Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2020, Qupperneq 24

Skessuhorn - 30.08.2020, Qupperneq 24
MIÐVIKUDAGUR 30. SEptEMBER 202024 Sunnudaginn 27. september náðist loks að rétta í Hrafnkelsstaðarétt í Kolgrafafirði. Upphaflega átti að rétta laugardaginn 19. september en því var frestað um viku vegna veðurs. Svo var einnig leiðinda- veður laugardaginn 26. september og því var frestað til sunnudags. Þá brast á með blíðskaparveðri og vel gekk að heimta fé af fjalli. Ágætis stemning var í réttunum þó að Co- vid hafi að sjálfsögðu sett sinn svip á andrúmsloftið. tfk „Þetta hófst í raun allt með því að ég keypti miða á leik Liverpool á vafasamri vefsíðu haustið 2009. Fékk þó miðann á endanum og skemmti mér vel enda vann Liver- pool 6:1 sigur á Hull City. Sá sem afhenti mér miðann benti mér á að umrædd vefsíða væri ótraust og næst þegar ég hefði áhuga á að fara á völlinn skyldi ég hafa beint samband við hann. Þannig hófust tengsl mín við ungan mann í Liver- pool, sem hefur ekki aðeins orðið samstarfsmaður heldur einnig mjög góður og traustur vinur,“ segir Sig- urður Sverrisson, fyrrum útgefandi og bóksali á Akranesi, sem nú er búsettur ytra og starfar við skipu- lagningu ferða á knattspyrnuleiki og sölu miða. Premierferðir stofnaðar „Satt best að segja gerði ég mér ekki grein fyrir því hve mikil eftirspurn væri eftir miðum á Anfield þegar ég byrjaði milligöngu á miðum í hjá- verkum árið 2010. Þetta fór rólega af stað fyrstu árin en eftir að ég setti upp vefsíðu 2014 spurðist fljótt út að ég væri með góðan tengilið. Smám saman vatt þetta svo upp á sig,“ segir Sigurður. Algjör spreng- ing varð svo í þessu fyrir leiktíðina 2014-15. „Ekki var einungis eftir- spurn eftir miðum á leiki heldur einnig skipulögðum ferðum sem við fórum að bjóða upp á í kjölfar- ið. Ég helgaði mig þessu alfarið frá miðju ári 2016 og með enn frekari vexti urðu premierferðir svo til árið 2017 í samstarfi við tA Sport tra- vel. Þar sem við vorum orðið með skipulagðar hópferðir á nánast alla heimaleiki Liverpool liðsins lá eig- inlega í hlutarins eðli að við Helga flyttum búferlum enda auðveld- ara að sinna þessu frá Bretlandi. Við fluttum í mars 2018, fyrst til Formby, rétt norður af Liverpool, en færðum okkur svo til borgarinn- ar í maí á síðasta ári.“ Hafa aðgengi að flestum völlum Englands Sigurður segir að í Formby hafi þau Helga búið í námunda við þekkt nöfn úr knattspyrnuheiminum á borð við Klopp, Gerrard, Robert- son, Keita, Ross Barkley, Leighton Baines og fleiri. „Við búum núna í 14 íbúða blokk á góðum og mjög gróðursælum stað í Liverpool. Þrjár slíkar blokkir eru hver við hlið ann- arrar í lítilli botnlangagötu. Á efstu hæðinni hjá okkur bjuggu t.d. bæði Victor Moses og Nathaniel Clyne áður en við fluttum inn. Í húsunum sitt hvorum megin við okkur hafa Klopp, Brendan Rodgers, Matip, Mascherano og Wijnaldum allir búið um tíma, að ógleymdum Guð- laugi Victori pálssyni. Síðasta leik- tíð sló öll met hjá okkur þrátt fyr- ir að hún yrði endaslepp vegna Co- vid-19. Við gáfum okkur strax, þeg- ar allt fór í baklás í mars síðastliðn- um, að óraunhæft væri að reikna með neinum ferðum fyrr en um ára- mót. Við töldum það raunhæft mat en eins og mál standa nú kann það að dragast jafnvel enn lengur. Þrátt fyrir alla óvissuna erum við tilbúin með tugi hóp- og pakkaferða inni á www.premierferdir.is þótt ekki sé hægt að verðleggja þær fyrr en allar forsendur skýrast. Við höfum lagað framboð okkar að eftirspurninni á síðustu árum og einbeitt okkur að þeim liðum sem hafa notið mestra vinsælda. Þótt ferð á einhvern til- tekinn leik sé ekki til sölu á síðunni þá þýðir það samt ekki að fólk geti ekki komist á hann. Við höfum orð- ið aðgengi að nánast öllum völlum í Englandi og höfum skipulagt fjölda slíkra ferða fyrir smærri sem stærri hópa. Ef fyrirvarinn er nægur er flest hægt,” segir Sigurður. Svekkjandi fyrir stuðningsmenn „Ástandið sem nú ríkir vegna kó- vidfaraldursins er auðvitað hund- fúlt fyrir alla knattspyrnuunnendur, en sérstaklega sárt fyrir stuðnings- menn Liverpool og Leeds United. Liverpool vann sinn fyrsta Eng- landsmeistarartitil í 30 ár í sum- ar og Leeds komst að nýju upp í premier League eftir 16 ára eyði- merkurgöngu. Að stuðningsmenn þessara liða geti ekki tekið þátt í gleðinni sem þessu fylgir er óneit- anlega svekkjandi,“ segir Sigurð- ur. „Þótt ný leiktíð sé rétt hafin þá bendir margt til þess að baráttan um Englandsmeistaratitilinn verði jafnari nú en á þeirri síðustu. Liver- pool stakk þá fljótlega af og var í raun búið að vinna titilinn í janú- ar. Chelsea hefur keypt grimmt af mannskap og ætlar sér stóra hluti. Arsenal er eins og nýtt lið í hönd- um Arteta og Manchester City leyf- ir Liverpool ekki að stinga af eins og síðast. Endurkoma Bale ætti að verða vítamínsprauta fyrir Spurs og Manchester United hefur ekki sagt sitt síðasta orð. Þessi sex lið, efstu sæti deildarinnar, Leicester og jafn- vel Everton gætu líka bankað þarna upp á þótt ég reikni síður með því. Mig grunar að bæði WBA og Ful- ham muni verða í basli í vetur og lið eins og Sheffield United, Burn- ley, Southampton og jafnvel West Ham gætu átt erfitt uppdráttar en auðvitað vill maður ekki spá nokkru liði þess að falla,“ segir Sigurður að endingu. se/ Ljósm. aðsendar. Þessi myndarlegi hrútur bíður þess að komast á sinn heimabæ. Réttað í Hrafnkelsstaðarétt Séð yfir Hrafnkelsstaðarétt í Kolgrafafirði. Bjarni Sigurbjörnsson bóndi á Eiði ferjar hér eitt lambið sem kom örmagna af fjalli. Verið að smala síðustu metrana í réttina. Guðrún Lilja Arnórsdóttir bóndi á Eiði er hér að sjá til þess að þetta lamb rati í réttan dilk. „Ástandið hundfúlt fyrir alla knattspyrnuunnendur“ Rætt við Skagamannin Sigurð Sverrisson sem býr í Liverpool og skipuleggur ferðir Íslendinga á leiki á Anfield Road Sigurður ásamt Lizz Carr úr Silent Wit- ness á Lime Street Station í Liverpool. Sigurður á „selfie“ mynd á leik á Anfield. Finninn Sami Tuomas Hyypiä mættur líka. Í leik Liverpool og Everton í FFA Cup í janúar.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.