Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2020, Side 15

Skessuhorn - 01.07.2020, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 2020 15 Aðalfundur björgunarsveitarinnar Heiðars var haldinn á Varmalandi í Borgarfirði á mánudaginn í liðinni viku. Áður en fundurinn hófst bauð stjórn sveitarinnar til grillveislu þar sem félagar og ættingjar Hreins Heiðars Árnasonar komu sam- an. Björgunarsveitin var stofnuð í minningu Hreins Heiðars 31. mars 1973 í kjölfar leitar að honum sem fram fór í september 1972. Hreinn Heiðar fór í fjárleitir og skilaði sér ekki til baka úr þeim. Auk venjulegra aðalfundarstarfa og kosninga í stjórn var við sama tilefni frumsýnd ný Econoline björgunarbifreið sem sveitin hefur fest kaup á. mm/ Ljósm. bj.sv. Heiðar Nýverið fóru fjórir Borgfirðingar norður í Skagafjörð og sóttu tæp- lega fimmtíu ára rútu sem þar hef- ur lengi verið staðsett í suðurhlíð- um Öxnadalsheiðar. Upphaflega var byggt yfir þennan bíl á Bif- reiðaverkstæði Guðmundar Kjer- úlf veturinn 1972-73 og fékk nafn- ið Soffía III, tók 35 farþega og bar skrásetningarnúmerið M-719. Lengi framan af þjónaði bíllinn sem skólabíll fyrir Barnaskólann á Kleppjárnsreykjum og gerður út af þeim Guðmundi Kjerúlf og Guðna Sigurjónssyni. Þeir nýttu svo bílinn í fjallaferðir á sumrin. Fyrir nokkr- um árum var Soffía II endurbyggð eins og ítarlega hefur verið fjallað um í Skessuhorni. Hún er til húsa hjá Fornbílafjelagi Borgarfjarðar í Brákarey þar sem meiningin er að Soffía III muni sömuleiðis dvelja. Það voru fjórir einstaklingar; Kristján Andrésson, Jakob Jónsson, Steindór Theódórsson og Arnar Guðnason, sem sameinuðust um kaupin á Soffíu III, keyptu bílinn af dánarbúi fyrri eiganda sem bjó á Fremri Koti í Skagafirði sem er innsta býli í Skagafirði þar sem ekið er upp á Öxnadalsheiðina. Kristján sagði í samtali við Skessuhorn að bíllinn væri í ótrúlega góðu ástandi miðað við aldur og að hann hafi staðið óhreyfður síðustu tólf árin. „Við einfaldlega fengum aksturs- leyfi, skrúfuðum númerplöturnar á, settum í gang og keyrðum heim,“ sagði Kristján í samtali við Skessu- horn. Hann segir að til standi að lagfæra ýmislegt smálegt sem að bílnum er, sprauta hann í uppruna- legu litunum og koma honum svo fyrir á fornbílasafninu í Brákarey, við hlið hinnar tíu árum eldri syst- ur, Soffíu II. mmNýi bíll Heiðarsmanna. Heiðar kaupir nýja björgunarbifreið Félagar í björgunarsveitinni ásamt fjölskyldu Hreins Heiðars Árnasonar. Soffía III í upprunalega litnum. Soffía III hefur nú hitt að nýju eldri systur sína Soffía III stendur hér framan við eldri systur hennar í Brákarey. ÚTILEIKIR! ALLIR FÁ GLAÐNING MEÐ SÉR HEIM! WWW.SMAPRENT.IS AFMÆLI SMÁPRENTS FIMMTUDAGINN 2. JÚLÍ | KL. 14-18 SKREYTINGAR FYRIR ÍRSKA DAGA FÁST HJÁ OKKUR SPIL OG LEIKIR POPP & SMÁ LÆTI AFMÆLIVÖRURNÝTT! Anít� Rós MERKT TASKA 3.290 KR FJÖLNOTAPOKI 690 KR MITTISTASKA VERÐ FRÁ 1.000 KR MERKT SVUNTA 3.490 KR 2. JÚLÍ FRÁ KL. 14-18 DALBRAUT 16 AKRANESI 10 ÁRA MERKTUR SPORTPOKI Selma Rut AFMÆLIS- TILBOÐ 2.000 KR 10 ÁRA

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.