Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2020, Síða 31

Skessuhorn - 30.08.2020, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 30. SEptEMBER 2020 31 ÍA og Víkingur R. skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í pepsi Max deild karla í knattpsyrnu á sunnudagskvöld. Leikið var á Akranesi. Skagamenn höfðu verið á fínu skriði í deildinni fyrir viðureignina og unnið tvo leiki í röð, síðast 1-3 útisigur á Fjölni á fimmtudaginn. Víkingur R. hafði hins vegar ekki unnið leik síðan þeir lögðu Skagamenn 6-2 á Víkingsvelli í júlí. Gestirnir úr Reykjavík voru betri í fyrri hálfleik og komu sér ítrekað í álitlegar stöður, en náðu samt aldrei að skapa sér nein dauðafæri. Skaga- menn lágu hins vegar til baka og beittu skyndisóknum. Besta færi fyrri hálfleiksins áttu Skagamenn, þegar Ingvar Jónsson, markvörður gestanna, kýldi hornspyrnu beint á Stefán teit Þórðarson en hann skallaði boltann rétt yfir markið. Það var síðan fjör í upphafi síðari hálfleiks. Á 51. mínútu sendu Skaga- menn boltann inn fyrir vörn gestanna á tryggva Hrafn Haraldsson sem slapp einn í gegn. Víkingar reyndu að hlaupa hann uppi en höfðu ekki erindi sem erfiði. tryggvi þakkaði fyrir sig með því að lyfta boltanum yfir Ingvar í markinu og í netið. En Skagamenn voru ekki lengi í forystu, því aðeins tveimur mínútum seinna skoraði Ágúst Eðlvald Hlyns- son glæsilegt mark þegar hann klippti boltann í netið eftir að Erlingur Agn- arsson vippaði honum út í teiginn. Á 56. mínútu komust gestirnir síðan yfir. Sölvi Geir Ottesen vann skallabolta utarlega í teignum eftir hornspyrnu. Hann skallaði boltann að markinu þar sem hann rataði á Halldór Jón Sigurð Þórðarson sem tók laglegan snúning í teignum og skoraði með góðu skoti. Gestirnir þar með komnir yfir og litlu munaði að Halldór Jón Sigurð- ur kæmi þeim í 1-3 tíu mínútum síðar þegar hann átti skot í stöngina. En eftir að boltinn small í stöng- inni brunuðu Skagamenn upp völlinn. tryggvi óð inn í vítateiginn þar sem hann var felldur og vítaspyrna dæmd. tryggvi fór sjálfur á punktinn og skor- aði af miklu öryggi. Staðan því orðin 2-2 eftir 65. mínútna leik og öll fjög- ur mörkin litu dagsins ljós á korters- kafla. Fleiri urðu mörkin ekki, þó bæði lið hafi fengið ágæt marktækifæri það sem eftir lifði leiks. Liðin skildu því jöfn, 2-2. Skagamenn hafa 21 stig í 7. sæti deildarinnar eftir 17 leiki. Þeir hafa tveggja stiga forskot á KA sem á leik til góða en eru þremur stigum á eftir KR, sem á tvo leiki til góða. Næsti leikur Skagamanna er gegn FH, sunnudag- inn 4. október. Sá leikur fer fram á Akranesvelli. kgk Kári vann góðan sigur á Fjarða- byggð, 5-2, þegar liðin mættust í 2. deild karla í knattspyrnu á sunnu- dagskvöld. Leikið var í Akranes- höllinni. Staðan var jöfn í hálfleik, 2-2, en eftir að gestirnir misstu mann af velli á 58. mínútu tóku Káramenn öll völd í leiknum og sigruðu að lokum með fimm mörk- um gegn tveimur. Leikurinn byrjaði fjörlega, því Ruben Lozano Ibancos kom Fjarðabyggð yfir strax á 7. mínútu leiksins, en Andri Júlíusson jafnaði fyrir Kára á 13. mínútu. Á 23. mín- útu varð Mikael Natan Róbertsson, leikmaður Fjarðabyggðar, fyrir því óláni að skora sjálfsmark og heima- menn komnir í forystu. En Jose Antonio Fernandez jafnaði fyrir gestina á 37. mínútu og staðan var jöfn í hálfleik. Skömmu áður en klukkustund hafði verið leikin fékk Joel Ant- onio Cunningham að líta sitt ann- að gula spjald og Fjarðabyggð því manni færri það sem eftir lifði leiks. Reyndist