Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2020, Side 10

Skessuhorn - 23.08.2020, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 23. SePTeMBeR 202010 Árlegar umhverfisviðurkenning- ar Borgarbyggðar voru afhent- ar síðastliðinn fimmtudag fyr- ir snyrtimennsku við hús og lóð- ir í sveitarfélaginu auk þess sem hvatningarverðlaun voru veitt. Það voru þær Þórdís Sif Sigurð- ardóttir sveitarstjóri og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, varaformaður umhverfis- og landbúnaðarnefnd- ar, sem afhentu viðurkenningarn- ar. Sem fyrr er það umhverfis- og landbúnaðarnefnd sveitarfélags- ins sem hafði forgöngu um verk- efnið; auglýsti eftir tilnefningum, heimsótti staðina sem tilnefnd- ir voru og valdi að endingu hverj- ir ættu að hljóta viðurkenningar. Í máli Halldóru Lóu kom fram að óvenjulega margar tilnefningar hafi borist að þessu sinni. Í flest- um flokkum hafi verið erfitt að velja úr hverjir sköruðu framúr og því hafi nefndin ákveðið að birta að þessu sinni nöfn þeirra sem til- nefndir voru. Smátún snyrtilegasta lóðin Í flokki lóða við hús fengu eftir- taldar lóðir tilnefningar: Borgarvík 5, Arnarklettur 19, Kveldúlfsgata 2a, Smátún á Kleppjárnsreykjum, Þorsteinsgata 11 og Þórunnargata 7. Smátún á Kleppjárnsreykjum varð fyrir valinu sem snyrtilegasta lóðin. Smátún er í eigu þeirra evu Lind Jóhannsdóttur og Unnars Bjartmarssonar. Smátún er mik- ið gróin eins hektara lóð í Klepp- járnsreykjahverfinu. Þar er íbúðar- hús sem endurbyggt var og stækk- að af núverandi eigendum. Upp- haflega var húsið byggt til að hýsa þvottahús sveitarinnar en þar var auk þess ýmis önnur atvinnustarf- semi eftir að sjálfvirkar þvottavél- ar komu á bæi. Lóðin er óvenjuleg að því leyti að í norðurjaðri henn- ar rennur hveralækur. Þar eru einnig nokkur lítil gróðurhús og útiræktun á grænmeti, hænur og endur vappa um, pínulítil hand- verksbúð húsfreyjunnar en auk þess verkstæðisaðstaða húsbónd- ans. Hús og lóð er eins og lítið æv- intýraland þegar þangað er komið og sannarlega verðskulduð viður- kenning. Í niðurstöðu nefndarinn- ar segir: „Lóðin umhverfis Smá- tún er stór og gróðurmikil, fallega máluð brú er yfir lækinn og lítið hringtorg eru mikil prýði. einn- ig er mikill og fjölbreyttur gróð- ur á lóðinni. Hænur og endur eru í garðinum ásamt tjörn og gróður- húsum þar sem ávaxtatré og ýmis grænmetisræktun fer fram. Í um- sögn frá þeim sem tilnefndi kemur einnig fram að miklar endurbæt- ur farið fram á lóðinni að undan- förnu. Þar er nú einkar gróðursælt og snyrtilegt.“ Snyrtileg lóð við atvinnuhúsnæði Í flokknum snyrtilegasta lóð við at- vinnuhúsnæði voru eftirtalin fyrir- tæki tilnefnd: Framköllunarþjón- ustan, Bifræðaverkstæðið Hvannnes Sólbakka 3, Gróðrastöðin Gleym- mér-ei, og Límtré- Vírnet. Það var Límtré-Vírnet sem hlaut viður- kenninguna að þessu sinni. Í um- sögn nefndarinnar segir: „Límtré- Vírnet er sérlega snyrtileg atvinnu- lóð í hjarta bæjarins, húsum vel við haldið og ávallt til sóma fyrir Borg- arnes. Blóm eru í kerjum, plön sóp- uð og efni er snyrtilega raðað við húsin.“ Snyrtilegt bændabýli Fyrir snyrtilegustu bændabýl- in voru eftirtaldar jarðir tilnefnd- ar: Litla-Brekka, Bóndhóll, Hall- kelsstaðahlíð, Brekkukot, Hvamm- ur í Hvítársíðu, Steindórsstaðir, Hvítárvellir og Ytri-Skeljabrekka. Hvammur í Hvítársíðu hlýtur við- urkenninguna að þessu sinni. Um- sögn nefndarinnar er svohljóðandi: „Hvammur hefur í mjög langan tíma verið eitt snyrtilegasta bænda- býli í Borgarbyggð og varð fyrst til að fá þessi verðlaun 2006. Bygg- ingum, aðkeyrslu, girðingum, lóð og umhverfi er nú sem áður vel við haldið og vélum ávallt vel upp rað- að. Öll umgengni er til fyrirmyndar og Borgarbyggð til mikils sóma.“ Steinka Páls hlýtur samfélagsverðlaunin Tilnefnd til samfélagsviðurkenn- ingar Borgarbyggðar vegna um- hverfismála voru: Agnes Guð- mundsdóttir á Síðumúlaveggj- um, Steinunn Pálsdóttir Borgar- nesi, Reykholtsstaður, Sigur-Garð- ar garðaþjónusta á Laufskálum og Birgir Hauksson og Gróa Rögn- valdsdóttir í Tröð í Norðurárdal. Það er Steinunn Pálsdóttir sem hlýtur viðurkenninguna árið 2020. Steinka hefur auk tónlistarkennslu á vetrum verið umsjónarmaður með Skallagrímsgarði í Borgarnesi frá 1994. Hún hefur sinnt garðin- um og ræktun hans af alúð allan þennan tíma. Í umsögn nefndarinnar segir: „Steinunn hefur unnið við umhirðu í Skallagrímsgarði í mörg ár og á stóran þátt í því hversu vel garður- inn lítur út. Garðurinn á hug henn- ar hvert vor og sumar og er hún mætt þar við fyrsta tækifæri. Natni, skipulag og dugnaður er lýsing sem á vel við Steinunni en auk þess að sinna garðinum ár hvert tekur hún einstaklega vel á móti ungmenn- um úr Vinnuskóla Borgarbyggðar, kennir þeim rétt handtök og hvern- ig þau stígi sín fyrstu skref í garð- yrkju.“ mm Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar afhentar Verðlaunahafar ásamt Halldóru Lóu og Þórdísi Sif. Á myndina vantar þau Evu Lind og Unnar, eigendur Smátúns í Reykholts- dal. F.v. Halldóra Lóa, Þórdís Sif, Torfi Guðlaugsson í Hvammi ásamt dóttur sinni, Steinunn Pálsdóttir og Aðalsteinn Símonarson sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Límtrés – Vírnets. Steinunn Pálsdóttir hefur af alúð sinnt umhirðu Skallagrímsgarðs í Borgarnesi í 26 ár. Límtré – Vírnet í Borgarnesi. Hvammur í Hvítársíðu. Íbúðarhúsið í Smátúni á Kleppjárnsreykjum. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir afhendir Unnari Bjartmarssyni í Smátúni verðlaun sín. Eva Lind Jóhannsdóttir var að heiman. Á lóð Smátúns eiga hænur og endur einnig heima. Safn- og moltukassar í Smátúni. Horft inn í eitt af gróðurhús- unum í Smátúni þar sem meðal annars epla- og perutré er að finna. Andapollur í Smátúni, gróðurhús og grænmetis- beðin fjær. Göngubrú yfir hveralækinn hjá Smátúni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.