Mosfellingur - 08.10.2020, Blaðsíða 25

Mosfellingur - 08.10.2020, Blaðsíða 25
Íþróttir - 25 Ungmennaráð VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Ungmennaráð Mosfellsbæjar auglýsir eftir ungu fólki á aldrinum 16-25 ára til starfa með þeim í vetur Ungmennaráð er umræðu– og samtarfsvettvangur ungmenna á aldrinum 13-25 ára í sveitarfélaginu og er ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki í umboði bæjarstjórnar. Í ungmennaráð er nú verið að velja ungmenni úr grunnskólum Mosfellsbæjar og úr Framhaldsskóla Mosfellsbæjar. Þar sem að nemendur í FMOS hafa fasta þrjá fulltrúa í ráðinu auglýs- um við núna til viðbótar eftir áhugasömu ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára sem að ekki er í FMOS til starfa með okkur veturinn 2020-2021. Við erum að leita að ungu fólki sem að býr í Mosfellsbæ, er í öðrum framhaldsskóla, á atvinnumarkaðinum eða án atvinnu. Áhugasamir hafið samband við Eddu Davíðsdóttur, tómstundafulltrúa í gegnum netfangið hennar edda@mos.is eða í síma 5256700 fyrir 24. október. Hlökkum til að heyra í ykkur! U n g a f ó l k i ð - f é l a g s m i ð s t ö ð i n B ó l Október dagskrá Bólsins Öflugur stuðningur við íþróttastarf er sér- staklega mikilvægur þetta árið. „Við hvetjum alla heimamenn að verða okkar bakhjarlar,“ segir Guðbjörg Fanndal formaður knattspyrnudeildar Aftureldingar en deildin hefur orðið af stórum viðburðum sem hafa mikið að segja í rekstrinum. „Þessi stóru viðburðir gera okkur kleift að haldi úti stórum hluta af okkar starfi og leitum við því til þín kæri félagsmaður að styrkja okkur með frjálsum fjárframlögum eða skoða möguleika á að auglýsa á Fag- verksvellinum.“ Hægt er að hafa samband okkur í gegn- um knattspyrna.umfa@afturelding.is til að nálgast verð á auglýsingum. Þá er einnig tekið við frjálsum framlögum: 0549-26- 1121 kt. 460974-0119 Síðustu heimaleikirnir um helgina Meistaraflokkar félagsins spila báðir í Lengudeildinni, næst efstu deild og eru miklar fyrirmyndir fyrir iðkendur. Yngri flokkarnir okkar hafa staðið sig gríðalega vel í sumar, 3. og 4. flokkur karla spiluðu í undanúrslitum Íslandsmótsins og tryggði 3. flokkur sér sæti í B-deildinni á næsta tímabili. Kvenna megin er hópurinn að stækka og styrkjast, 5. flokkur er Símamótsmeistari í B-liði. 4. flokkur hefur aldrei verið svona stór svo eitthvað sé nefnt og stefnan tekin á að haldi úti 2. flokki á næsta tímabili. Meistaraflokkarnir leika síðustu heima- leiki tímabilsins um helgina og verða þeir sýndir á Afturelding TV. Stelpurnar spila á föstudaginn 9. október kl. 19:15 og strákarnir okkar spila á laugar- daginn 10. október kl. 14:00. Knattspyrnudeildin hefur orðið af stórum fjáröflunum Treysta á stuðning frá fyrirtækjum í heimbæ

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.