það vera ákveðinn vendi- punktur í leiknum, því Káramenn voru miklu beittari eftir það. Andri skoraði annað mark sitt á 69. mín- útu og kom Skagaliðinu yfir að nýju, 3-2. Hann fullkomnaði síð- an þrennu sína á 80. mínútu áður en Bjartur Hólm Hafþórsson skor- aði annað sjálfsmark Fjarðabyggð- ar í leiknum skömmu fyrir leikslok. Lokatölur því 5-2, Kára í vil Kári hefur 25 stig og situr í 6. sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og KF í sætinu fyrir neðan en átta stigum á eftir Haukum. Kára- menn eiga þó leik til góða á bæði liðin. Næsti leikur Kára er heima- leikur gegn Njarðvík, laugardaginn 3. október. kgk/ Ljósm. Knattspyrnufélag Kára. Víkingur Ó. vann mikilvægan sigur á Leikni F. þegar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu á laugar- daginn. Leikið var í Fjarðabyggðar- höllinni og eftir frekar rólegan fyrri hálfleik dró heldur betur til tíð- inda í þeim seinni. Þegar lokaflaut- an gall höfðu Ólafsvíkingar skorað fjögur mörk gegn tveimur mörkum heimamanna. Leikmenn hvors liðs um sig voru reknir af velli, auk þess sem þjálfari Leiknis fékk rautt und- ir lok leiksins. Ólafsvíkingar komu boltan- um einu sinni í netið í fyrri hálf- leiknum en Gonzalo Zamorano var dæmdur rangstæður og markið stóð því ekki. Áhorfendur fengu þó aldeilis að sjá mörk. Kristofer Ja- cobson Reyes kom Ólafsvíkingum yfir í upphafi síðari hálfleiks þegar hann skoraði með skalla. Gonzalo Zamorano kom Víkingi Ó. í 2-0 á 54. mínútu með skoti í slá og inn og Harley Willard skoraði þriðja mark Ólafsvíkinga á 65. mínútu. tveimur mínútum síðar var Emmanuel Eli Keke rekinn af velli með sitt annað gula spjald og liðs- menn Víkings Ó. þar með orðn- ir manni færri. Korteri síðar var þó aftur orðið jafnt í liðunum, því povilas Krasnovskis, leikmanni Leiknis, var vísað af velli. Lokamínúturnar áttu eftir að vera tíðindamiklar. Á 87. mín- útu fengu heimamenn vítaspyrnu. Arkadiusz Jan Grzelak fór á punkt- inn og minnkaði muninn í 1-3. Á lokamínútu leiksins var Brynjar Skúlason, þjálfari Leiknis, rekinn af velli og enn áttu tvö mörk til við- bótar eftir að líta dagsins ljós. Arka- diusz minnkaði muninn í 2-3 þeg- ar komið var fram yfir venjulegan leiktíma en Gonzalo innsiglaði 2-4 sigur Ólafsvíkinga á þriðju mínútu uppbótartímans. Víkingur Ó. situr í 9. sæti deild- arinnar með 19 stig eftir 18 leiki. Sigurinn var Ólafsvíkingum mikil- vægur í botnbaráttu deildarinnar. Þegar fjórir leikir eru eftir hafa þeir sjö stiga forskot á Leikni F. og Þrótt R. í sætunum fyrir neðan, en síðar- nefnda liðið situr í efra fallsætinu. Ólafsvíkingar mættu Grindvíking- um í gær, þriðjudaginn 29. septem- ber. Þeim leik var hins vegar ekki lokið þegar Skessuhorn fór í prent- un. kgk Skagakonur tryggðu áframhaldandi veru sína í 1. deild kvenna í knatt- spyrnu þegar þær lögðu Fjölni á heimavelli á mánudagskvöld, 2-0. Fyrir leikinn sat ÍA í 8. sæti deildar- innar með fimm stiga forskot á Fjölni í efra fallsætinu. Því var um sannkall- aðan botnslag að ræða. Eftir sigurinn eru Skagakonur átta stigum fyrir ofan fallið þegar tvær umferðir eru eftir og sæti þeirra í deildinni þar með tryggt. Skagakonur voru öflugri í upphafi leiks. Þær voru mun beittari fram á við, áttu nokkrar álitlegar sóknir og fengu sæmileg marktækifæri, en eng- in dauðafæri. Besta færi leiksins fram- an af áttu hins vegar Fjölniskonur á 12. mínútu. Þá náði Aníta Ólafsdótt- ir, markvörður ÍA, að kasta sér fyrir hættulega fyrirgjöf á undan sóknar- manni gestanna og slá boltann út í teiginn. Ásta Sigrún Friðriksdóttir kom á ferðinni og átti skot sem Aníta varði. Ásta fékk frákastið en var ekki í jafnvægi og brenndi af fyrir opnu marki nálægt vinstra markteigshorn- inu. