Skessuhorn - 30.08.2020, Síða 30
MIÐVIKUDAGUR 30. SEptEMBER 202030
Þegar þú hefur tíma fyrir
sjálfan þig, hvað gerir þú?
Spurning
vikunnar
(Spurt í gegnum síma)
Anna Kristjánsdóttir
„Þá sest ég niður með handa-
vinnuna mína eða fer út að
ganga.“
Steinunn Inga Óttarsdóttir
„Þá fer ég út að ganga, les góða
bók eða tek nokkrar léttar jóga-
æfingar.“
Pétur Ingason
„Fer í golf.“
Sólveig Magnúsdóttir
„Ég fer að hlaupa, hjóla, á
gönguskíði eða prjóna.“
Jens Heiðar Ragnarsson
„Ætli ég slaki ekki bara á með
fjölskyldunni.“
Snæfell mátti sætta sig við tap gegn
nýliðum Fjölnis, 91-60, þegar lið-
in mættust í fyrstu umferð Dom-
ino’s deildar kvenna í körfuknatt-
leik. Viðureignin fór fram í Grafar-
vogi síðastliðið miðvikudagskvöld.
Snæfellskonur voru fáliðaðar, en
vegna hópsmits Covid-19 í Stykk-
ishólmi gat liðið aðeins teflt fram
sjö leikmönnum. Aðrir leikmenn
liðsins eru í sóttkví. Munar heldur
betur um minna eins og kom í ljós
í leiknum.
Jafnt var á með liðunum en lít-
ið skorað fyrstu sex mínúturnar, en
að þeim loknum var staðan jöfn,
7-7. Þá tóku Snæfellskonur við sér,
skoruðu 14 stig gegn þremur næstu
mínúturnar og leiddu 10-21 eft-
ir fyrsta leikhluta. Snæfellskonur
höfðu yfirhöndina lengst af í öðr-
um leikhluta. Mest leiddu þær með
16 stigum um hann miðjan, en þeg-
ar dró nær hálfleik sóttu heimakon-
ur í sig veðrið og tókst að minnka
forskot Snæfells í tvö stig áður en
flautað var til hálfleiks, 39-41.
Fjölniskonur réðu lögum og lof-
um í síðari hálfleik. Þær skoruðu 30
stig gegn tíu í þriðja leikhluta og
höfðu því náð 18 stiga forskoti fyr-
ir lokafjórðunginn. Snæfellskonur
náðu ekki að svara í lokafjórðungn-
um og Fjölnir skilaði sigrinum því
örugglega í hús.
Iva Gergieva var atkvæðamest í
liði Snæfells með 18 stig, tíu frá-
köst, sjö stoðsendingar og fjóra
stolna bolta. Anna Soffía Lárus-
dóttir skoraði 14 stig og tók 14 frá-
köst, tinna Guðrún Alexanders-
dóttir var með 13 stig og fimm frá-
köst, Vaka Þorsteinsdóttir skoraði
sjö stig og Ingigerður Sól Hjartar-
dóttir skoraði þrjú stig.
Fiona O’Dwyer skoraði 20 stig
fyrir Fjölni, tók 16 fráköst og gaf
fimm stoðsendingar. Emme Sól-
dís Svan Hjörleifsdóttir skoraði 18
stig, Lina pikciuté skoraði 17 stig
og tók tólf fráköst og Margrét Ósk
Einarsdóttir var með ellefu stig.
Snæfellskonur sitja í sjöunda sæti
deildarinnar, án stiga eins og lið-
in þrjú í kringum þær sem einnig
töpuðu sínum fyrsta leik í mótinu.
Næst leika Snæfellskonur gegn
Haukum í kvöld, miðvikudaginn
30. september, í fyrsta heimaleik
vetrarins. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá.
Fyrstu umferð meistarakeppni ung-
menna í keilu er lokið. Náðu kepp-
endur Keilufélags Akraness prýði-
legum árangri og skiluðu sex verð-
launum í hús. Í þessari fyrstu um-
ferð sýndi Matthías Leó Sigurðs-
son frábæra spilamennsku og náði
1109 í sex leikjum í erfiðari olíu-
burði en í fyrra. Var hann næstefst-
ur allra spilara, þar sem elsti flokk-
urinn var U20.
Í 4. flokki stúlkna sigraði Birta
Líf Gunnarsdóttir úr ÍR en Særós
Erla Jóhönnudóttir úr ÍA hreppti
silfrið. Friðmey Dóra Richter úr
ÍA vann til bronsverðlauna. Sól-
ey Líf Konráðsdóttir sigraði í 3. fl.
stúlkna. Hún spilaði fyrir KFR en
lék áður undir merkjum ÍA. Vikt-
oría Hrund Þórisdóttir úr ÍA varð
önnur og Nína Rut Magnúsdóttir
þriðja. Þá hafnaði Marinó Sturlu-
son í þriðja sæti í 3. fl. pilta.
Einnig voru veitt verðlaun fyrir
síðasta vetur þar sem einungis náð-
ist að spila fjórar umferðir af fimm,
vegna Covid-19 faraldursins.
