Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2020, Qupperneq 11

Skessuhorn - 23.08.2020, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 23. SePTeMBeR 2020 11 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Thelma Lind Smáradóttir hóf störf sem sálfræðingur á Heil- brigðisstofnun Vesturlands fyr- ir tveimur vikum síðan, mánudag- inn 7. september. „Ég er bara al- veg nýbyrjuð,“ segir Thelma í sam- tali við Skessuhorn. „Núna starfa ég aðallega með börnum og ung- lingum en mun að líkindum starfa með ungmennum einnig og jafnvel fullorðnum þegar fram líða stund- ir,“ segir hún um sínar fyrstu vik- ur í starfi. Starfsstöð Thelmu er á heilsu- gæslunni í Borgarnesi og var hún ráðin til eins árs. „Vegna Covid-19 var ákveðið að fjölga sálfræðingum á heilsugæslustöðvum landsins. Ég kem þar inn og er ráðin í eitt ár,“ segir Thelma, sem er ekki í vafa um að þörf hafi verið á slíku. „Ég held að við þekkjum mörg hver hvað virkni er ofboðslega mikilvæg. Þeg- ar fólk má gera minna en venjulega er mjög algengt að því fari að líða verr, bæði þeim sem eiga það til að vera kvíðnir eða þungir og svo þeim sem eru fullfrískir. Ég myndi halda að ástandið hafi áhrif á alla,“ segir hún. Thelma er nýlega útskrifuð úr námi, búsett í Reykjavík en á eng- in tengsl við Borgarnes. Hvern- ig kom það þá til að hún ákvað að ráða sig sem sálfræðing þar í bæ? „Ég þekki konuna sem starfar sem fullorðinssálfræðingur í Borgar- nesi, en er nú komin í óvænt veik- indaleyfi fram að fæðingarorlofi. Henni fannst starfið svo frábært og mér finnst ekkert að því að keyra á milli frá Reykjavík, þá er alltaf tími fyrir podcast og að syngja í bílnum og svona,“ segir hún létt í bragði. Hún ákvað því að láta slag standa og réði sig til starfa á heilsugæsl- unni í Borgarnesi. Og hvernig líkar henni það sem af er? „Þetta er búið að vera æðislegt. Það er ótrúlega flott fólk að vinna bæði hér í Borg- arnesi og annars staðar og innan HVe er starfandi mjög sterkt og flott geðheilbrigðisteymi skipað fólki af öllu starfssvæðinu,“ segir hún. „Ég er eins og staðan er núna eini sálfræðingurinn í Borgarnesi en verið er að auglýsa eftir öðrum. Ég starfa náið með hjúkrunarfræð- ingum og læknum og það er ótrú- lega hresst og skemmtilegt fólk og mikið fagfólk,“ segir Thelma Lind Smáradóttir að endingu. kgk/ Ljósm. aðsend. Nú á tímum kórónuveirunnar hafa flestar atvinnugreinar hér á landi sem annarsstaðar orðið fyrir mikl- um búsifjum á undanförnum mán- uðum. Atvinnu- og rekstraröryggi fjölda fólks og fyrirtækja er stefnt í mikla óvissu. Þar er menningar- og afþreyingageirinn engin und- antekning. Kvikmyndahús, leik- hús, tónlistarfólk og tónleikahald- arar glíma við mikinn restrarvanda vegna samkomubannsins sem nú gildir. Bíóhöllin, menningarhús Akurnesinga, er þar engin undan- tekning. Starfsemi í húsinu hefur að mestu legið niðri síðan í mars eftir að kórónuveiran barst hingað til lands. Dýrin í Hálsaskógi á fjalirnar „Við vorum að undirbúa sýningar á barnaleikritinu Dýrunum í Hálsa- skógi sem leikhópur NFFA ætlaði að setja á svið í mars þegar samko- mubannið var sett á og allt stöðv- aðist. en nú þessa dagana er stefnt að því að hefja sýningar á leikritinu, sem eru góðar fréttir,“ segir Ísólf- ur Haraldsson, rekstrarstjóri Bíó- hallarinnar í samtali við Skessu- horn. Ísólfur segir að sóttvarna- reglum verði fylgt eftir á sýning- unum en gert er ráð fyrir að stærsti hluti leiksýningargesta verði á aldr- inum15 ára og yngri. „en við bíðum einfaldlega færis að geta hafið fulla starfsemi í hús- inu að nýju þegar hægir á faraldr- inum og sóttvarnareglur rýmkast. Við höfum verið með breiða línu af viðburðum á undanförnum árum sem saman standa af kvikmynda- sýningum, tónleikum og leiksýn- ingum og byrjum af krafti þegar að því kemur.