Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2020, Qupperneq 6

Skessuhorn - 30.08.2020, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 30. SEptEMBER 20206 island.is í nýrri útgáfu LANDIÐ: Vefurinn island.is er upplýsinga- og þjónustu- veita opinberra aðila á Íslandi. Hann hefur nú verið opnaður í nýrri og endurbættri útgáfu með það að markmiði að gera viðmót gagnvart notendum skýrara og betra. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að á vefnum verði auðvelt að finna það sem leitað er að og eru þrjár meginleiðir til þess. Sú fyrsta er í gegnum lífsvið- burði, svo sem upplýsingar um nám, flutninga, barneign- ir eða stofnun fyrirtækja. Þá er búið að skilgreina helstu þjón- ustuflokka á vefnum, t.d. um akstur og bifreiðar, fjármál og skatta, heilbrigðismál og fjöl- skyldu og velferð. Ennfrem- ur hefur leit á vefnum verið styrkt og er auðvelt að sækja upplýsingar í gegnum hana. -mm Fullir á golfbíl BORGARNES: Haft var samband við Neyðarlínu um kl. 2:00 að nóttu á mánudag og óskað eftir aðstoð sjúkra- bíls, vegna manns sem hafði fallið af bensínknúnum golf- bíl skammt fyrir utan Borgar- nes. Er hann talinn hafa fót- brotnað við fallið auk þess sem hann var með skurð á höfði. Var hann fluttur undir læknis- hendur. Þrír voru á golfbílnum og eru þeir allir grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Voru mennirnir tveir sem ekki slösuðust handtekn- ir og færðir á lögreglustöðina á Akranesi þar sem þeir voru síðan látnir gefa skýrslu. Golf- bíllinn var fluttur á stöðina í Borgarnesi til skoðunar. Mál- ið er til rannsóknar. -kgk Olíubrák í höfninni STYKKISH: Lögreglumaður í eftirlitsferð varð var við olíu- brák í höfninni í Stykkishólmi á laugardag og fann hann lykt af dísilolíu. Gerði hann hafn- arstjóra viðvart, en talið er að olían hafi komið úr sjálfvirkum lensibúnaði báts eins í höfn- inni. Haft var samband við eiganda bátsins vegna þessa. -kgk Fór út af HVALFJSV: Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í ískrapa á Akrafjallsvegi við Litlu-Fellsöxl á þriðjudaginn í síðustu viku, með þeim afleið- ingum að bíllinn hafnaði utan vegar. Engin slys urðu á fólki en bíllinn skemmdist nokkuð. Um bílaleigubíl var að ræða og ætlaði bílaleigan að gera ráðstafanir til að fjarlægja bíl- inn. -kgk Sólveig ráðin félagsmálastjóri HVALFJSV: Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á síðasta fundi sínum að ráða Sólveigu Sigurðardóttur í starf félagsmálastjóra. Um er að ræða fullt starf, tímabundið til eins árs. Um mánaðamót- in rennur út samstarfssamn- ingur við Akraneskaupstað um félagsþjónustu, barna- vernd og málefni fatlaðra. Um var að ræða eins árs tilrauna- samning, með þriggja mán- aða framlengingu. Í tillögu sem sveitarstjórn Hvalfjarðar- sveitar samþykkti kemur fram að vel hafi verið staðið að fag- þjónustunni samkvæmt samn- ingnum. Hins vegar hafi sam- tal um áframhaldandi samstarf ekki borið árangur. „Hval- fjarðarsveit hefur því ákveð- ið að ráða, tímabundið til eins árs, Sólveigu Sigurðardóttur í 100% starf félagsmálastjóra,“ segir í fundargerð, þar sem sveitarstjórn þakkar jafnframt Akraneskaupstað fyrir gott samstarf og samvinnu. -kgk Bayonne og Feta bannað LANDIÐ: Mat- vælastofnun hef- ur beint tilmæl- um til nokk- urra mat- v æ l a f y r - i r t æ k j a að stöðva n o t k - un vernd- aðra afurðarheita á merkingum. Ástæðan er að vöruheitin njóta alþjóðlegr- ar verndar samkvæmt milli- ríkjasamningi. Um er að ræða heiti eins og „Feta-ostur“ og „Bayonne-skinka.“ Feta nýt- ur verndar sem skráð afurðar- heiti í Grikklandi og Bayonne nýtur verndar sem skráð af- urðarheiti í Frakklandi. -mm Frænkurnar Kristín Jónsdóttir og Sandra Björk Bergsdóttir hittust nú á dögunum á bílaplani í Borgarnesi þar sem þær voru báðar í sendiferð. Kristín var á á leið í Húsasmiðj- una að sækja járn á Scania bifreið hennar og tryggva eiginmannsins á Hálsum en hjá Söndru var förinni heitið um sveitir Borgarfjarðar með pakka, en hún starfar sem sendibíl- stjóri fyrir Júlíus Jónsson í Borgar- nesi. Kristín lauk við meiraprófið nú í lok sumars og tekur nú að sér ýmis verkefni fyrir Vélaþjónustuna Hálstak.is auk þess sem hún starf- ar sem ljósmyndari. „Við ætluð- um að fara saman í meiraprófið en það tókst ekki alveg, Sandra klár- ar það seinna. En við erum báðar með mikla bíladellu,“ segir Kristín í samtali við Skessuhorn. arg Um klukkan 11:30 á mánudags- morgun barst björgunarsveitinni Lífsbjörgu í Snæfellsbæ útkalls- beiðni á björgunarbátinn Björgu. Dragnótarbáturinn Ólafur Bjarnas- son SH hafði fengið pokann í skrúf- una þar sem hann var á veiðum um tvær og hálfa sjómílu út af Ólafsvík. Vel gekk að koma taug milli skip- anna og gekk heimferðin vel í frem- ur hægu veðri. Var Björgin komin með Ólaf til hafnar í Ólafsvík um klukkan 13. Víðir Haraldsson kaf- aði að skrúfu skipsins um kvöld- ið og var Ólafur Bjarnason klár til veiða morguninn eftir. þa Ólafur Bjarnason fékk pokann í skrúfuna Frænkur á ferð um Borgarfjörð Frænkurnar í sendiferð í Borgarnesi. Ljósm. Tryggvi Valur Sæmundsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.