Mosfellingur - 08.10.2020, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 08.10.2020, Blaðsíða 8
Ingólfur Hrólfsson formaður s. 855 2085 ihhj@simnet.is Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður s. 896 5700 bruarholl@simnet.is Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri s. 863 3359 margretjako@gmail.com Snjólaug Sigurðardóttir ritari s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is Kristbjörg Steingrímsdóttir meðstjórnandi s. 898 3947 krist2910@gmail.is Jóhanna B. Magnúsdóttir 1. varamaður s. 899 0378 hanna@smart.is Bragi Bergmann Steingrímsson 2. varamaður bbergman@hive.is StJÓrn FaMoS Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu - Fréttir úr bæjarlífinu8 Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16. FélaG aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is BaSar 2020 Basarinn hjá okkur 2020 verður aðeins öðruvísi eins og allt annað á þessu ári eða rafrænn. Það þýðir að við gerum alls konar falleg myndaalbúm með fallega handverkinu okkar og þú getur haft samband við okkur á Facebook i skila- boðum eða skrifað undir myndina og við tekið vöruna frá og þú sækir hana svo á umsömdum tíma. Við verðum með posa á staðnum og enn sem áður fer allur ágóðinn til þeirra sem þurfa á aðstoð að halda í bænum okkar. Við hvetjum því alla til að deila eins og vindurinn og kaupa sem allra mest fallegt handverk á mjög góðu verði. Munið að við erum svo alltaf að bæta við í albúmin á facebook þannig að þetta er lifandi rafrænn basar. Slóðin okkar á facebook er https://www.facebook.com/profile. php?id=100006193517381 CoVId -19 Félagsmiðstöðvar fyrir fullorðna - félagsstarf aldraðra. NÝJAR REGLUR FRÁ 5. okt. vegna COVID -19 Skipta þarf notendahópnum upp í sótt- varnahópa og miða við að einstaklingar í sama hópi séu saman í starfinu. Mánudaga og miðvikudaga má fólkið úr bænum koma kl. 13-16. MUNA grímuskylda! Þriðjudaga og fimmtudaga má fólkið úr húsinu Eirhömrum koma 13-16. MUNA grímuskylda! Áfram skal gæta að handþvotti og sóttvörnum og virða 1 – 2 metra fjarlægðartakmarkanir svo sem unnt er. Skylda er að allir gestir og starfsmenn noti hlífðargrímur. Athugið að ekki má koma í félagsstarf ef þátttakendur: a) Eru í sóttkví; b) Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku). c) Hafa verið í einangrun vegna COVID- 19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift. d) Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverki, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.). atHUGIð Postulínsnámskeið og listmálunarnám- skeið frestast um óakveðinn tíma vegna COVID-19. Við munum hafa samband við alla þátttakendur þegar við vitum meira. MInnUM Á Gönguhópar eru á fimmtudögum kl. 14 frá íþróttam. að Varmá og fimmtudögum kl. 14 á fellin í nágrenninu, auglýsingar þar um verða á Facebook - Gönguhópur Mos 60+. Verum dugleg að hreyfa okkur þrátt fyrir skrítna tíma. Við erum öll almannavarnir, munum það, og verið dugleg kæru vinir að hreyfa ykkur utandyra næstu vikurnar. Í náttúrunni er nægt pláss fyrir okkur. DOMINOS.IS | DOMINO’S APPPI ZZ A AÐEINS EF ÞÚ PANTAR Á NETINU EÐA MEÐ APPINU, GREIÐIR FYRIRFRAM OG SÆKIR PANTAÐ Á NETINU EÐA MEÐ APPINU OG GREITT FYRIRFRAM 1.790 K . EIN STÓR PIZZA ÞRJÁR PIZZUR AF MATSEÐLI Á SJÓÐ- HEITU TILBOÐSVERÐI Í HVERJUM MÁNUÐI