Fjölga æfingum
Í vetur mun Keilufélag Akraness
bjóða upp á þrjár æfingar í viku í
stað tveggja áður. „Á það eflaust
eftir að skila sér þegar fram líða
stundir,“ segir í tilkynningu frá
keilufélaginu. Þjálfarar félagsins eru
þrír; Guðmundur Sigurðsson þjálf-
ar afrekshópinn, Sigurður Þ. Guð-
mundsson er með unglingahóp-
inn og Jónína Björg Magnúsdótt-
ir annast þjálfun yngstu iðkend-
anna. Starfsemi félagsins er komin
á fullt, deildarleikir og æfingar og
svo er keilustarf FEBAN að fara af
stað þessa dagana, en eldri borgar-
ar hafa verið með fasta æfingatíma
frá opnun keilusalarins á Akranesi á
sínum tíma.
Um miðjan október er svo von
á nýjum vélum frá Svíþjóð í Keilu-
sal Akraness. „Er mikil tilhlökkun í
herbúðum keilara fyrir bættum að-
stæðum,“ segir í tilkynningu frá fé-
laginu.
kgk/ Ljósm. Keilufélag Akraness.
Skallagrímur vann þriggja stiga
sigur á Haukum í spennandi leik,
51-54, þegar liðin mættust í fyrstu
umferð Domino’s deildar kvenna í
körfuknattleik. Leikið var í Hafnar-
firði á miðvikudagskvöld.
Mikill haustbragur var á liðun-
um í upphafi leiks og lítið skorað
framan af fyrsta leikhluta. Þegar sjö
mínútur voru liðnar var staðan 6-6.
En þá náðu Skallagrímskonur yfir-
höndinni og leiddu 7-10 eftir upp-
hafsfjórðunginn. Þær komust síðan
í 7-15 snemma í öðrum leikhluta
en skoruðu ekki næstu fjórar mín-
úturnar og á meðan tókst Haukum
að jafna. Liðin skiptust á að skora
síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik
og Haukar leiddu með einu stigi í
hléinu, 23-22.
Þriðji leikhluti var mjög jafn og
spennandi þó körfuboltinn væri
kannski ekki áferðarfagur. Heima-
konur voru tveimur stigum yfir fyr-
ir lokafjórðunginn, 38-36. Skalla-
grímskonur náðu undirtökunum
að nýju þegar fimm mínútur lifðu
leiks og leiddu með örfáum stigum.
Haukar gerðu atlögu undir lok-
in, þegar liðið minnkaði muninn í
eitt stig. En Borgnesingar létu for-
ystuna ekki af hendi og sigruðu að
lokum með þremur stigum, 51-54.
Sanja Orozovic var atkvæðamest
í liði Skallagríms með 22 stig, sex
fráköst og fimm stoðsendingar. Ni-
kita telesford skoraði 15 stig og tók
13 fráköst. Keira Robinson fann sig
ekki í leiknum, tók aðeins sjö skot
utan af velli sem ekkert fór ofan í.
Hún setti hins vegar niður átta víta-
skot og tók 13 fráköst. Maja Mic-
halska skoraði fimm stig og tók sex
fráköst og Sigrún Sjöfn Ámunda-
dóttir skoraði fimm stig sömuleið-
is.
Í liði Hauka var Alyesha Lovett
stigahæst með 21 stig og 15 frá-
köst að auki. Bríet Sif Hinriksdótt-
ir skoraði 14 stig en aðrar komust
ekki í tveggja stafa tölu á stigatöfl-
unni.
Skallagrímur situr í fjórða sæti
með tvö stig, eins og liðin þrjú í sæt-
unum fyrir ofan sem einnig unnu
sína leiki í fyrstu umferð mótsins.
Leik Skallagríms og Keflavíkur,
sem átti að fara fram í kvöld, mið-
vikudaginn 30. september, hefur
verið frestað vegna kórónuveirunn-
ar. Ástæðan er sú að leikmannahóp-
ur Keflvíkinga er kominn í sóttkví.
Skallagrímskonur eiga að mæta KR
á laugardaginn, 3. september næst-
komandi, en KR-liðið er sömuleið-
is komið í sóttkví. Ekki hefur verið
tekin ákvörðun um hvort sá leikur
fer fram. kgk
Fáliðaðar Snæfellskonur töpuðu fyrsta leiknum
Spennusigur í fyrsta leik
Sanja Orozovic dró vagninn fyrir Skallagrím í fyrsta leik vetrarins.
Ljósm. Skallagrímur/ Ómar Örn.
Keilan komin
af stað
Verðlaunahafar í 3. fl. stúlkna, þær
Sóley Líf Konráðsdóttir, Viktoría Hrund
Þórisdóttir og Nína Rut Magnúsdóttir.
Brita Líf Gunnarsdóttir, Særós Erla
Jóhönnudóttir og Friðmey Dóra
Richter röðuð sér í þrjú efstu sætin í 3.
fl. stúlkna.
Matthías Leó Sigurðsson úr ÍA náði
frábærum árangri og fékk samtals
1109 í sex leikjum og hafnaði næst-
efstur allra spilara.
Marinó Sturluson úr ÍA hafnaði í þriðja
sæti í 3. fl. pilta.