Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2020, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 30.08.2020, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 30. SEptEMBER 2020 13 Stórt verkefni að verða kolefnishlutlaus En framtíðarsýn fyrirtækisins snýr ekki eingöngu að peningahliðinni. Elkem setti sér fyrir ekki löngu síð- an það markmið að verða kolefnis- hlutlaust fyrir árið 2040. Verður það að teljast metnaðarfullt í ljósi þess að um stóriðju er að ræða. Hvernig er unnið að því mark- miði um þessar mundir? „Við vij- um starfa í sátt við okkar umhverfi og samfélag. Við skiljum að við erum stór losandi af CO2 og skilj- um eftir umhverfisfótspor,“ segir hún. „Við lögðum af stað í þessa vegferð og höfum verið í alls kon- ar skemmtilegri vinnu í tengslum við hana,“ segir Álfheiður og nefn- ir sem dæmi verkefni í samvinnu við Þróunarfélag Grundartanga um framleiðslu rafeldsneytis með því að nýta glatvarma og koldíox- íð sem fellur til við framleiðslu El- kem, eins og lesendur Skessuhorns þekkja. „En ég ætla ekki að draga neinar hyljur yfir það að breytt kostnaðarstaða fyrirtækisins hef- ur dregið úr krafti til slíkra verk- efna,“ segir hún. „En við stöndum samt keik, erum stolt fólk sem vill gera góða hluti í umhverfismálum og gerum það, samanber verkefni okkar í samstarfi við Sorpu, en við tökum nær allan við sem þangað er skilað og nýtum í okkar fram- leiðslu. Eins höfum við stutt ís- lenska skógrækt og leggjum mik- ið upp úr því að endurnýta allt í okkar ferlum sem og hjá okkar viðskiptavinum. Í samstarfi við þá höfum við búið til hringrásarkerfi sem miða að því að nýta allar af- urðir betur,“ segir hún. „En þetta er stórt verkefni. Það þarf nýsköp- un og framtíðarsýn til að ná þessu markmiði,“ segir Álfheiður. „Akk- úrat núna þurfum við að einbeita okkur að því að tryggja rekstur þessarar verksmiðju áfram. Og það ætlum við okkur að gera,“ segir hún en bætir því við að vörur El- kem Ísland séu með sterka mark- aðshlutdeild í rafmagnsstáli, sem sé ef til vill stærsta framlag Íslands til alþjóðlegra loftslagsverkefna. Virkja þekkingu starfs- fólksins Álfheiður áætlar að milli 200 og 250 manns mæti til vinnu á starfs- svæði Elkem á hverjum degi og hafi með beinum hætti lífsviðurværi sitt af starfsemi verksmiðjunnar. Þá er átt við starfsfólk Elkem, auk þeirra sem starfa hjá Meitli - Gtt tækni, Hamri, Héðni, Rafmiðlun, Snóki, Klafa og fleiri fyrirtækjum. „Við erum í viðskiptum við fjöldann all- an af félögum,“ segir hún, en sé eingöngu litið til Elkem starfa þar í kringum 180 manns. Fyrirtækið hefur verið þekkt fyrir litla starfs- mannaveltu í gegnum tíðina og þannig er það enn, að sögn for- stjórans. „Það er nær engin starfs- mannavelta og fólki líður vel hjá okkur. Við erum virkilega stolt af því og það skiptir miklu máli,“ seg- ir Álfheiður. „Hér er hópur fólks sem veit alveg hvað það er að gera. Hugsun okkar er að virkja þá þekk- ingu og getu til að finna út hvað við getum gert enn betur. Það er stórt verkefni fyrir höndum, ég ætla ekk- ert að draga dul á það, en við eig- um helling inni þegar kemur að því að framleiða eins mikið og við getum og nýta vöruna eins vel og mögulegt er. til þess þurfum við að nýta hugarafl fólks,“ segir hún. „Ég held að fólkið sem starfar að því að skapa verðmætin viti hlutina oftast betur en við hin. Mitt hlutverk og okkar stjórnendanna er að draga fram hvaða áskorunum við stönd- um frammi fyrir og vinna með og styðja fólk í að finna góðar lausnir á þeim,“ segir Álfheiður Ágústsdóttir að endingu. kgk SK ES SU H O R N 2 02 0 Veturinn nálgast breyttur afgreiðslutími frá 1. október Laugardagar eru fjölskyldudagar á bókasafninu. Fylgist með dagskrá laugardaga og annarri dagskrá á fésbókarsíðu bókasafnsins og Instagram. Fyrsta sögustund vetrarins fyrir börn er miðvikudaginn 7. október kl. 16:30-17:00 og verður • síðan á hálfs mánaðar fresti í vetur. Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10, fyrir foreldra í fæðingarorlofi. • Karlaspjall á föstudögum kl. 12. • Leshringir starfa í vetur – nánari upplýsingar í afgreiðslu. • Á Bókasafninu er gætt að sóttvarnarreglum í hvívetna og fjöldatakmarkanir eru á viðburði, eftir • því sem við á. Verið velkomin Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranessofn.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 10 – 18 (sjálfsafgreiðsla 10-12) Laugardaga kl. 11-14 (okt-apríl) volundarhus.is · Sími 864-2400 GARÐHÚS 14,5 m² www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt VH /2 0- 01 GARÐHÚS 4,7m² 44 mm bjálki / Tvöföld nótun GARÐHÚS 4,4m² GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs GARÐHÚS 9,7m²                                                     ­            €‚ƒ „ƒ HAUSTTILBOÐ Síðasta sendingin sem við bjóðum á gamla verðinu* Næsta sending mun hækka um 15-25% www.volundarhus.is *Verð samkvæmt gengi evru 01.11.2019 sem var 133,70 kr en er í dag um 160,60 kr. FYRSTUR KEMUR - FYRSTUR FÆR Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.