Mosfellingur - 08.10.2020, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 08.10.2020, Blaðsíða 14
 - Fréttir úr bæjarlífinu14 Fellin eru opin og aðgengileg öllum. Nánari upplýsingar á mos.is/utivist Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða 440-1318 Fellsmúla 440-1322 Réttarhálsi 440-1326 Ægisíðu 440-1320 Langatanga Mosfellsbæ 440-1378 Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 440-1374 Grænásbraut Reykjanesbæ 440-1372 Dalbraut Akranesi 440-1394 Réttarhvammi Akureyri 440-1433 Notaðu N1 kortið Alla leið á öruggari dekkjum ALLA LEIÐ Michelin X-ICE North 4 Besta hemlun í hálku, hvort sem dekkin eru ný eða ekin 10.000 km Betri aksturseiginleikar m.v. helstu samkeppnisaðila Hámarks grip með sérhönnuðu mynstri fyrir hverja stærð Einstök ending Michelin Alpin 6 Nýr mynsturskurður sem opnast eftir því sem dekkið slitnar Endingargott grip út líftímann Lagskipt gúmmíblanda sem veitir hámarks grip Nýtt Michelin X-ICE Snow Nýjasti meðlimurinn í vetrardekkjalínu Michelin Aukið grip hvort sem í hálku, snjó eða slabbi Endingargott grip út líftímann Einstakir akstureiginleikar og þægindi við erfiðustu aðstæður Allir bestu eiginleikarnir – Michelin Total Performance Pantaðu tíma í dekkjaskipti á n1.is Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafn- arfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa gengið frá stofnun opinbers hlutafélags sem ber heitið Betri samgöngur ohf. um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborg- arsvæðinu. Alþingi samþykkti í sumar lög um sem heimiluðu stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæð- inu. Nýja félagið mun hafa yfirumsjón með framkvæmdum vegna uppbyggingar samgangna og fjármögnun þeirra samkvæmt sam- göngusáttmálanum sem er hluti af samgönguáætlun 2020-2034. Stytta tíma sem fer í ferðaölög innan höfuðborgarsvæðisins „Nú er okkur ekkert að vanbúnaði við að fara á fullt í þá vegferð að umbreyta samgöngum á höfuðborgarsvæðinu okkur öllum til heilla. Verkefnið er vel undirbyggt og við sjáum til lands í fjármögnun þess þrátt fyrir víðsjárverða tíma í opinberum fjármálum. Þessi vegferð er studd af meginþorra bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ og það er mitt mat að verkefnið varði lífsgæði bæjarbúa, sé til þess fallið að stytta þann tíma sem fer í ferðalög innan höfuðborgarsvæðisins auk þess að hafa jákvæð áhrif á markmið stjórnvalda í loftslagsmálum. Allt eru þetta þættir sem falla vel að áherslum í umhverfisstefnu Mosfellsbæjar og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálf- bæra þróun, segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Hlutur sveitarfélaganna skiptist eftir stærð Ríkið mun eiga stærstan hlut í félaginu, eða 75%, en sveitarfélög- in sex ráða yfir 25% hlut sem skiptist eftir stærð þeirra. Félagið mun einnig, með sérstökum samningi, taka við landi ríkisins að Keldum eða öðru sambærilegu landi og þeim réttindum sem því tengjast og sjá um þróun þess í samvinnu við skipulagsyfirvöld með það að markmiði að hámarka virði landsins og uppbyggingu þess. Afkoma af þróun landsins verður nýtt til að fjármagna framkvæmdir og rekstur Betri samgangna ohf. Frekari upplýsingar má finna á mos.is og for.is. Opinbert hlutafélag stofnað um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu Umbreyta samgöngum öllum til heilla 80 í sóttkví á Reykja­ lundi þegar mest lét Fimm manns smituðust af veirunni á Reykjalundi í lok september, sem hafði þær af­leiðingar að hlé var gert á meðferð og fóru 80 manns í sóttkví þegar mest lét. Starfsemin var í lágmarki í lok september en er hins vegar nú komin í gott horf eftir hertar sóttvarnarráðstafanir. Um 100-120 manns heimsækja stofnunina daglega. Reykjalundur þjónustar við- kvæman hóp og því mikilvægt að sýna ítrustu varkárni til að tryggja sem best hag skjólstæðinga og allra annarra sem tengjast Reykjalundi. Stjórn- endur Reykjalundar fylgjast grannt með stöðu mála og bregðast við eftir þörfum. „Það verður að teljast eins- dæmi í 75 ára sögu Reykjalundar að starfsemin sé sett í hlé í langan tíma vegna sýkingar og smita,“ segir Pétur Magnússon forstjóri Reykjalundar. fulltrúar ríkis og sveita

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.