Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2020, Qupperneq 14

Skessuhorn - 30.08.2020, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 30. SEptEMBER 202014 Verkefnið Brúin til framtíðar er að- gerðaráætlun sem Borgarbyggð hef- ur unnið að í samstarfi við KpMG í þeim tilgangi að setja langtíma- markmið í fjármálum sveitarfélags- ins. Að sögn Lilju Bjargar Ágústs- dóttur, forseta sveitarstjórnar Borg- arbyggðar, hefur verkefnið reynst vel í sveitarfélaginu og átt þátt í að algjör viðsnúningur hefur átt sér stað í fjármálum sveitarfélags- ins síðustu ár. Eftir efnahagshrun- ið haustið 2008 hrundi einnig fjár- hagur Borgarbyggðar og árið 2010 var ákveðið að leggjast í töluverða vinnu til að rétta af hallareksturinn. Nokkur árangur náðist en svo árið 2014 var ákveðið að setja enn meiri kraft í vinnuna og í því skyni farið í verkefnið Brúin til framtíðar. Viðsnúningurinn sást vel „Það voru allir samstíga í því verk- efni; embættismenn, kjörnir fulltrú- ar og starfsmenn sveitarfélagsins. Það var einhugur um að fara í þetta samstarf við KpMG og var það upphafið af þessu verkefni, Brúin til framtíðar,“ segir Lilja. Í upphafi var aðeins lagt upp með að setja mark- mið svo Borgarbyggð gæti upp- fyllt skuldaviðmið eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Þegar þeim lágmarkskröfum var náð urðu markmiðin metnaðarfyllri og stóð sveitarfélagið mjög vel fjárhagslega á síðasta ári en rekstrarafgangur ársins 2018 var 501 milljón króna og árið 2019 var rekstrarafgangur- inn 429 milljónir. „Það er gaman að segja frá því að til dæmis þegar rýnt er í tölur frá greiningardeild Arion banka árið 2013 og svo aftur árið 2019 sjáum við skýrt hvaða við- snúningur hefur átt sér stað. Árið 2013 var Borgarbyggð með alls 15 veikleikamerki í greiningunni en árið 2019 var sveitarfélagið metið fjárhagslega sterkt og aðeins með eitt veikleikamerki. Það snéri að of litlum fjárfestingum sem við höfum aldeilis bætt úr síðan. Við vitum að ástandið í samfélaginu í dag mun hafa í för með sér bakslag í fjármál sveitarfélagsins, eins og hjá öðrum sveitarfélögum,“ segir Lilja og bæt- ir við að sú staðreynd að sveitar- sjóður Borgarbyggðar stóð vel fyr- ir það ástand sem Covid-19 skap- aði, muni klárlega koma sér vel en ljóst er að tekjufall sveitarfélagsins er mikið bæði vegna skertra útsvar- stekna og minna framlags frá Jöfn- unarsjóði. Fjórir megin þættir „Brúin til framtíðar snýst um að nálgast fjárhagsáætlunargerð með heildstæðum hætti og nota skýr mælanleg markmið í fjórum meg- in þáttum í starfsemi sveitarfélags- ins; rekstri, fjárfestingum, efnahag og sjálfbærni B-hluta fyrirtækja. Við höfum frá upphafi haft þessi fjögur megin markmið til hliðsjón- ar og sett í því skyni smærri tölu- legar vörður til að fylgja þeim eft- ir. Er horft til markmiðanna í öllum ákvörðunum sem teknar eru varð- andi fjárhag sveitarfélagsins. Þetta hjálpar okkur við að gæta að jafn- vægi í rekstri sveitarfélagsins, stilla af álögur, framkvæmdir og viðhalda eðlilegu þjónustustigi við íbúa sveitarfélagsins,“ útskýrir Lilja. „Þá nálgumst við fjárhagsáætlunagerð þannig með Brúnni til framtíðar, að verkefni og ákvarðanir eru skoðaðar og mátaðar inn í þessi fjögur mark- mið, þá hvaða áhrif ákvörðun í einu boxi getur haft á annað,“ útskýrir Lilja og bætir við að rekstrarniður- stöður