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 30. mínútu og þar var á ferðinni Unnur Ýr Haraldsdóttir. Sandra Ósk Alfreðsdóttir lyfti boltanum inn fyrir vörnina frá vinstri á Unni Ýr sem sem lyfti boltanum laglega yfir Dagbjörtu Ínu Guðjónsdóttur í marki Fjölnis og í netið. Virkilega snyrtileg afgreiðsla hjá Unni og Skagakonur komnar yfir. Þannig stóðu leikar þar til seint í leiknum. Bæði lið fengu ágæt tæki- færi til að koma boltanum í netið en rétt eins og í fyrri hálfleiknum voru marktilraunir Skagakvenna hættu- legri. Erla Karitas Jóhannesdótt- ir slapp ein í gegn á 56. mínútu en Dagbjört varði frá henni í horn. Upp úr hornspyrnunni átti Erna Björt Elíasdóttir síðan þrumuskot í þver- slána. Það var síðan Jaclyn poucel Árna- son sem innsiglaði 2-0 sigur ÍA á 84. mínútu leiksins. Boltinn barst til hennar eftir hornspyrnu. Hún var yf- irveguð í teignum, lagði boltann fyrir sig og skoraði með góðu skoti framhjá Dagbjörtu í markinu. Þar með var sæti ÍA í deildinni tryggt en Fjölnis- konur eru á leiðinni niður. Skagakonur eiga tvo leiki eftir í Ís- landsmótinu þetta keppnistímabilið. Sá fyrri þeirra er gegn tindastóli á laugardaginn, 3. október næstkom- andi. Sá leikur fer fram á Akranesi. kgk Snæfell mun ekki keppa í 1. deild karla í körfuknattleik á komandi vetri, eins og áformað var. Ákveðið hefur verið að draga liðið úr keppni og leggja meistaraflokk karla niður, tímabundið. „Ákvörðunin var erfið, eins og gefur að skilja, en við höf- um átt í miklum erfiðleikum með að manna liðið og erfiðleikar í rekstri hjálpa ekki. Körfuknattleiksdeild Snæfells á því engra annarra kosta völ en að draga liðið úr keppni,“ segir í tilkynningu sem Körfuknatt- leiksdeild Snæfells sendi frá sér á sunnudagskvöld. Allt kapp verður lagt á að efla yngri flokka Snæfells svo hægt verði að koma karlaliðinu af stað að nýju sem allra fyrst, að því er fram kemur í tilkynningunni. Skessuhorn ræddi við Halldór Steingrímsson, þjálfara Snæfells, á fimmtudaginn. Þá reyndu aðstand- endur liðsins eftir fremsta megni að fullmanna leikmannahópinn. „Þetta er mikið púsluspil þessa dagana,“ sagði Halldór en kvaðst ánægður með þá leikmenn sem ætluðu að taka slaginn með liðinu. „Það er fín stemning þó það séu svona óljós- ir punktar,“ sagði hann. Var hann nokkuð bjartsýnn á að tækist að fullmanna liðið þó stutt væri í mót, vonaðist til þess að málin myndu skýrast á næstu dögum og var stað- ráðinn í að Snæfellsliðið myndi eiga góðan vetur saman. En nú er ljóst að svo verður ekki. Það var á sunnudaginn, sem fyrr segir, að tilkynnt var að karla- liðið hefði verið dregið úr keppni og ákveðið að leggja meistaraflokk karla niður, tímabundið. Snæfell- ingar munu því ekki taka þátt í Ís- landsmótinu í körfuknattleik karla þennan veturinn, en allt kapp verð- ur lagt á að koma liðinu af stað að nýju sem fyrst. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Snæfell dregur karlaliðið úr keppni Markaveisla í Akraneshöllinni Skagakonur öruggar Mikilvægur sigur fyrir austan Gonzalo Zamorano var á skotskótnum þegar Víkingur Ó. lagði Leikni F. Ljósm. úr safni/ af. Jafnt á Akranesvelli Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði bæði mörk Skagamanna í jafnteflinu gegn Víkingi R. Ljósm. gbh.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.