Mosfellingur - 08.10.2020, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 08.10.2020, Blaðsíða 28
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Eyrún María kom í heiminn í Snæfríðargötu þann 7. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar eru þau Páll Theodórsson og Svandís Sif Björnsdóttir. Í eldhúsinu Hin áður fordæma- lausa dæmigerða Cóvídd Við erum komin aftur á núllreit. Allt í frost og Covid að kreista úr okkur kraftinn enn á ný. Andskotans helvítis Cóvíddin komin til að vera. Föst í vídd þar sem allt er takmörkunum háð og v ið erum öll Bill Murray í Groundhog Day . Fordæmalaust ástand, sem nú er orðið dæmigert ástand. Hin áður fordæma- lausa dæmigerða Covídd. En Bill, eða Phil Connors eins og persóna hans heitir, leið ekkert sérsta k- lega vel í Groundhog Day. Það var ekk i fyrr en hann ákvað að breyta nálgun sinni að landið fór að rísa. Þegar hann áttaði sig á því að hamingja er algjörle ga afstætt hugtak. Hugtak sem hann hafð i raunverulega stjórn á með þankagang i sínum og nálgun. Þannig komst Phil ú t úr prísund hins eilífa 2. febrúar og fan n og fangaði loksins ástina með henni R itu sinni. Hverjum hefði dottið það í hug að Groundhog Day ætti eftir að reynast raunverulegur leiðarvísir lífsins, umfr am hin almennu skilboð myndarinnar um að vera ekki fáviti. Því lærdómur Phil/Bi ll er eina leiðin til að þrífast í hinni áður fordæmalausu dæmigerðu Cóvídd. Að átta sig á því að undir engum kringum - stæðum er hamingja okkar og líðan há ð því að gera hitt eða þetta til lengri eða skemmri tíma, ekki frekar en við vilju m. Það er alltaf til leiðir og möguleikar ti l að öðlast innri frið. Auðvitað á og má vera gaman að gera hitt og þetta. En allt getur breyst á örskotsstundu, hvor t sem það er í hinni áður fordæmalausu dæmigerði Cóvídd eða bara í lífinu sjá lf. Þá gæti lærdómur Cóvíddarinnar reyn st ómetanlegt verkfæri til að takast á við þær áskoranir. Svo lengi sem við hjálpumst að og pössum upp á hvert annað verður þett a allt í himnalagi. Jafnvel þó við gleymu m okkur inn á milli og smá pirringur ley sist úr læðingi hér og þar. Svo lengi sem vi ð stöndum saman... og svo lengi sem hin n áður fordæmalausa dæmigerð Cóvídd varir ekki lengur en max fram á mitt næsta ár. Algjört max. Gunnsa og Bibbi skora á Ólöfu Erling og Helga að deila næstu uppskrift í Mosfellingi Hjónin Gunnsa og Bibbi deila með okkur uppskrift að þessu sinni. „Hérna er réttur sem við eldum reglulega og fjölskyldumeðlimum finnst mjög góður. Rétturinn hefur fylgt okkur í mörg ár, alveg frá því að við bjuggum í Danmörku,“ segir Gunnsa. Hráefni • Grillað svínakjöt með pasta • Svínakjöt, ca. 800 gr. Best að vera með lundir. Marinering: • Barbeque sósa • Sojasósa • Ananassafi úr dós • Ólífuolía Aðferð Jafn hlutur af hverju, t.d. einn dl., sett í skál með kjötinu og látið liggja í um átta klukkutíma. Grillarinn tekur með sér einn bjór að grillinu og síðan er kjötið grillað þar til það er tilbúið og bjórinn búinn. Ananasinn úr dósinni er einnig grillaður sem meðlæti. Sósa með pasta • 250 gr. sveppir • 1 stk. laukur • 2 msk. smjör • 2 dl. mjólk • 2 dl. rjómi • Safi úr ½ sítrónu • 100 gr. rifinn ostur • 1 kubbur svínakjötskraftur Sveppir sneiddir og laukur smátt saxaður – steikt í potti á háum hita. Hiti lækkaður og mjólk og rjómi eru sett í pottinn ásamt kjötkraftinum – soðið í ca. tvær mín. Bætið við sítrónusafanum og ostinum og hrærið með sleif (ef þið notið písk festist osturinn í teinunum). Sjóðið í smá stund. Sjóðið einnig ca. 250 gr. ferskt pasta, t.d. tagliatelle. Fylgið leiðbeiningum og þegar pastað er tilbúið er það sett í sósuna. Borið fram með salati að eigin vali og góðum köldum bjór. Ásgeir jónsson Grillað svínakjöt - Heyrst hefur...28 sp. hvernig líður þér? Heyrst Hefur... ...að búið sé að loka pizzastaðnum Blackbox í Háholtinu. ...að á dögunum hafi heppinn þátttakandi í Víkingalottóinu unnið 1,5 milljón á miða sem keyptur var í Mosó Grill. ...að óprúttinn aðili hafi reynt að brjótast inn í hús í Þverholti á dögun- um og meðal annars stolið stóru málverki. ...að Jólabasar eldri borgaranna fari fram rafrænt á Facebook í ár. ...Joost og Hlynur séu hættir á Blik bistro í golfskálanum. ...að hrútasýningin í Kjós falli niður þetta árið vegna gildandi samkomu- takmarkanna. ...að Barion sé komið í samstarf á ný við Aftureldingu með heimkeyrslu á mat meðan ástandið er sem verst. ...að Stefanía Svavars hafi unnið fölskulagakeppni á FM957. ... að Elín Anna hafi verið kosin í stjórn Viðreisnar á landsfundi flokksins sem haldinn var 25. september. ...að þeir Axel Óskar, Bjarki Steinn og Róbert Orri séu allir í hóp U21 sem valinn var á dögunum. ...að kaupandi hafi fengið afslátt af kaupverði risa einbýlishúss í Mosfellsbæ vegna músagangs, en dómur féll í síðustu viku. ...að Egill í Varmadal sé fimmtugur í dag. ...að Leibbi lofi miðasölu á áhorfenda- lausan handboltaleik á mánudaginn fái hann 300 læk á statusinn. ...að Helgafellsskóla sé lokað þessa vikuna vegna kórónaveirusmits. ...að Steinaeyjan ætli að bjóða fram í næstu sveitarstjórnakosningum. ...að Dalbúar berjist nú fyrir ljósleið- ara í dalinn eins og búið er að leggja þéttbýlið. ...að hægt sé að ná sér í birkikassa í Bónus til að taka þátt í landsátaki í söfnun birkifræs. ...að handboltastrákarnir í Aftureld- ingu séu taplausir á toppnum þegar farið í COVID-pásu næstu vikna. ...að 80 manns hafi farið í sóttkví á Reykjalundi þegar mest lét. ...að samkvæmt nýjustu reglum verði sundlaugar bæjarins lokaðar næstu tvær vikur. ...að Helgi Björns sé búinn að breyta Hlégarði í hlöðu og haldi úti vikuleg- um þáttum á laugardagskvöldum. ...að ódýru smáíbúðirnar í Þverholti hafi selst upp á tveimur dögum. ...Greta Salóme verði með annan fótinn á Akureyri í allan vetur. ...Mosfellingarnir á Vista verkfræði- stofu hafi verið að landa erlendum 200 milljóna samningi um hugbúnað. ...að byrjað sé að selja Barion-varning í Nettó, m.a. sósur og hamborgara. mosfellingur@mosfellingur.is Sendið okkur myndir af nýjum Mosfellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Hjá GuNNsu OG bIbbA

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.