Mosfellingur - 08.10.2020, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 08.10.2020, Blaðsíða 6
 - Reykjalundur 75 ára6 Reykjalundur, einn stærsti vinnustaður Mosfellsbæjar, fagnar 75 ára afmæli á þessu ári. Hugmyndin var að vera með afmælisviku 5.-9. október með daglegum viðburðum en vegna ástandsins nú hefur því að mestu verið aflýst. Hápunktur afmælisársins átti að vera afmælisráðstefna Reykjalundar á hótel Natura undir yfirskrifinni „Mikilvæg end- urhæfingar í íslensku samfélagi“ með þátt- töku, meðal annars, heilbrigðisráðherra og landlæknis. „Ráðstefnunni hefur verið aflýst og höldum við bara enn glæsilegri viðburð á 80 ára afmælinu,“ segir Pétur Magnússon forstjóri Reykjalundar. Einungis berklasjúklingar fyrstu árin Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS og hófst starfsemin árið 1945. Fyrstu 15 árin dvöldu aðeins berklasjúklingar á Reykjalundi en um 1960, þegar berklaveikin fór að láta undan síga, varð ljóst að ekki væri lengur þörf á endurhæfingu fyrir þennan sjúklingahóp í sama mæli og áður. Á næstu árum breyttist starfsgrundvöllur Reykjalundar og áhersla í endurhæfingu varð fjölbreyttari. Reykjalundur breyttist í alhliða endurhæfingarmiðstöð. Nýbygg- ingar og stærra viðhald á húsnæði Reykja- lundar er að meginhluta fjármagnað með hagnaði frá Happdrætti SÍBS. Stærsta endurhæfingarstofnun landsins Reykjalundur er stærsta endurhæfingar- stofnun landsins og þjónar öllu landinu. Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að því að bæta lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Endurhæfing Reykjalundar einkenn- ist af samvinnu fagfólks sem mynda átta sérhæfð meðferðarteymi ásamt Miðgarði sem veitir sólahringsþjónustu. Einnig eru fjöldi gistirýma í boði fyrir fólk sem vegna landfræðilegra, eða annarra, ástæðna getur ekki farið heim að lokinni meðferð á dag- inn. Markmið endurhæfingarinnar er að sjúklingar endurheimti fyrri getu sína eða bæti heilsu sína. Um 110-130 sjúklingar sækja þjónustu á degi hverjum. Á hverju ári fara um það bil 1.300 manns í gegnum endurhæfingar- meðferð á Reykjalundi, flestir í 4-6 vikur í senn. Auk þess kemur fjöldi fólks í viðtal á göngudeild á hverju ári. Mannauðurinn gegnir lykilhlutverki Starfsemi Reykjalundar stendur og fellur með því fólki sem hjá Reykjalundi starfar. Reykjalundur hefur notið þeirrar gæfu að hafa haft á að skipa úrvals fólki í gegnum tíðina. Það er því óhætt að segja að mannauður- inn gegni lykilhlutverki í velgengni Reykja- lundar og sé hornsteinn að markvissum og vönduðum vinnubrögðum ásamt því að skapa þægilegt og aðlaðandi andrúmsloft fyrir starfsfólk og sjúklinga. Reykjalundur hefur verið í efstu sætum í starfsánægjukönnunum árum saman. Starfsánægja hefur mælst mikil og starfs- aldur er hár á íslenskan mælikvarða. Á Reykjalundi starfa tæplega 200 starfs- menn í um 170 stöðugildum. Hvað er endurhæfing? Endurhæfing skiptir sköpum þegar kemur að líkamlegri og andlegri heilsu. Eftir alvar- leg veikindi, slys, áföll eða aðgerð þá er mik- ilvægt að fá endurhæfingu til að hjálpa til við að ná aftur fótfestu í hversdagslegu lífi. Læknisfræðileg endurhæfing er sérhæfð meðferð sem byggir á þeirri hugmynda- fræði að taka heildrænt á afleiðingum sjúkdóma og slysa. Endurhæfingin byggir ReykjalunduR 75 áRa - stærsta endurhæfingarstofnun landsins Fyrstu árin dvöldu aðeins berklasjúklingar á Reykjalundi • Þjónar nú mikilvægu hlutverki í COVID-19 faraldrinum Pétur tók við sem forstjóri í sumar Síðasta haust var Reykjalundur mikið í fréttum vegna uppsagna lykilstjórn- enda og samstarfserfiðleika starfs- fólks og stjórnar SÍBS. Í framhaldinu skipaði heilbrigðisráðherra þriggja manna starfsstjórn sem starfaði í sex mánuði. Eitt að lykilverkefnum starfsstjórnarinnar var að kynna nýtt skipurit og ráða nýjan forstjóra, Pétur Magnússon, sem hóf störf í júní s.l. þegar tímabili starfsstjórnar lauk. Ráðning Péturs vakti nokkra athygli en hann hafði áður stýrt Hrafnistuheimilunum í rúm 12 ár, en Hrafnista er ein stærsta heilbrigðisstofnun landsins með töluvert umfangsmeiri starfsemi en Reykjalundur. Pétur segir að sér hafi verið mjög vel tekið af öllum þegar hann kom til starfa á Reykjalundi og að hann finni samhug og metnað í starfsmanna- hópnum að byggja Reykjalund áfram upp sem öflugan, metnaðarfullan og skemmtilegan vinnustað. á reykjalundi eru gerðar ýmsar prófanir á heilsufari fólks þjálfun í sundleikfimi nýtur mikilla vinsælda yfir 100 sjúklingar sækja þjónustu á reykjalundi á degi hverjum

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.