Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2020, Side 4

Skessuhorn - 30.08.2020, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 30. SEptEMBER 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.590 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.100. Rafræn áskrift kostar 2.815 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.595 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Friðartíminn úti? Á morgun kemur Alþingi saman til vetrarstarfa og hefst um leið síðasta þinghaldið fyrir kosningar. Að öllu óbreyttu verður kosið eftir tæpt ár, um svipað leiti og sláturtíð stendur sem hæst. Nú þegar líða fer að lokum kjör- tímabils er hins vegar hægt að slá því föstu að átök munu harðna. Flokk- ar þurfa að skerpa á áherslumálum sínum og láta vita hvort enn sé lífs- mark með þeim. Rifjuð verða upp þriggja ára kosningaloforð og jafnvel du- stað rykið af stjórnarsáttmálanum. Stjórnarflokkarnir þrír eru nú í þröngri stöðu þar sem samstarf frá vinstri og til hægri hefur krafist fórna í formi málamiðlunar. Ef hins vegar málamiðlun er meiri en svo að stuðningmenn flokkanna geti sætt sig við hana, munu kjósendur annað hvort leita á önnur mið, eða að flokksfélögin sjálf fara að sínu forystu sinni klærnar. Þá er sömuleiðis í aðdraganda kosningavetrar nokkuð víst að nýir flokkar koma fram. Nær öruggt er að sósíalistar munu bjóða fram í fyrsta skipti. Hvort þessi nýi flokkur á eftir að skapa sér eitthvað meiri sérstöðu en til dæmis pínulitli flokkurinn hennar Ingu Sæland, á algjörlega eftir að koma í ljós. Alltaf þarf trúverðuga flokka á vinstri vængnum sem raunverulega vilja berjast fyrir þá sem höllum fæti standa í þjóðfélaginu. Þá er líka eins gott að þessir flokkar velji til framboðs fólk sem ekki er hrokkið úr lestinni við minnsta tilefni, eins og dæmin hafa vissulega sannað. Um liðna helgi héldu nokkrir flokkar rafræn flokksþing á kóvidtímum. Vegna veirunnar hittist fólk ekki lengur að gamni sínu og heldur því stutta og gagnmerka fundi á netinu. Á einum slíkum fundi var Þorgerður Katrín endurkjörin formaður Viðreisnar rússneskri kosningu og henni til halds og trausts Daði Már Kristófersson sveitastrákur úr Reykholti og nú prófessor í hagfræði. Miðflokkurinn hélt sömuleiðis flokksráðsfund þar sem helstu stefnumál fyrir komandi vetur voru kynnt og blásið í lúðra. Loks létu tveir þinmenn úr röðum pírata, þeir Helgi Hrafn og Smári, þau boð út ganga að þeirra síðasta kjörtímabil myndi senn ljúka. Nokkuð hollir sannfæringu sinni og boðun um að engum sé hollt að sitja of lengi á þingi. Vissulega er mikið til í því enda ljóst að yfirleitt slokknar á neista stjórnmálamanna eftir tvö kjörtímabil í valdastóli. Alveg er því kristaltært að stjórnmálin í vetur verða róstursöm. Ekki ein- vörðungu vegna kosninganna sem í hönd fara, heldur ekki síður vegna þess að nú er komið að því að ákveða hvernig bjarga á efnahag þjóðar í ljósi kóvid. Auðvitað snýst þetta allt um útdeilingu úr sameiginlegum sjóðum. Hvaða fyrirtækjum á að bjarga, hvernig á að rétta af kjör þeirra sem verst hafa farið út úr ástandinu, hvaða opinberu framkvæmdum á að flýta og svo framvegis. Allt eru þetta siðferðislegar spurningar þar sem reyna mun verulega á innviði þeirra flokka sem ráða ríkjum. Síðast í gær kristallaðist þjónkun ráðamanna vegna fýlukasts Samtaka atvinnulífsins sem hótuðu að segja upp lífskjarasamningunum vegna meints forsendubrests. Þessi svo- kölluðu heildarsamtök fyrirtækja vildu frekar stefna stöðugleika á vinnu- markaði í voða, í miðjum kóvidfaraldri, út af örfáum krónum sem búið er að eyrnamerkja launþegum um næstu áramót. Stjórnin boðaði í gær kyn- roðalaust 25 milljarða króna aðgerðir í þágu fyrirtækja. Við skulum þó hafa það í huga að þeirri upphæð verður ekki eytt tvisvar. Sennilegt verður því að telja að aldrei meira en nú muni reyna á hversu ólíkt bakland flokkanna sem skipa ríkissjórn raunverulega er. Þótt þeir gætu svikalaust komist framúr hlutunum með málamiðlunum, af því hér ríkti um tíma efnhagsleg velsæld, verður að teljast líklegt að svo verði ekki nú við aðrar og erfiðari aðstæður. Eftir