Ægir - 2020, Blaðsíða 6
Mannkynið hefur undanfarna mánuði upplifað ástand um gjörv-
alla heimsbyggðina sem engan óraði fyrir. Engan veginn er
hægt að segja fyrir um hver þróun verður í heimsfaraldri Co-
vid-19 en því má slá föstu að margt mun breytast vegna veiru-
faraldursins. Sumir ganga svo langt að segja að heimurinn verði
ekki samur og þá ber ekki endilega að túlka það í neikvæðri
merkingu. Heimsfaraldurinn og afleiðingar hans eru áminning
um að lífsgæði nútímafólksins geta gjörbreyst á skömmum tíma.
Heimsfaraldrar eru samt ekki eitthvað sem enginn sá fyrir.
Þeir hafa í sögunni gengið yfir nokkuð reglulega og munu gera í
framtíðinni. Möguleikarnir til að takast á við ástand sem þetta
eru þó allt aðrir en hefði verið fyrir örfáum áratugum, þökk sé
framþróun í vísindum, tækni, upplýsingatækni og þannig mætti
áfram telja. Gríðarlegur hraði í útbreiðslu smitsjúkdómsins und-
irstrikar að heimurinn er mun minni en hann áður var og litla
Ísland reyndist ekkert afskekkt eyríki, verndað frá umheiminum
þegar útbreiðslan fór á fulla ferð. Íslendingar eru víða, fara víða
og taka á móti ferðafólk daglega frá flestum heimshornum.
Allir verða varir við áhrif veirufaraldursins, öll heimili, öll
fyrirtæki, allar atvinnugreinar. Íslenskur sjávarútvegur varð
þess var strax þegar byrjað var að loka veitingahúsum í helstu
viðskiptalöndum okkar. Jafnvel þó að einhverju leyti verði aukn-
ing í sölu á fiski í verslunum er samdráttur í afurðasölu óumflýj-
anlegur. Að minnsta kosti á meðan mesti hvirfilbylur veirusýk-
ingarinnar gengur yfir. Horft til stóru myndarinnar í áhrifum
veirusýkingarinnar á sjávarútveginn og fiskvinnsluna sést að
enn og aftur kemur fjölbreytni greinarinnar sér vel. Þó við höf-
um fært framleiðsluna í vaxandi mæli yfir í ferskar afurðir er
frysting ennþá traust undirstaða hennar, sem og söltun. Vissu-
lega mun höggið hins vegar verða mikið fyrir þau fyrirtæki sem
alfarið hafa framleitt fyrir veitingakeðjur sem nú þurfa að loka
sínum matsölum svo vikum skiptir.
Líkt og á vísindasviðinu nýtur sjávarútvegurinn aukinnar
tæknivæðingar í fiskvinnslu sem fjallað um í þessari útgáfu Æg-
is. Það hefur verið mikil áskorun fyrir vinnslurnar og sjávarút-
vegsfyrirtækin að halda sinni starfsemi gangandi en á þessu
sviði atvinnulífsins, sem öðrum í þjóðfélaginu, er starfsfólk í
sjávarútvegi staðráðið í því að standa þetta öldurót af sér.
Vissulega er þessi alda býsna stór miðað við þær sem greinin er
vön að takast á við í sínum sveiflukennda umhverfi en hún mun
enn á ný rísa undir því að vera burðarstoð þjóðfélagsins þegar
mest á reynir.
Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar
Sjávarútegur á tímum Covid-19
Vökvakerfislausnir
Vökvadælur, vökvamótorar
og stjórnbúnaður
Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100
www.danfoss.is
Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður
er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu
skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar
hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum
sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan
og skilvirkan búnað.
Út gef andi:
Ritform ehf. ISSN 0001-9038
Rit stjórn:
Ritform ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri.
Rit stjór i:
Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.)
GSM 899-9865.
Net fang: johann@ritform.is
Aug lýs ing ar:
Inga Ágústsdóttir.
inga@ritform.is
Hönnun & umbrot:
Ritform ehf.
Suðurlandsbraut 30, Reykjavík.
Sími 515-5215.
Á skrift:
Hálfsársáskrift að Ægi kostar 7100 kr.
Áskriftar símar 515-5215 & 515-5205.
Af Ægi koma út 10 tölublöð á ári.
Eft ir prent un og ívitn un er heim il,
sé heim ild ar get ið.
Leiðari
6