Skessuhorn - 30.08.2020, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 30. SEptEMBER 202012
Álfheiður Ágústsdóttir tók við
starfi forstjóra Elkem Ísland nú
um miðjan mánuðinn. Hún var
áður framkvæmdastjóri fjármála
og innkaupa hjá fyrirtækinu
en hefur starfað hjá Elkem frá
2006, fyrst í framleiðslunni og
síðar á fjármálasviði. Hún sinnti
ýmsum störfum hjá fyrirtækinu
samhliða námi í reikningshaldi
og endurskoðun en hefur verið
í fullu starfi hjá Elkem undan-
farin ellefu ár. Álfheiður er fædd
og uppalin í Grundarfirði og
býr ásamt eiginmanni sínum og
þremur börnum þeirra á Akra-
nesi. Skessuhorn hitti Álfheiði
að máli síðdegis á mánudag og
ræddi við hana um nýja starfið
og helstu verkefni Elkem Ísland.
Flókin kostnaðarstaða
Aðspurð segir Álfheiður að nýja
starfið leggist vel í sig. „Þetta er
virkilega flott fyrirtæki. Ég er stolt
af því að vinna hérna og taka þátt
í þessari vegferð og hrærð yfir
því að fá það verkefni í hendurn-
ar að vinna með fyrirtækið áfram
og skapa framtíðargrundvöll fyr-
ir það,“ segir Álfheiður. „Það er
ekkert launungarmál að kostn-
aðarstaðan er flókin, eftir gerð-
ardóm í raforkunni á síðasta ári.
Það er okkar helsta verkefni, en
ég er bara spennt. Það er flott
fólk hérna sem gaman er að vinna
með í að finna leiðir til að skapa
grundvöll fyrir fyrirtækið til fram-
tíðar,“ segir hún. En það er fleira
sem spilar inn í en raforkuverð-
ið, markaðsaðstæður hafa líka ver-
ið erfiðar undanfarin ár. „En það
ráðum við ekkert við, markaður-
inn sveiflast alltaf,“ segir hún. „Ef
maður horfir á rekstur svona verk-
smiðju á Íslandi þá erum við hér af
því við erum nálægt endurnýjan-
legri orku, sem var til reiðu á sam-
keppnishæfu verði. Þegar það síð-
an breytist þá grefur það svolítið
undan kostnaðarstöðu verksmiðj-
unnar, og það er alltaf okkar verk-
efni sem stjórnenda að hugsa um
kostnaðarstöðuna,“ segir Álfheið-
ur. „Hér erum við staðsett, hvorki
nálægt hráefnum né endamörkuð-
um. Þannig að flutningskostnaður
verður alltaf áhallandi miðað við
aðrar verksmiðjur í sambærilegri
framleiðslu. Launakostnaður á Ís-
landi er líka hærri en gerist ann-
ars staðar. Við erum stolt af því að
borga hér góð laun, en það skekk-
ir samkeppnisstöðuna. Þegar síð-
an orkuverðið breytist þá breytist
myndin. Fram að þeim tíma hafði
orkuverðið hjálpað til varðandi
hina þættina, því það er í raun eng-
in önnur ástæða sem dregur fram-
leiðsluna til Íslands önnur en raf-
orkan,“ segir hún og bætir því við
að hún hafi fulla trú á að það tak-
ist að skapa kostnaðarstöðu sem
er samkeppnishæf. „Ég hef mikla
trú á þessum hópi og þessari verk-
smiðju,“ segir Álfheiður.
Langur ferill hjá Elkem
Álfheiður hefur starfað lengi hjá
Elkem, eða allt frá því hún hóf þar
störf sem sumarstarfsmaður í fram-
leiðslu árið 2006. Spurð hvern-
ig það kom til segir hún það til-
viljunum háð, eins og svo margt
annað. „Ég var á leiðinni í nám og
fékk vinnu hér í daggenginu, sóttist
hingað af því það voru fínar tekjur,“
segir hún. „Seinna fékk ég svo tæki-
færi til að vinna hér á fjármálasviði
fyrirtækisins, sem var í takt við það
sem ég var að læra á þeim tíma,“
bætir hún við, en Álfheiður nam þá
viðskiptafræði við Háskólann á Bif-
röst. „Með náminu tók ég helgar-
vaktir í framleiðslunni með skól-
anum en var á fjármálasviðinu á
sumrin og í jólafríum,“ segir hún.
Álfheiður ætlaði sér að verða end-
urskoðandi og fór í meistaranám í
reikningsskilum og endurskoðun.
Á meðan því námi stóð var henni
boðið að taka að sér eins árs verk-
efni hjá Elkem, sem hún og gerði.
Að því verkefni liðnu, á meðan hún
var enn í meistaranámi, var henni
boðið starf á endurskoðunarskrif-
stofu en einnig að taka að sér verk-
efni hjá Elkem í Ameríku, sem fólst
í því að innleiða tölvukerfi bæði þar
og hér á Íslandi. „Mér fannst það
spennandi, svo ég gerði hlé frá námi
og fór í það. Þegar síðan kom að því
að halda áfram að læra þá langaði
mig frekar að vera hér og grípa þau
tækifæri sem buðust hjá Elkem á
þeim tíma,“ segir Álfheiður. Örfá-
um árum seinna tók hún við starfi
framkvæmdastjóra fjármála og
innkaupa og er nú orðin forstjóri.
„Þetta hefur bara þróast svona og
mér hefur aldrei leiðst hérna. Það
er virkilega gaman að vinna í fram-
leiðslu. Maður er nálægt allri verð-
mætasköpuninni og nálægt fólkinu.
Framleiðsla Elkem er að mörgu
leyti flókin, við erum alltaf í rekstri
og þetta er at. Það hentar sumum
og virðist henta mér rosa vel,“ segir
hún og brosir.
Forstjórinn styður
við teymið
Aðspurð segir Álfheiður að verk-
efni forstjóra séu síbreytileg frá
degi til dags. „Meginhlutverk for-
stjórans er að styðja við teymið sem
hann vinnur með. Allt starfið mark-
ast af því. Unnið er með það sem
kemur upp hverju sinni og maður
reynir að styðja við hópinn í að ná
árangri í því sem hann er að gera
hverju sinni,“ segir hún. „Svo kem-
ur inn í þetta stefnumótun og fram-
tíðarsýn, auk mikilla samskipta við
móðurfélagið,“ bætir hún við. Álf-
heiður segir stefnu Elkem til næstu
ára tiltölulega einfalda; annars veg-
ar að hámarka framleiðslugetu
verksmiðjunnar, gæði framleiðsl-
unnar og þar með virði hennar, en
hins vegar að vinna með kostnaðar-
stöðuna. „Þetta tvennt skiptir okk-
ur mestu máli núna, næstu þrjú til
fimm árin eða svo,“ segir hún.Kísiljárnverksmiðja Elkem á Grundartanga. Ljósm. úr safni/ kgk.
„Hef mikla trú á
þessum hópi og
þessari verksmiðju“
- segir Álfheiður Ágústsdóttir, nýr
forstjóri Elkem Ísland
Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem Ísland. Ljósm. kgk.