“ Beðið eftir góðum myndum Kvikmyndasýningar hafa legið niðri í Bíóhöllinni síðan í mars. Þó að kvikmyndahúsin á höfuðborgar- svæðinu hafi verið með sýningar í sölum sínum þá hafa það að mestu verið endursýningar á vinsælum kvikmyndum fyrri ára. ”Ég tel ekki grundvöll fyrir slíku hér hjá okkur. Auk þess sem þær kvikmyndir sem eru nýjar erlendis frá hafa ekki verið þess eðlis að þær sópi að sér áhorf- endum. en við ætlum að koma inn af krafti þegar að stórsmellirnir fara að berast fyrrihluta vetrar og von- andi getum við hafið sýningar eigi síðar en með nýjustu James Bond myndinni ”No time to die” sem er sú tuttugusta og fimmta í röðinni um breska ofurnjósnarann. Stefnt er að hefja sýningar á myndinni í nóvember, en sýningar á henni áttu upphaflega að hefjast í apríl.” Kvikmyndaiðnaðurinn hefur nánast verið í öndunarvél frá því að faraldurinn hófst og hafa kvik- myndarisarnir neyðst til þess að selja framleiðslu sína til streymis- veitna og nýjustu dæmin eru stór- mynd Tom Hanks; Greyhound, sem seld var til Apple+ á 70 milljón- ir bandaríkjadala og einnig barna- myndin Mulan, sem sýnd verður á Disney+ og spurning hvort þessar myndir munu nokkurn tímann rata í kvikmyndahúsin. Ísólfur segir að vissulega hafi verið samkeppni við þessa miðla en kvikmyndahúsin hafa staðið það af sér í gegnum tíð- ina og býst hann við að þau geri það áfram. Bubbi öflugur bakhjarl ein af þeim nýjungum sem ver- ið hafa í Bíóhöllinni var kvik- myndahátíðin ”IceDocs” sem fram fór í annað sinn á Akranesi í sumar og hefur Ísólfur stutt vel við bak- ið á aðstandendum hátíðarinnar. Hefur þessi hátíð vakið verðskuld- aða athygli langt út fyrir Akranes. Hafa gestir m.a. komið erlendis frá og hrifist mjög af Bíóhöllinni sem kvikmyndahúsi og skrifað um hús- ið í erlend blöð. en það eru fleiri en erlendir kvikmyndaáhugamenn sem hafa hrifist af Bíóhöllinni og er einn þeirra tónlistarmaðurinn Bubbi Mortens: „Það má alveg flokka Bubba sem einn af okkar aðal bakhjörlum á þann hátt að hann liggur ekkert á skoðunum sínum um það að Bíó- höllinn sé eitt besta tónleikahús landsins. Hann hefur sýnt okk- ur mikla tryggð í gegnum tíðina. Hann hefur verið með tónleika í Bíóhöllinni á hverju einasta ári síð- an ég tók við rekstrinum árið 2001. Nú síðustu árin með Þorláksmessu- tónleikunum og þegar er búið að bóka tónleikanna á þessu árs þann 19. desember næstkomandi. Við stefnum að því auka tónleikahald- ið enn frekar þegar ástandið batnar sem við útfærum og kynnum síðar,” sagði Ísólfur Haraldsson. se Fiskistofa réði nýverið sex nýja eftirlitsmenn til starfa í stað eldri starfsmanna sem látið hafa af störf- um. Tveir þessara nýju veiðieftir- litsmanna voru ráðnir á starfsstöð stofnunarinnar í Stykkishólmi, en það eru þeir Jón Bek og Ríkarð Ríkarðsson. Fiskistofa er með starfsstöðvar á sex stöðum á landinu og dreif- ast nýju eftirlitsmennirnir á höfuð- stöðvar Fiskistofu á Akureyri og á starfsstöðvarnar á Höfn í Horna- firði, í Stykkishólmi og Hafnarfirði. Veiðieftirlitið er einn veigamesti þátturinn í starfsemi Fiskistofu og eru störf veiðieftirlitsmanna í stöð- ugri þróun. Starfsvettvangur veiði- eftirlitsmanna er bæði á sjó og landi. Á sjó eru helstu verkefni veiðieftir- litsmanna að lengdarmæla fisk og að fylgjast með því að afladagbækur séu rétt út fylltar og í samræmi við veiðar og afla um borð. Þá gera þeir tillögur um lokanir veiðisvæða eft- ir því sem þurfa þykir. Á landi hafa eftirlitsmenn Fiskistofu eftirlit með löndun, vigtun og skráningu afla í aflaskráningarkerfi Fiskistofu og fylgjast með veiðarfærum og aflasamsetningu. Þá sinna þeir eft- irliti með löndunum erlendra skipa og gera úttektir á afurðum vinnslu- skipa auk eftirlits með lax- og sil- ungsveiði. mm Jón Bek og Ríkarð Ríkarðsson. Samsett mynd/Skessuhorn. Tveir nýir veiðieftirlitsmenn í Stykkishólmi „Vonandi getum við hafið sýningar aftur með nýjustu James Bond myndinni“ Ísólfur Haraldsson bíóhallarstjóri. Ljósm. úr safni. Nýr sálfræðingur tekinn til starfa á HVE í Borgarnesi Thelma Lind Smáradóttir sálfræðingur.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.