Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2020, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 30.08.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 30. SEptEMBER 20208 Afstunga SNÆFELLSBÆR: Haft var samband við Neyðar- línu á miðvikudaginn í síð- ustu viku og tilkynnt að öku- maður hefði stungið af frá vettvangi eftir að hafa ekið á kyrrstæðan bíl, sem stóð fyr- ir utan Ráðhús Snæfellsbæj- ar á Hellissandi. Að endingu tókst að hafa uppi á viðkom- andi og ökumenn ætluðu að hittast til að fylla út tjónatil- kynningu, að sögn lögreglu. -kgk Varðeldur á miðju gólfi SNÆFELLSBÆR: Síðast- liðinn föstudag var tilkynnt að „tveir litlir gaurar“ hefðu hlaupið út úr kofa á svæði Skógræktar Ólafsvíkur og sást svo reykur koma út úr húsinu. Slökkvilið Snæfells- bæjar sinnti erindinu og mætti liðsmönnum þess lít- ill eldur á miðju gólfinu, eins og varðeldur. Eldurinn var slökktur og ekkert tjón hlaust af þessu. -kgk Djúp hola AKRANES: Haft var sam- band við lögreglu í liðinni viku og greint frá djúpri og hættulegri óvarðri holu sem hafði verið grafin við Aspar- skóga á Akranesi. Haft var samband við verktaka og honum bent á að honum beri skylda til að tryggja öryggi slíkra svæða að uppgreftri loknum, enda geta djúpar holur, svo sem húsgrunnar, skapað slysahættu. -kgk Yfirgefinn um langa hríð BORGARBYGGÐ: Haft var samband við lögreglu á föstudag og sagt frá bifreið sem hefði staðið við veginn í Norðurárdal undanfarnar tvær vikur, en enn hefði ekki náðst í eigandann. En lokst tókst að hafa upp á honum. Kvaðst hann hafa þurft að skilja bílinn eftir þegar hann bilaði hálfum mánuði fyrr. Sagðist hann einmitt hafa ætlað að fara og sækja hann um helgina, að sögn lög- reglu. -kgk Eftirlit í sumar- húsahverfum BORGARBYGGÐ: Lög- reglan á Vesturland fór eft- irlitsferð í sumarhúsahverfi í Borgarfirði síðastliðinn laugardag, skömmu fyrir miðnætti. Farið var m.a. um sumarhúsabyggðina í Mun- aðarnesi og Svignaskarði. Allt var þar með kyrrum kjörum, að því er fram kem- ur í dagbók lögreglunnar. -kgk Nagladekk eftir aðstæðum VESTURLAND: Lögregl- unni á Vesturlandi hafa bor- ist nokkrar tilkynningar um slæma færð undanfarna viku, til dæmis frá einum sem lenti í basli sunnanmegin á Bröttubrekku á miðvikudag- inn í síðustu viku. Sömuleiðis hefur lögregla fengið marg- ar fyrirspurnir um notkun nagladekkja og vill árétta að í reglum segir að þrátt fyrir að reglur segi að notkun nagla- dekkja sé almennt heimil eft- ir 1. nóvember þá sé í regl- unum klausa sem kveði skýrt á um að ökumenn megi búa bíl sinn miðað við aðstæður. Ef fólk á erindi um leiðir þar sem færð kallar á nagladekk þá er leyfi til þess til staðar í reglum. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 19.-25. september Tölur frá Fiskistofu Akranes: 2 bátar. Heildarlöndun: 13.830 kg. Mestur afli: Ísak AK-67: 13.185 kg í fjórum róðrum. Arnarstapi: 1 bátur. Heildarlöndun: 720 kg. Mestur afli: Hrólfur AK-29: 720 kg í einum róðri. Grundarfjörður: 9 bátar. Heildarlöndun: 338.481 kg. Mestur afli: Hringur SH-153: 69.791 kg í einni löndun. Ólafsvík: 12 bátar. Heildarlöndun: 171.582 kg. Mestur afli: Steinunn SH-167: 31.474 kg í fimm löndunum. Rif: 8 bátar. Heildarlöndun: 89.234 kg. Mestur afli: Magnús SH-205: 47.012 kg í þremur löndunum. Stykkishólmur: 2 bátar. Heildarlöndun: 3.252 kg. Mestur afli: Fjóla SH-7: 2.216 kg í fjórum róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH-153 - GRU: 69.791 kg. 23. september. 