Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2020, Qupperneq 31

Skessuhorn - 01.07.2020, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 2020 31 Íslandsmeistararnir í KR gerðu góða ferð á Skagann þegar þeir unnu ÍA í 3. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu á sunnudags- kvöldið í fjörugum leik á Akranes- velli. Öll mörkin komu snemma í seinni hálfleik þrátt fyrir góð færi frá báðum liðum í þeim fyrri. Fyrsta markið kom frá heima- mönnum á 48. mínútu. Þeir gul- klæddu áttu skyndisókn upp völl- inn eftir dauðafæri frá KR sem Árni Snær markvörður ÍA varði. Upp úr því kom Viktor Jónsson boltanum inn á teig til Tryggva Hrafns Haraldssonar sem náði að snúa sér listilega og leggja bolt- ann á Steinar Þorsteinsson sem lagði boltann í bláhornið. 1-0 fyr- ir Skagamönnum. Íslandsmeistar- arnir voru ekki lengi að svara fyrir sig því næsta mark kom strax á 53. mínútu. Eftir nokkrar hornspyrn- ur í röð frá KR og misheppnaðar tilraunir Skagamanna að hreinsa boltann úr eigin teig náði Aron Bjarki Jósepsson að nýta tæki- færið fyrir þá röndóttu. Eftir smá klafs í teig ÍA náði Aron Bjarki að snúa sér og leggja knöttinn í mark heimamanna og jafnaði þannig metin, 1-1. Eitthvað hefur einbeitingin far- ið úr Skagamönnum eftir jöfn- unarmarkið því gestirnir skor- uðu aftur á 61. mínútu. Eftir gott þríhyrningaspil endaði með því að Kristján Flóki Finnbogason lagði boltann fram hjá markverði Skagamanna og kom þannig KR yfir í fyrsta skipti í leiknum. KR-ingar fengu gott tækifæri til að bæta í forskot sitt rétt undir lokin en vítaspyrnan sem þeir fengu á 84. mínútu fór forgörðum. Ekki urðu mörkin fleiri í leiknum og Íslands- meistararnir með góð þrjú stig í vas- anum og færa sig þannig yfir Skaga- menn í deildinni. Eftir þrjár umferðir er ÍA í 6. sæti með einungis einn sigur á meðan KR-ingar eru einu sæti fyrir ofan með 6 stig. Næsti leikur ÍA er gegn Valsmönnum á Hlíðarenda. Leikurinn er á föstudag- inn og hefst kl. 20:00. glh/ Ljósm. gbh. Víkingur Ó. þurfti að játa sig sigr- aðan þegar Keflvíkingar unnu sannfærandi sigur á Ólafsvíkur- velli í 2. umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu á sunnudags- kvöldið. Bæði lið höfðu unnið sína leiki í fyrstu umferð og mátti því búast við hörku leik. Leikurinn fór hægt af stað en það voru gestirnir sem reyndust sprækari á upphafs mínútunum. Ólsarar komu sér hægt og rólega inn í leikinn eftir því sem leið á, en hvorugt lið var að ógna mar- ki að einhverri alvöru. Markalaus var staðan því þegar gengið var til búningsklefa. Síðari hálfleikur varð heldur betur viðburðaríkari. Strax á 48. mínútu var dæmt víti á Pétur Stei- nar Jóhannsson í liði Víkings. Joey Gibbs fór á punktinn fyrir gestina og skilaði boltanum í markið. 1-0 fyrir Keflavík. Mikið líf færðist í leikinn og skiptust liðin á að sæk- ja. Það var svo á 80. mínútu sem Keflvíkingar komust í stöðuna 2-0. Eftir langt innkast inn í teig heimamanna náði Adam Árni Róbertsson að leggja knöttinn snyrtilega í fjærhornið fyrir sína menn. Eftir þetta fór botninn undan Víkingi en gestirnir bættu við þrið- ja markinu á 90. mínútu og svo því fjórða áður en leikurinn var á enda. Niðurstaðan 4-0 Keflavík í vil. Reykjarnesliðið færir sig í efsta sæta deildarinnar með fullt hús sti- ga en á meðan sitja Ólsarar í 7. sæti