Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2020, Page 17

Skessuhorn - 30.08.2020, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 30. SEptEMBER 2020 17 Námsgluggi Skráðu þig í stök námskeið á háskólastigi. Í boði eru einingabær námskeið á seinni hluta haustannar. Símenntun Háskólans á Bifröst býður fólki að hefja háskólanám nú á haustmánuðum. Nemendur geta skráð sig í stök námskeið í gegnum símenntunarmiðstöð skólans. Námskeið þessi eru kennd í grunn- og meistaranámi skólans. Nemendur geta í framhaldinu, eða um næstu áramót sótt um formlega skólavist á Bifröst. Umsóknarfrestur er til 12. október - í fararbroddi í fjarnámi Steypustöðin/Loftorka í Borgarnesi óskar eftir að taka á leigu 3-4 herbergja íbúð eða hús í Borgarbyggð. Um langtímaleigu er að ræða. Áhugasamir sendi upplýsingar á netfangið trausti@steypustodin.is Íbúð óskast til leigu FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2020 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & Smur, Nesvegi 5 Fimmtudaginn 8. október Föstudaginn 9. október Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 438 – 1385 S K E S S U H O R N 2 02 0 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Fjölmenningarhátíð Snæfellsbæj- ar, sem haldin hefur verið í október ár hvert, hefur verið aflýst að þessu sinni vegna aðstæðna í samfélaginu. „Það er ekki fyrirséð að hátíðin geti farið fram með óbreyttu sniði í ár og því er það samfélagsleg ábyrgð skipuleggjenda að aflýsa henni að svo stöddu,“ segir um málið á vef Snæfellsbæjar. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem einn af stærstu menningarviðburð- um bæjarfélagsins ár hvert og hefur hún vaxið með hverju árinu. Margir koma að skipulagi og vinnu vegna hátíðarinnar og enn fleiri hafa not- ið afrakstursins. Stefnt er að því að halda hátíðina að ári liðnu í félags- heimilinu Klifi í Ólafsvík. kgk Um þessar mundir er rannsókna- skip Hafrannsóknastofnunar, Bjarni Sæmundsson, í hálfsmán- aðarleiðangri í Arnarfirði og í Ísa- fjarðardjúpi. Um borð er unnið að fjölbreyttum verkefnum, m.a. með rækjuvörpu, sjótöku, botngreip, botnkjarnatöku eða neðansjávar- myndavél. Meðal verkefna leiðang- ursmanna er að meta stofn rækju, rannsaka ungþorsk auk almennra umhverfisrannsókna. Sérstaklega er Arnarfjörður til skoðunar þar sem meta á áhrif fiskeldis á lífríki botns fjarðarins. Upplýsingum er safnað í botngreipar og með myndavélum. Er þetta þriðja árið í röð sem slíkar rannsóknir eru gerðar. „Með slík- um árlegum vöktunum fást upplýs- ingar um þéttleika og samsetningu botndýra á fjarsvæðum eldissvæða og breytingar sem þar gætu orð- ið. Að auki eru botnkjarnar tekn- ir og súrefni, brennisteinsmagn og sýrustig mælt úr setinu til að meta ástand þess,“ segir í tilkynningu frá Hafró. mm Frá Arnarfirði. Ljósm. Ingibjörg G. Jónsdóttir leiðangursstjóri. Kanna meðal annars áhrif fiskeldis í Arnarfirði Frá Fjölmenningarhátíð Snæfellsbæjar í fyrra. Ljósm. úr safni. Fjölmenningarhátíðinni aflýst

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.