Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2020, Qupperneq 11

Skessuhorn - 21.10.2020, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 21. oKtóBER 2020 11 Háskólinn á Bifröst – Þjónustustjóri upplýsingatækni Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: •Samskipti við rekstraraðila kennslukerfa og innri kerfa skólans um notkun og þróun þeirra. •Þróun, samþætting og viðhald tæknilegs umhverfis kennslu, innra nets og upplýsingaveita. •Dagleg umsýsla og umsjón kennslukerfa og innra nets skólans. •Almenn ráðgjöf og stuðningur við kennara vegna tæknilegra mála tengdum kennslukerfum. •Umsjón og ábyrgð á viðburðum sem sendir eru út í beinu streymi eða teknir upp. •Þátttaka í gerð kennslumyndbanda og leiðbeininga um notkun kerfa fyrir kennara, starfsfólk og nemendur. •Tölfræðileg úrvinnsla upplýsinga úr kerfum og framsetning þeirra fyrir stjórnendur. •Önnur tilfallandi störf sem yfirmaður kann að fela starfsmanni. Hæfniskröfur: • Háskólapróf (BS) sem nýtist í starfi. • Upplýsingatæknibakgrunnur er mikilvægur. • Meistarapróf sem nýtist í starfi er kostur. • Kennsluréttindi og/eða kennslureynsla er kostur. • Starfsreynsla úr skólastarfi á háskólastigi er kostur. • Frumkvæði, drifkraftur og þjónustulipurð. • Góð skipulags- og samskiptahæfni. • Greiningarfærni og tölufærni. • Mjög góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Umsókn: Með umsókn skulu fylgja náms- og starfsferilsskrá, afrit af útskriftarskírteinum og kynningarbréf þar sem kemur fram m.a. stutt lýsing á hugmyndum umsækjanda um hlutverk og áskoranir þjónustustjóra upplýsingatækni við Háskólann á Bifröst. Starfsstöð: Bifröst og eftir atvikum og þörfum á starfsstöð í Reykjavík. Háskólinn á Bifröst vinnur samkvæmt jafnréttisáætlun skólans og hvetur alla óháð kyni til að sækja um. Nánari upplýsingar: Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir kennslustjóri (kennslustjori@bifrost.is). Auglýst er laust starf þjónustustjóra upplýsingatækni við Háskólann á Bifröst. Viðkomandi ber ábyrgð á þróun og rekstri kennslukerfa, á innra neti skólans og samþættingu kerfa sem nýtt eru í kennslu. Starfið felur í sér margþætta þróun upplýsingatækni, þjónustu, samstarf og samskipti við kennara, starfsfólk, stjórnendur og utanaðkomandi rekstraraðila kerfa. Háskólinn á Bifröst er framsækinn háskóli sem hefur verið leiðandi í uppbyggingu hagnýts fjarnáms á háskólastigi hér á landi síðastliðin 20 ár. Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2020 - í fararbroddi í fjarnámi Um liðna helgi var skrifað und- ir kaupsamning að Apóteki ólafs- víkur, sem hjónin óli Sverrir Sig- urjónsson lyfsali og Sigríður Þór- arinsdóttir hafa átt og rekið und- anfarin 34 ár. Kaupandi er ólafur Adolfsson, eigandi Apóteks Vestur- lands, og er í kaupsamningi gert ráð fyrir að hann taki við rekstrinum um næstu áramót. „Afmælisdagur- inn minn hefur jafnan verið mér til gæfu og reynst mér góður til að taka stórar ákvarðanir,“ sagði ólaf- ur Adolfsson síðastliðinn sunnudag þegar skrifað var undir samninginn. „Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni og leggja mitt af mörkum inn í samfélagið hér í Snæfellsbæ,“ segir hann, en sjálfur er hann upp- alinn ólsari. ólafur hefur undanfarin þrett- án ár rekið Apótek Vesturlands á Akranesi. Auk þess á hann ásamt meðeigendum sínum tvö apótek á höfuðborgarsvæðinu; Reykja- víkur Apótek við Seljaveg 2 og nýlega opnaði hann nýtt apótek undir merkjum Reykjavíkur Apó- teks í Skeifunni 11b. Apótek í hans eigu eru því orðin fjögur. En hyggst ólafur færa enn frekar út kvíarnar hér á Vesturlandi? „Ég tel að á Vesturlandi sé að finna frek- ari tækifæri fyrir Apótek Vestur- lands og á mér draum í þeim efn- um. tíminn mun síðan leiða í ljós hvort að sá draumur verður að veruleika,“ segir ólafur í samtali við Skessuhorn. mm Óli Sverrir Sigurjónsson, Sigríður Þórarinsdóttir, Rebekka Guðjónsdóttir, Harpa Björnsdóttir og Ólafur Adolfsson daginn sem kaupin voru undirrituð. Ljósm. af. Ólafur kaupir Apótek Ólafsvíkur

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.