með þrjú stig. Næsti leikur Víkings verður gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á föstudag- inn kl. 18:00. glh Mikill spennuleikur átti sér stað í 32-liða úrslitum Mjólkurbik- ars karla þegar ÍA og Kórdrengir mættust á þriðjudag í liðinni viku. Leikurinn var spilaður í Safamýr- inni í Reykjavík. Allt stefndi í skyldusigur Skaga- manna en þeir spila í úrvalsdeild karla á meðan Kórdrengir eru ný- liðar í 2. deild. Það kom því efa- laust sumum á óvart að fyrsta mark leiksins kom frá Kórdrengjum strax á níundu mínútu. Daníel Gylfason átti þá stórfína sendingu á liðsfélaga sinn Magnús Þóri Matthíasson sem lyfti boltanum snyrtilega yfir Árna Snæ í marki Skagamanna. Kór- drengir héldu dampi út hálfleikinn og reyndust Skagamönnum erfiðir sem færðu boltann vel á milli sín en án þess þó að ógna marki heima- manna. 1-0 var því staðan í hálf- leik. Síðari hálfleikur fór hægt af stað hjá báðum liðum. Á 69. mínútu fékk ÍA hornspyrnu sem þeir gul- klæddu nýttu sér til fulls. Þá átti Tryggvi Hrafn Haraldsson góða fyrirgjöf á Viktor sem skallaði bolt- ann örugglega í netið og jafnaði þannig metin. Mikið fjör færðist í leikinn undir lokin. Kórdrengir komust aftur yfir á 81. mínútu eftir skallamark frá Einari Orra Einarssyni. Skagamenn voru ekki lengi að svara fyrir sig og jöfnuðu á nýjan leik á 85. mínútu þegar Stefán Teitur Þórðarson átti góða fyrirgjöf á Hlyn Sævar Jóns- son sem skallaði knöttinn framhjá markverði heimamanna. Ekki réð- ust úrslit í venjulegum leiktíma og uppbótartíma, svo blásið var til framlengingar. Þar hafði ÍA betur og reyndist Stefán Teitur Þórðar- son bjargvættur Skagamanna þeg- ar hann kom sínum mönnum yfir í fyrsta skipti á 110. mínútu eftir gott samspil þeirra gulklæddu. Ekki reyndist nægur tími fyrir Kórdrengi að jafna og Skagamenn því komnir áfram í 16-liða úrslit í Mjólkurbik- arnum. glh Snæfell þurfti að sætta sig við tap gegn SR á heimavelli í 4. deild karla í knattspyrnu í miklum markaleik á föstudaginn síðasta. Gestirnir byrj- uðu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörkin í fyrri hálfleik. Fyrst á 9. mínútu svo á 22. mínútu og loks á 31. mínútu. 3-0 var stað- an því fyrir SR þegar liðin gengu til hálfleiks. Eitthvað hefur hálfleiksræðan skilað árangir hjá Hólmurum því heimamenn komu mun sprækari til leiks í síðari hlutanum. Brynjar Vil- hjálmsson minnkaði muninn á 53. mínútu þegar hann skilaði knet- tinum í markið. Tveimur mínú- tum síðar var Leó Örn Þrastarson á ferðinni fyrir Hólmara og minn- kaði muninn í eitt mark. Gestirnir bættu hins vegar í forskot sitt á 78. mínútu þegar Jóhann Vignir Guðmundsson skoraði fjórða mark SR. Ekki náðu heimamenn að ógna frekar og niðurstaðan 4-2 SR í vil. Eftir tvær umferðir sitja Snæfell- ingar í neðsta sæti B-riðils 4. deil- dar með 1 stig, jafn mörg stig og Álafoss og Kormákur/Hvöt. Snæfell lék gegn KFR á Hvols- velli í gærkvöldi, en leikurinn var ekki hafinn þegar Skessuhorn var sent í prentun. glh/ Ljósm. þa. Skagamenn áfram í Mjólkurbikarnum Snæfellstap í Hólminum Steinar Þorsteinsson skoraði eina mark Skagamanna í leiknum. Íslandsmeistararnir höfðu betur Hart var barist á Akranesvelli. Víkingur Ó. þurfti að sætta sig við tap um helgina. Ljósm. af. Kjöldregnir á heimavelli

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.