Mosfellingur - 08.10.2020, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 08.10.2020, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna Smit í Helgafellsskóla - allt lokað í viku Síðasliðinn laugardag fengu allir for- eldrar í Helgafellsskóla tölvupóst þess efnis að öllum börnum og starfsfólki skólans væri skylt að sæta sóttkví í sjö daga frá og með 1. október. Segir í póstinum að starfsmaður skólans hafi greinst með Covid-19 veiruna og að krafan um sóttkví fyrir þennan hóp kæmi frá smitrakningarteymi almannavarna og sóttlækni. Skólinn verður lokaður í viku en nemendur og starfsfólk skólans fara í sýnatöku á sjöunda degi sóttkvíar. Þá kom upp nýtt smit meðal starfsmanna í leikskólanum Huldubergi í vikunni. Einungis þurftu þrír starfsmenn þar að fara í sóttkví og sjö börn. - Bæjarblað allra Mosfellinga4 sunnudagur 11. október Guðsþjónusta kl. 11 í Lágafellskirkju. Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson. sunnudagur 18. október Guðsþjónusta kl. 20 í Lágafellskirkju. Sr. Arndís Linn. sunnudagur 25. október Guðsþjónusta kl. 11 í Mosfellskirkju. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. kórskóli lágafellskirkju – æfingar hefjast mánudaginn 12. október: Ungdómskór fyrir 10 – 14 ára, kóræfingar á mánudögum kl. 15 – 16.15. Barnakór fyrir 7 – 9 ára, kóræfingar á mánudögum kl. 16.30 – 17.30. Æfingar verða í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3. Nánari upplýsingar og skráning er inn á lagafellskirkja.is. Kórstjóri er Þórdís Sævars- dóttir, söngkona og tónmenntakennari og Þórður Sigurðsson, organisti sér um undirleik. sunnudagaskóli kl. 13 í lágafellskirkju alla sunnudaga. Söngur, brúðuleikrit, Biblíusaga og krakkar fá fjársjóðskistu og miða með sér heim. *Verð miðað við gengi USD 132, svartur Compass, hvítur Renegade. Jeep heldur áfram að vera tákn frelsis og ævintýra. Nú kynnum við nýja plug-in-hybrid jeppa, sem við bjóðum á frábæru forsöluverði. Hlaðnir búnaði með alvöru fjórhjóladrifi (lágu drifi), bakkmyndavél, rafdrifnum leðursætum (Compass), rafdrifnum afturhlera (Compass), lykillausu aðgengi og ræsingu, hita í stýri og framsætum, 8,4” skjá og leiðsögukerfi, blindhornsvörn og bílastæðaaðstoð. Skoðaðu rekstrarhagkvæma tvinn-jeppa, rafmagns og bensín, á forsöluverði á jeep.is PLUG-IN-HYBRIDJEEP RENEGADE TRAILHAWK �X� 5.499.000* UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • JEEP.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 ALVÖRU JEPPAR ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP COMPASS LIMITED �X� 5.999.000* PLUG-IN-HYBRID Lorem ipsum FORSALA Á NÝJUM PLUG�IN HYBRID JEEP RENEGADE OG COMPASS ÓTRÚLEGT FORSÖLUVERÐ Á BÍLUM HLÖÐNUM LÚXUSBÚNAÐI ÖNNUR SENDING VÆNTANLEG Í NÓVEMBER FYRSTA SENDING UPPSELD! GOÐSÖGN KNÚIN RAFORKU Byggingafélagið Bakki hefur byggt tólf tveggja herbergja íbúðir við Þverholt 21 sem Fasteignasala Mosfellsbæjar auglýsti til sölu í síðstu viku. Til sölu voru 12 fullbúnar 41-45 m2, tveggja herbergja íbúðir. Auglýst söluverð íbúðanna vakti mikla athygli, enda var ásett verð 25,9 – 28,5 milljónir, sem er lang lægsta verð sem sést hefur á nýbyggðum íbúðum í langan tíma. lokað fyrir kauptilboð á degi tvö Svo mikil var eftirspurnin eftir þessum íbúðum að á fyrstu tveimur dögunum komum 80 hópar af áhugasömum aðilum að skoða íbúðirnar og í hádeginu á degi tvö var ákveðið að loka fyrir frekari kauptilboð í eignirnar, en þá voru komin 48 kauptilboð í 12 íbúðir. „Við áttum alveg von á því að þessar íbúðir myndu vekja athygli, sérstaklega þar sem verðið var afskaplega hagstætt,“ segir Einar Páll Kjærnested hjá Byggingafélaginu Bakka og bætir við að þessi mikli áhugi hafi komið þeim í opna skjöldu. „Það sem var sérstaklega ánægjulegt var hversu mörg tilboð komu frá ungu fólki sem vildi kaupa sér sína fyrstu íbúð. Stór hluti var einmitt innfæddir ungir Mosfellingar. Það hefði verið óskandi að fá tækifæri til að selja hinar 12 íbúðirnar í næstu blokk líka en því miður var ekki áhugi fyrir því í bæjarpólitíkinni. Þær íbúðir skulu leigðar út. Það er sorglegt þegar maður sér að pól- itíkin kemur í veg fyrir að góðar hugmyndir verði að veruleika.