að tekjur þjóðarbúsins fóru að drag- ast saman og útgjöld að aukast, verður ekki lengur jafn gaman að stýra skút- unni. Nú mun því raunverulega reyna á hversu traust samstarfið er, í fyrsta skipti frá því stjórnin var mynduð fyrir þremur árum. Í ljósi þessa ætla ég að spá því að brestir komi í samstarf þriggja gjörólíkra flokka. Það mun leiða til stjórnarslita áður en kjörtímabilinu lýkur. Ég ætla því að spá því að hér verði kosningar fyrir sauðburð í vor fremur en í sláturtíðinni næsta haust. Magnús Magnússon. Í byrjun árs voru áætlaðar 187 skipa- komur farþegaskipa til Faxaflóa- hafna með samtals 203.214 farþega innanborðs. Miðað við þær töl- ur stefndi í 8% fjölgun farþega frá fyrra ári en 2% færri skipakomur en í fyrra, þegar skipakomur voru 190 og heildarfjöldi farþega 188.630. En vegna Covid-19 faraldursins urðu skipakomur sumarsins hins vegar aðeins sjö talsins með samtals 1.346 farþega. Það var nálægt mánaðamótum apríl og maí sem fór að bera á því að skipafélög afboðuðu komur sínar til Íslands fyrir sumarið, sökum far- aldursins. Flest skipafélög tóku jafn- framt þá ákvörðun að stöðva heims- siglingar þar sem faraldurinn var í mikilli uppsveiflu víða í heiminum á þeim tíma. „Ljóst var á þeim tíma- punkti að flestar skipakomur sem búið var að bóka hjá Faxaflóahöfn- um þetta sumarið myndu afbókast,“ segir í frétt á vef Faxaflóahafna. tekjur Faxaflóahafna af farþega- skipum voru 597 milljónir króna í fyrra og stóðu undir um 14% af heildartekjum félagsins á síðasta ári. Hins vegar voru tekjurnar af farþegaskipum á þessu ári aðeins 11,2 milljónir. „Er því um heilmik- ið tekjutap að ræða milli ára þegar kemur að ferþegaskipum,“ segir á vef Faxaflóahafna, en samdrátturinn nemur því nálægt 586 milljónum króna milli ára. kgk Dæluskipið Sóley er mætt aftur til Grundarfjarðar þar sem unn- ið er að dýpkun hafnarinnar við nýja kantinn. Skipið sogar upp úr botninum við nýju bryggjuna og dælir svo efninu ofan í nýju land- fyllinguna við Framnes. Áætl- að er að skipið verði í Grundar- firði eitthvað fram í vikuna en framkvæmdin hefur gengið vel til þessa. tfk Það sem af er septembermánuði hefur 2.371 hraðakstursmál kom- ið inn á borð Lögreglunnar á Vest- urlandi í gegnum hraðamynda- vélar landsins, en umdæmið hefur sem kunnugt er umsjón með öllum hraðamyndavélum á landinu. Eru það umtalsvert færri mál en und- anfarna mánuði, en vel að merkja á eftir að færa inn síðustu þrjá daga, auk þess sem gærdagurinn og dag- urinn í dag voru enn eftir af septem- bermánuð þegar þessi orð eru rituð í hádeginu næstsíðasta dag mánað- arins. Jafnan koma fleiri hraðakst- ursmál inn á borð lögreglu í gegn- um myndavélarnar yfir sumarmán- uðina. til að mynda voru málin um 3.600 talsins í ágústmánuði en mán- uðina á undan voru þær að jafnaði í kringum 4.000 talsins. Lögregla segir hraðakstur enn mjög áberandi í umdæminu. Sem dæmi hafa 248 myndir verið tekn- ar af ökumönnum sem aka of hratt um Hvalfjarðargöng að sem af er september. Þá hafa myndavélabílar landsins smellt af 920 sinnum í mán- uðinum. Einn myndavélabílanna er einmitt gerður út hér í umdæminu. Hann var sem dæmi við Akranes- höllina síðastliðinn fimmtudag, eins og svo oft áður. Milli kl. 14:00 og 15:00 voru 56 bílar hraðamældir og tólf ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, eða rúmlega 21% allra öku- manna sem óku um kaflann þann klukkutímann. Inni í fyrrnefndum tölum um hraðamál eru ótalin þau mál sem koma upp við almennt umferðar- eftirlit lögreglumanna umdæmis- ins. til að mynda var lögregla við umferðareftirlit á Snæfellsnesvegi á laugardag og sunnudag. Þar voru menn stöðvaðir á hraða í kringum 130 km á klst. og nokkrir urðu upp- vísir að því að aka of hratt auk þess að nota símann undir stýri. Enn fremur ók einn ökumaður of hratt og án réttinda. kgk Efninu dælt inn til fyllingar. Dæluskipið Sóley komið aftur í Grundarfjörð Sóley dælir efni í nýju landfyllinguna. Mörg hraðakstursmál á borði Lögreglunnar á Vesturlandi Hraðamyndavél í Hvalfjarðarsveit. Aðeins sjö skipakomur af 187

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.