Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2020, Qupperneq 30

Skessuhorn - 01.07.2020, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 202030 Hvað á helst hug þinn þessa dagana? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Káramenn gerðu jafntefli gegn Þrótti V. þegar liðin mættust í Vog- um í annarri umferð 2. deildar karla í knattspyrnu um helgina. Bæði mörkin komu úr vítaspyr- num. Andri Júlíusson fór á punk- tinn fyrir Kára á 42. mínútu og skilaði knettinum í mark heimam- anna. Strax í upphafi síðari hál- fleiks fengu svo Þróttarar vítaspyr- nu. Þá fór Sigurður Gísli Snorra- son á punktinn og jafnaði metin. Ekki komu fleiri mörk í leiknum og skildu liðin því jöfn. Eftir tvær umferðir er Þróttur V. einu sæti fyrir ofan Kára með tvö stig í 8. sæti deildarinnar en Skag- amenn með eitt stig í 9. sæti. Næsti leikur Kára er gegn KF á Ólafsfjarðarvelli á fimmtudaginn kl. 19:15. glh/ Ljósm. Knattspyrnufélag Kára. Kvennalið ÍA spilaði sinn fyrsta heimaleik í Lengjudeildinni, fyrstu deild kvenna, á tímabilinu síðast- liðinn föstudag. Liðið tók á móti Gróttu frá Seltjarnarnesi í annarri umferð. Liðin skildu jöfn. Fyrsta markið kom snemma leiks, eða á 16. mínútu og áttu ge- stirnir það. Þar var á ferðinni Rakel Lóa Brynjarsdóttir fyrir Gróttu sem leiddu með einu marki þegar gengið var til hlés. Í síðari hálfleik voru Skagastúlkur beittari í sínum sóknaraðgerðum. Rétt undir lokin náðu þær að jaf- na metin. Erla Karitas Jóhannes- dóttir skoraði fyrir ÍA á 84. mínú- tu. Ekki komu fleiri mörk í leiknum og fengu því liðin sitt hvort stigið í vasann. Þær gulklæddu hafa gert jafnte- fli í báðum leikjum sínum og eru því í 6. sæti með tvö stig að loknum tveimur umferðum á mótinu. Grót- ta aftur á móti hefur sigrað einn og gert eitt jafntefli og eru því í 4. sæti deildarinnar með fjögur stig. Næst spilar ÍA gegn Haukum á Ásvellum á fimmtudaginn kl. 19:15. glh Meistaraflokkur Skallagríms í knattspyrnu karla fer vel af stað á Íslandsmótinu og hefur nú sigrað fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu. Borgnesingar tóku efsta sætið í 4. deild karla C-riðli eftir góðan úti- sigur gegn KM á fimmtudags- kvöldið. Þeir gul- og grænklæddu heim- sóttu liðsmenn Knattspyrnufélags Miðbæjar Reykjavíkur eða KM á KR-vellinum í Reykjavík. Bæði mörk leiksins komu frá varnarman- ninum Declan Joseph Redmond, sem tryggði Skallagrímsmönnum sigur og þrjú stig í leiknum. Fyrsta mark kom á 36. mínútu og það síðara á 66. mínútu. Eins og fyrr se- gir lyfta Skallagrímsmenn sér upp í efsta sætið með sigrinum sem eru þó jafn mörg stiga og Hamarsmenn en með betri markatölu. Næsti leikur Borgnesinga var á dagskrá í gærkvöldi, þriðjudag, í Borgarnesi gegn KFB. Leikurinn hófst kl. 20:00, eða eftir að Skes- suhorn var sent í prentun. glh Víkingur Ólafsvík tók á móti nú- verandi bikarmeisturum Vík- ings Reykjavík á Ólafsvíkurvelli fimmtudaginn 25. júní síðastlið- inn. Leikurinn var sá síðasti í þrjá- tíu og tveggja liða úrslitum bikar- keppni KSÍ. Víkingar frá Reykjavík spila í Pepsí deildinni og því um erfiðan andstæðing að ræða fyrir heimamenn. Leikurinn var í járnum frá byrj- un og heimamenn gáfu nöfnum sínum ekkert eftir. Liðin spiluðu fínan bolta og var hart barist. Það var svo á 43. mínútu, markamínút- unni, að spánverjinn Gonzalo Za- morano Leon skoraði fyrir heima- menn með glæsilegu skoti sem reyndist óverjandi fyrir markvörð gestanna. Staðan í hálfleik var því 1-0 heimamönnum í vil. Í síðari hálfleik hélt sama baráttan áfram en gestirnir fóru að pressa stífar er líða tók á leikinn. Víkingar frá Ólafsvík féll aðeins aftar á völlinn og freistuðu þess að halda fengnum hlut og beita skyndisóknum. Þeir fengu nokkur ágæt tækifæri til að bæta við marki en gestirnir fengu einnig fín færi til að jafna metin. Þegar níutíu mínútur voru komnar á vallarklukkuna bættu dómararn- ir fimm mínútum í uppbótartíma fyrir tafir í leiknum og þegar tvær mínútur voru liðnar af þeim jöfn- uðu gestirnir loks metin. Þar var að verki Helgi Guðjónsson en hann hafði áður komið inná sem vara- maður. Við þetta þurfti að fram- lengja leikinn enda leikið til þraut- ar í bikarnum. James Dale fékk að líta sitt annað gula spjald á 102. mínútu og heimamenn því einum færri. Þeir færðu sig því enn aftar á völlinn og Víkingur Reykjavík sótti nánast látlaust það sem eftir lifði af framlengingunni. Hvorugu lið- inu tókst þó að skora og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þeg- ar bæði lið voru búin að taka fimm vítaspyrnur var staðan jöfn 4-4 þar sem bæði liðin misnotuðu eina spyrnu. Í sjöttu vítaspyrnu heima- manna fór boltinn yfir markið og því gátu gestirnir tryggt sæti sitt í 16 liða úrslitum með því að skora úr síðustu spyrnunni sem og þeir gerðu. Þeir fóru því kátir upp í rútu með farseðilinn í næstu um- ferð bikarkeppninnar en heima- menn sátu svekktir eftir. Þeir geta þó verið stoltir af frammistöðunni því að þeir gáfu bikarmeisturunum ekkert eftir og voru óheppnir að slá þá ekki úr keppni. tfk Mikil barátta var í leik ÍA og Gróttu. Ljósm. gbh. Jafntefli í fyrsta heimaleik Víkingur Ólafsvík féll úr bikarnum Vignir Snær Stefánsson leikmaður Víkings Ó. verst hér fimlega skoti frá Óttari Magnúsi Karlssyni leikmanni Víkings R. Jafnt suður með sjó Declan Joseph Redmond skoraði bæði mörk Borgnesinga. Ljósm. Úr safni. Skallagrímsmenn á toppinn Sól Elíasdóttir „Covid-19“ Ása María Björnsdóttir „Sumarfríið mitt“ Soffía Pétursdóttir „Að komast í sumarfrí“ Hinrik Þór Guðbjartsson „Candyrat tónlist“

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.