“ nýr áfangi hafinn í Helgafellshverfi Í byrjun október lýkur Byggingafélagið Bakki byggingaframkvæmdum sínum á miðbæjarsvæðinu við Þverholt 21-31 og nýr kafli er hafinn við uppbyggingu áfanga IV í Helgafellshverfinu. Þar eru nú risin fyrstu tvö fimm íbúða fjölbýlishúsin við Liljugötu 1 og 3, þetta eru sambærileg hús og Byggingafélagið Bakki byggði við Snæfríðargötu 1-9. „Við reiknum með að sala á þessum hús- um hefjist öðru hvoru megin við áramótin og afhending verði á fyrstu íbúðunum í áfanga IV næsta sumar. Í næstu viku hefjum við svo uppbyggingu á tveimur átta íbúða fjölbýlishúsum við Liljugötu 5 og 7, en þar verðum við með 50 m2 tveggja herbergja íbúðir og 70 m2 þriggja herbergja íbúðir. uppbygging næstu 5-7 ár Í áfanga fjögur í Helgafelli er áætlað að byggðar verði 188 íbúðareiningar í litlum fjölbýlishúsum, en einnig munum við byggja þarna raðhús og einbýlishús. Verkefnið í Helgafelli verður 5-7 ár í uppbyggingu, en Byggingafélagið Bakki sér einnig um gatnagerð og allan frágang á opnum svæðum í áfanganum. Einar Páll Kjærnested Litlar og hagstæðar íbúðir Bakka í Þverholti ruku út • 48 kauptilboð á tveimur dögum Áhuginn kom okkur í opna skjöldu fullbúnar íbúðir við þverholt 21 Allt tiltækt lið slökkviliðsins kallað á vettvang • Eldur kviknaði í Matfugli að Völuteigi 2 komu í veg fyrir stórtjón Betur fór en á horfðist í aðalstarfstöð Matfugls að Völuteigi 2 þann 28. september. Eldur kviknaði í stórum ofni þar sem mikil fitusöfn- un er og var því töluverð hætta á ferðum. Allt tiltækt lið slökkvi- liðsins var kallað á vettvang og greiðlega tókst að ráða niðurlögum eldsins. Á annað hundrað manns starfa hjá Matfugli og vel gekk að rýma húsið þegar eldsins varð vart. Mikill viðbúnaður var á staðnum enda vinnustaðurinn fjölmennur og mikill eldsmatur á vettvangi. Matfugl sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á kjúklingaafurðum og hefur starfað í Mosfellsbæ frá árinu 2003. mikill viðbúnaður í völuteig slökkviliðið til taks Starfsemi Mosfellsbæ- jar og órofinn rekstur Áhrif heimsfaraldurs vegna Covid- 19 snertir okkur öll. Hjá Mosfellsbæ starfa um 800 einstaklingar og rúm- lega 12.000 íbúar njóta nærþjónustu skóla, íþróttamiðstöðva, leikskóla, búsetukjarna og bæjarskrifstofa. Neyðarstjórn Mosfellsbæjar hefur fundað vikulega frá því að seinni bylgjan hófst í ágúst en mestu skiptir að starfsemi sem tengist viðkvæm- um hópum haldist órofin. „Viðbúnaðarstig almannavarna hefur að nýju verið sett á neyðarstig og við tekið verkefni hjá Mosfellsbæ sem miða að því að tryggja órofinn rekstur bæjarins. Leiðbeiningar almannavarna um daglega starfsemi sveitarfélaga eru ólíkar eftir starfssviðum sveitarfélaga en beinast fyrst og fremst að því að tryggja farsæla framkvæmd verkefna á grunni tilmæla sóttvarnaryfirvalda. Allar miða leiðbeiningarnar að því að tryggja órofna starfsemi og til staðar er heimild í lögum til að fela starfsmönnum að gegna störfum á öðrum starfsstöðvum en þeirra eigin ef nauðsyn krefur í því skyni að halda uppi nauðsynlegri starfsemi. „Við hjá Mosfellsbæ fylgjum þessum tilmælum út í ystu æsar og sem fyrr er mikilvægt að starfsmenn og íbúar vinni sem einn maður að því að láta starfsemina ganga upp, muna að við gegnum öll mikilvægu hlutverki, hlusta á hvert annað og leitast við að skilja þennan breytta veruleika í þeirri vissu að öll él birti upp um síðir“ segir Haraldur að lokum.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.