Mosfellingur - 08.10.2020, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 08.10.2020, Blaðsíða 12
 - Fréttir úr bæjarlífinu12 Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Þrjár tillögur að deiliskipulagsbreytingum Mosfellsbær auglýsir hér með þrjár tillögur að deiliskipulagsbreytingum, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við samþykktir bæjarstjórnar. Hestaíþróttasvæði á Varmárbökkum Breytingin felur í sér fjölgun hesthúsa suðaustast á núverandi svæði. Þrjú ný hús munu standa við Freyjubakka ásamt því sem tvö hús við Flugubakka stækka. Stækkun nemur aðstöðu fyrir um 145 hesta að norðan færist við Skiphól og stígur austast hliðrast vegna byggingarreita. Breytingar gerðar á byggingarskilmálum fyrir turn- og kvistbyggingar. Óveruleg breyting deiliskipulagsmarka til suðausturs. Fjölgun bílastæða við Varmárveg Breyting deiliskipulags felur í sér að fjölga almennum fyrir neðan gatnamót Uglugötu/Snæfríðargötu og Neðst í götu fjölgar stæðum úr 5 í 10. Fjölgun nemur 25 stæðum. Gangstéttum og stígum er hliðrað auk þess gatnamóta. Aðrir skilmálar eru óbreyttir. Deiliskipulagsbreytingin er sett fram á tveimur uppdráttum. Hringtorg Langatanga og Skeiðholts Breytingin felur í sér að deiliskipulagsmörk gatnamót Langatanga og Skeiðholts. Nýju hringtorgi er komið fyrir á gatnamótunum og gönguþveranir skilgreindar. Aðrir skilmálar eru óbreyttir. mos.is/skipulagsauglysingar þeir aðgengilegir á Upplýsinga- og þjónustutorgi Frestur til að gera athugasemdir er frá 8. október til og með 22. nóvember 2020. skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti á skipulag@mos.is eigi síðar en 22. nóvember 2020. Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Mosfellsbær hefur tekið í gagnið nýjan ráðningarvef. Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á nýjum ráðningarvef: www.mos.is/storf Laus störf í Mosfellsbæ Ágústa Árnadóttir Snyrtifræðimeistari Tímapantanir í s: 5666307 og á likamiogsal.is hefur hafið störf á snyrti- og fótaaðgerðastofunni Líkami og sál. Þriðjudaginn 22. september var haldinn opinn rafrænn íbúafundur um stefnumót- un í málaflokki fatlaðs fólks hjá Mosfellsbæ. Fundurinn var merkilegur fyrir þær sakir að hann var haldinn alfarið rafrænt í gegnum Zoom fundarkerfið. Um 50 einstaklingar tóku þátt í störfum fundarins og var um að ræða notendur þjón- ustu, aðstandendur, starfsmenn í þjónustu við fatlað fólk, nefndarmenn, bæjarfulltrúa og aðra sem láta sig málefnið varða. Vel heppnaður fundur Umræður á fundinum voru miklar og líflegar og fengu fundargestir tækifæri til að koma sínum áherslum og tillögum á framfæri varðandi málaflokkinn. Það efni verður notað sem stofn í frekari vinnu við að móta stefnu bæjarins í málaflokki fatlaðs fólks. Það var samdóma álit þeirra sem rætt var við eftir fundinn að hann hefði heppnast einstaklega vel og er ánægjulegt að Mos- fellsbær sýni framsækni í verki með því að halda rafrænan íbúafund nú á tímum Covid-19. Undirbúningur, fundarstjórn og fyrsta úrvinnsla efnisins var í höndum ráðgjafa frá KPMG undir forystu Sævars Kristins- sonar. Opinn rafrænn íbúafundur haldinn í gegnum Zoom Fundur um stefnumótun í málaflokki fatlaðs fólks

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.