Borgarbyggðar séu yfirfarn- ar í hverjum mánuði og KpMG geri sex mánaða uppgjör og haldi utan- um verkefnið í heild. „Þetta verk- efni hefur ekki aðeins hjálpað til við að byggja upp fjárhag sveitarfélags- ins heldur líka veitir það kjörnum fulltrúum aðhald, aukið gegnsæi í fjármálum sveitarfélagsins og gera okkur kleift að fylgjast með hvaða áhrif hver og ein ákvörðun hef- ur fyrir heildar myndina,“ segir Lilja. „Þá má segja að verkefnið sé meira að segja ópólitískt en á síð- asta kjörtímabili urðu meirihlutaslit í Borgarbyggð en verkefnið Brúin til framtíðar og þau markmið sem því fylgdu, héldu sér öll. Þannig að einhugur var um að vinna eftir þeirri stefnu sem sett var með verk- efninu,“ bætir hún við. Önnur sveitarfélög haft samband Síðastliðið haust hélt Lilja Björg, fyrir hönd Borgarbyggðar, erindi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga og sagði frá þeim viðsnúningi sem hef- ur átt sér stað í fjármálum sveitar- félagsins. „Í kjölfarið hafa önnur sveitarfélög haft samband og sýnt mikinn áhuga á að fræðast um okk- ar aðferðir og verkefnið Brúna til framtíðar. Eins hafði samband við okkur starfshópur á vegum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga sem vinnur að breytingum á fjármála- kafla sveitarstjórnarlaga í því skyni að fræðast um hvernig staðið er að fjárhagsáætlanagerð í Borgarbyggð. Það var mjög ánægjulegt að fá að greina frá okkar vinnubrögðum og koma með innlegg inn í þann hóp. Fjárhagsáætlunargerð hefur verið mjög skemmtileg síðustu ár enda reksturinn gengið vel en við erum þó meðvituð um að nú horfum við fram á töluverðar skerðingu á tekjum. Ljóst er að þetta mun verða nokkuð högg fyrir fjárhag sveit- arfélagsins og áskoranir blasa við hvert sem litið er, en við munum að sjálfsögðu nota þessi vinnubrögð og aðgerðaráætlun til að rétta við fjár- haginn að nýju,“ segir Lilja. arg Bókaútgáfan Sæmundur hefur gef- ið út bókina Mótorhausasögur. „Þetta rit segir sannar og sann- lognar gamansögur af alls konar fólki í, við, undir, í kringum og ofan á bílum, hér og þar. Þar má nefna Baldur búktalara, Dóru gjafmildu, Jón góðan daginn, Benna bensín- stígvél, Alexöndru Mist, Magga á 80, Dóna í Garðlist, Stefni í Óefni, Stíg í Minna-Viti og Jesú Krist ásamt löggum, leigubílstjórum, bifvélavirkjum, flutningabílstjór- um, páfanum og einni klækjóttri nunnu,“ segir í kynningu. Ritinu er gert að svara áleitnum spurningum, eins og hvort hægt sé að mæðast við akstur og fest- ast undir mælaborði, hvað varð um Badda á Bjúkkanum sem Stuð- menn ortu um, hvort apakött- ur hafi einhvern tímann sigrað í kappakstri, hvort sterkar hásingar geti valdið skilnaði, hvernig Ca- dillac klúðraði hönnun öskubakka, hvers vegna Bretar framleiða ekki tölvur og hvers vegna Skilnaðar- Barbie kostar meira en Útivistar- Barbie.“ Mótorhausasögur eru gefnar út í vandaðri litprentaðri bók, prýddri fjölda ljósmynda sem sumar hafa hvergi birst áður, svo sem mynd- in af þeim Stefni í Óefni og Stíg í Minna-Viti sem skreytir bókar- kápu. mm Mótorhausasögur sem kitla hláturtaugarnar Brúin til framtíðar hefur reynst vel í Borgarbyggð Önnur sveitarfélög skoða nú að taka upp sambærilega vinnu Lilja Björg Ágústsdóttir, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Ljósm. úr safni/ ss.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.