MÁNAÐARINS Æskuvinkonurnar Tanja Rut Rúnarsdóttir og Ísfold Kristjánsdóttir opnuðu í júlí vefverslunina Narníu sem selur hágæða barnaföt og barnavörur. Nafnið Narnía hef- ur yfir sér ævintýrablæ en skírskotar líka til þessa ævintýris þeirra vinkvennanna. „Ég hef allar tíð haft mikinn áhuga á fallegri hönnun og gæða vörum og mig hefur lengi dreymt um að stofna mitt eigið fyrirtæki. Ég nefndi þetta við Foldu sum- arið 2019 og síðan þá höfum við verið að undirbúa þetta. Styrkleikar okkar skarast fullkomlega og verkaskiptingin hjá okkur er skýr,“ segir Tanja en þær stöllur eru í stórum og barn mörgum æskuvinkvennahópi úr Mosó sem heldur hópinn vel. Gæði og þægindi „Það er gaman að segja frá því að við stofnuðum fyrirtækið 22. júní sem er merkisdagur hjá okkur báðum því að við eigum báðar syni sem eiga afmæli þennan dag, en samtals eigum við sjö börn. Vefverslunin opnaði svo formlega þann 25. júlí, viðtökurnar hafa vægast sagt verið frábærar en við ætluðum alltaf að byrja hægt og rólega og bæta svo í vöruúrvalið. Þetta hefur samt gengið mun hraðar en við bjugg- umst við,“ segir Folda en mikil vinna hefur farið í að velja vel þau merki og þær vörur sem þær bjóða uppá og leggja þær mikla áherslu á gæði og tímalausa hönnun. Eru með þrjú vörumerki „Við vorum svo heppnar að komast í sam- starf við lítið fyrirtæki í Póllandi sem er með merkið A baby brand sem er með barnalínu úr hágæða lífrænni bómull. Þá erum við með sílikon smekki, snuddubönd og þroskaleik- föng frá danska merkinu Mushie og leik- fanga- eða skipulagskassa frá Aykasa. Við erum stoltar af vörunum okkar og ótrúlega þakklátar fyrir viðtökurnar en það hvetur okkur bara til að halda áfram og bæta í. Framtíðardraumurinn okkar er svo að opna búð og þá helst í Mosó.“ Vefverslunin Narnía selur hágæða barnavörur • Ísfold og Tanja láta drauminn rætast Æskuvinkonur opna vefverslun - áhersla á gæði og tímalausa hönnun Narnía býður öllum Mosfellingum 15% afslátt dagana 8.-15. október. Þetta er hægt að nýta sér með því að nota kóðann MOSO20 í vefversluninni www.narnia.is AfsláttArvikA moso20 Folda og tanja haFa stoFnað nýtt Fyrirtæki Jafnréttisdagurinn haldinn rafrænt Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur 18. september með rafrænum hætti vegna samkomutakmarkanna. Í ár var viðfangsefnið kynþáttafordómar og kynþáttahatur. Lýðræðis- og mann- réttindanefnd fékk þær Aldísi Amah Hamilton, leikkonu og Sunnu Söshu Larosiliere, stjórnmálafræðing til að segja frá upplifun sinni við að alast upp í minnihlutahópi á Íslandi. Í ár hlaut Jewells Chambers jafn- réttisviðurkenningu Mosfellsbæjar fyrir að vekja athygli á kynþátta- hyggju og fordómum sem byggjast á hörundslit. Með jafnréttisvið- urkenningunni vill lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar þakka Jewells Chambers fyrir sitt framlag og um leið hvetja íbúa Mosfellsbæjar til að fagna fjölbreytileikanum og stuðla að uppbyggilegu og réttlátu samfélagi fyrir alla, óháð uppruna. Lýðræðis- og mannréttindanefnd hvetur Mosfellinga eindregið til að kynna sér viðtölin við Aldísi Amah og Sunnu Söshu sem eru aðgengileg á YouTube rás Mosfellsbæjar. Einnig má fylgja þessum flottu konum á Instagram: @aldisamah, @sunna- sasha og @allthingsiceland.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.