Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2020, Side 26

Skessuhorn - 01.07.2020, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 202026 Áralöng hefð er fyrir því að félags- menn í Félagi skógarbænda á Vest- urlandi komi saman einu sinni að sumri. Valinn er ræktarlegur skóg- ur á starfssvæðinu og gestgjafi leið- ir síðan áhugasama ræktendur um skóginn sinn. Að þessu sinni var komið að heimsókn að Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd og var skógar- gangan þar síðastliðinn þriðjudag. Þar hefur skógrækt verið stunduð í ríflega þrjátíu ár, en Vífill Búason og Dúfa Stefánsdóttur hófu rækt- unarstarf sitt árið 1988. Guðmund- ur Rúnar sonur þeirra og Margrét Stefánsdóttir kona hans hafa nú tekið við keflinu og stunda skóg- ræktina. Á Ferstiklu er nú búið að rækta upp skóg á 120 hekturum og var áhugavert að ganga um þetta fallega svæði í slakkanum ofan við fjörðinn. Misjafnt er hversu vel ein- staka plöntutegundir vaxa á þessu svæði og til dæmis áberandi hversu furan á þar erfitt uppdráttar. Hins vegar eru fjölmargar aðrar tegund- ir sem hafa það mjög gott, svo sem lerki, greni, birki og ösp, svo dæmi séu tekin. Auk gestgjafanna úr Félagi skóg- arbænda og Ferstiklubænda slóg- ust í för með hópnum þau Sigríð- ur Júlía Brynleifsdóttir og Þröstur Eysteinsson frá Skógræktinni. Ár- legir fundir þeirra með skógar- bændum féllu niður í vor vegna Covid og fara þau nú um landið og heimsækja skógræktarfólk. Að lok- inn skógargöngu var boðið upp á ilmandi ketilkaffi en eftir það var kvöldverður á Hlöðum. Þar tók Guðjón Sigmundsson vert á móti hópnum og sagði frá Hernámssetr- inu sem hann hefur byggt upp með glæsibrag í gamla félagsheimilinu. mm Skógarbændur á Vesturlandi komu saman í Ferstikluskógi Í upphafi skógargöngu stilltu viðstaddir sér upp til myndatöku. Spáð og spekúlerað í vexti ungtrjánna. Grenið á gott líf á Hvalfjarðarströndinni og ekki síður öspin sem hér er staldrað við. Skógræktin gaf gestgjöfunum bol með áletruninni „Minna kjaftæði meiri skóg.“ F.v. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Dúfa Stefánsdóttir, Guðmundur Rúnar Vífilsson og Þröstur Eysteinsson. Tyllt sér niður að lokinni skógargöngu í lundi norðan við Ferstiklubæinn. Viðeigandi veitingar þegar skógarbændur koma saman. Ellert Arnar Marísson var að ljúka meistaraprófi í skógrækt. Hann fékk þakkir og hamingjuóskir frá Félagi skógarbænda á Vesturlandi. Hér er hann ásamt Bergþóru Jónsdóttur for- manni félagsins. Fastur liður í hittingi skógarbænda er að hella upp á ketilkaffi, sem hitað er á hlóðum. Hér skenkir Hraundís Guðmundsdóttur í bollann hjá Laufeyju Hannesdóttur í Arnarholti.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.