum í þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið er skilyrði • Haldbær reynsla af stjórnun og opinberri stjórnsýslu í málaflokkum sviðsins • Reynsla af stefnumótun, verkefnastjórnun og áætlanagerð • Leiðtogahæfileikar og farsæl stjórnunarreynsla • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum • Góð samskiptahæfni Undir fjölskyldusvið heyra félagsþjónusta, málefni aldraðra, málefni fatlaðra, æskulýðsmál, forvarnarmál, leik-, grunn- og tónlistarskóli og íþrótta- og tómstundamál. Markmið sviðsins er meðal annars að stuðla að barnvænu, heilsueflandi og valdeflandi samfélagi. Umsóknarfrestur er til 14. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Snæfellsjökulshlaupið fór fram í tí- unda skiptið á laugardaginn. Var hlaupið frá Arnarstapa yfir Jökul- háls til Ólafsvíkur. Þetta er um 22 kílómetrar og er erfið hlaupaleið á köflum, þar sem hlaupið er upp brekkur og um snjóalög. Keppend- ur voru að þessu sinni 270 sem er metþátttaka. Hjónin Fannar Bald- ursson og Rán Kristinsdóttir hafa haldið utan um þetta hlaup frá upp- hafi, ásamt aðstoðarmönnum og styrktaraðilum. Það var Maxime Sauvageon sem sigraði í karlaflokki á tímanum 01:36:26. Sigurjón Ernir Sturluson varð annar á tímanum 01:37:25 og Grétar Örn Guðmundsson þriðji á tímanum 01:39:59. Í kvennaflokki sigraði Thelma Björk Einarsdóttir á tímanum 01:51,57, Helen Ólafs- dóttir varð önnur og hljóp hún á 01:57:45. Mari Jaersk varð í þriðja sæti á tímanum 02:01:21. af Svo virðist sem smálaxinn hafi gengið í árnar á Jónsmessustraumn- um. Vatnið er gott í ánum og ekki erfitt fyrir laxinn að koma sér upp í árnar. Næstu dagar munu skera úr um veiðina í sumar. „Veiðin gengur vel núna, smá- laxinn er að hellast inn og við erum komnir í yfir 300 laxa, svona á þetta á vera,“ sagði Einar Sigfússon við Norðurá í Borgarfirði en veiðiskap- urinn hefur gengið vel það sem af er sumri, gott vatn og fallegur fisk- ur. „Fiskurinn ríkur upp ána, áin er hlý núna og fínt vatn. Eins árs lax- inn er vel haldinn og það stefnir í gott sumar hérna núna. Tveir góð- ir straumar eftir í júlí,“ sagði Einar. Nokkru ofar í ánni var Siggi Skúli leiðsögumaður með veiðimenn og sagði hann að veiðin gengi vel, fisk- ur væri að ganga á hverju flóði. Frægir opnuðu Haffjarðará Haffjarðará var opnuð 18. júní og hefur veiðin verið góð. Nú eru komnir um 65 laxar á land og opn- unarhollið fékk yfir 20 laxa. Í opn- uninni var Björgólfur Thor Björg- ólfsson. Hann hefur oft veitt í ánni, en með honum nú voru þeir David Beckham og Guy Ritchie. Veiðin gekk vel hjá þeim félögum og fengu þeir yfir 20 laxa, mest tveggja ára fisk. Þeir voru jafnframt við veiðar í opnun Haffjarðarár í fyrra. gb Metþátttaka í Snæfellsjökulshlaupinu Þrír fyrstu í karlaflokki. Hjónin Fannar Baldursson og Rán Kristinsdóttir með sigurvegarann í kvenna- flokki Thelmu Björk Einarsdóttur á milli sín. Oddur Orri Brynjarsson varð fyrstur í mark af heimamönnum og fékk aðstoð frá frænda sínum Erik Erni Atlasyni síðustu metrana. Hákon Már Örvarsson kokkur í veiðihúsinu við Norðurá grípur stundum stöngina og þennan fallega lax veiddi hann nýverið. Veiðiskapurinn gengur vel

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.