2. Runólfur SH-135 - GRU: 63.274 kg. 21. sept- ember. 3. Sturla GK-12 - GRU: 59.723 kg. 21. september. 4. Sigurborg SH-12 - GRU: 58.094 kg. 21. sept- ember. 5. Farsæll SH-30 - GRU: 46.670 kg. 22. september. -kgk Ríkisstjórn Íslands hefur sam- þykkt að Ísland taki á móti fimm- tán manna hópi flóttafólks frá Les- bos á Grikklandi, með áherslu á sýrlenskar fjölskyldur í viðkvæmri stöðu. Fjölskyldurnar bjuggu áður í flóttamannabúðunum Moria sem eyðilögðust í eldsvoða fyrr í mán- uðinum. Flóttafólkið frá Lesbos mun bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggst taka á móti á þessu ári og er það langfjölmenn- asta móttaka flóttafólks á einu ári hingað til lands. Flóttamannanefnd mun ann- ast undirbúning við móttöku fjöl- skyldnanna og verður móttaka þeirra unnin í samvinnu við Evr- ópusambandið og grísk stjórnvöld. Evrópusambandið hafði áður sent frá sér ákall um nauðsyn á flutningi barna og barnafjölskyldna vegna bruna Moria flóttamannabúðanna. Þá mun Flóttamannastofnun Sam- einuðu þjóðanna vera íslenskum stjórnvöldum innan handar varð- andi það hvernig best verður stað- ið að því að koma fjölskyldunum til landsins. mm 26. september árið 1970 rakst Fok- ker Friendship flugvél Flugfélags Íslands, tF-FIL, á fjallið Knúk á eyjunni Mykines í Færeyjum. Slys- ið varð skömmu fyrir áætlaða lend- ingu á flugvellinum í Vogi. Skall vélin niður í hlíðar fjallsins með þeim afleiðingum að flugstjórinn, Bjarni Jensson, og sjö færeyskir far- þegar fórust. 26 sem um borð voru björguðust, sumir mikið slasaðir. Vélin hafði verið í áætlunarflugi frá Kaupmannahöfn með millilend- ingu í Björgvin í Noregi, en veður- aðstæður voru slæmar í Færeyjum. Þrír færeyskir farþegar sem sluppu lítt meiddir gengu klukkutíma leið um óbyggt fjallendi að Mykines- þorpi til að gera viðvart. Fóru þá flestir íbúar þorpsins á slysstað til að liðsinna slösuðum en björgun- arþyrla komst ekki strax á vettvang vegna þoku. mm Ólafsvíkurkirkju barst góð gjöf á dögunum. Var henni fært píanó af gerðinni Yamaha. Nýja hljóðfær- ið verður í safnaðarheimili Ólafs- víkurkirkju og mun leysa af hólmi eldra píanó sem þjónað hefur sókn- inni og kirkjukór Ólafsvíkur vel og lengi. Kórinn æfir einu sinni í viku í safnaðarheimilinu. Var því vel við hæfi að píanóið væri afhent á kór- æfingu og tók Gunnsteinn Sigurðs- son við gjöfinni fyrir hönd sóknar- nefndar en gefandinn óskaði eftir að verða ekki nefndur á nafn. Vilja félagar í kirkjukórnum og sókn- arnefnd Ólafsvíkurkirkju koma á framfæri kæru þakklæti fyrir þessa höfðinglegu gjöf. þa Ónefndur einstaklingur gaf Ólafsvíkurkirkju píanó Fimmtán manna hópur sýr- lenskra flóttamanna væntanlegur Fimmtíu ár frá flugslysinu í Mykinesi í Færeyjum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.