Ægir - 2020, Blaðsíða 14
14
Hátt í 12.000 tonn af ferskri lifur falla
til við þorskveiðar hér á landi á ári.
Úr hluta þess magns eru framleiddar
um 45 milljónir lifrardósa á ári. Lang-
leiðina í 13 milljónir þeirra fara í
gegnum niðursuðuverksmiðjuna Ægi
sjávarfang í Grindavík og stefnt á um
20 milljónir á ári til framtíðar. Þegar
litið var í heimsókn þar var vinnsla í
fullum gangi en yfir hávertíðina er
unnið í 10 tíma á dag. Ný pökkunar-
lína hefur verið tekin í notkun og
leysir hún sex manns af hólmi við erf-
ið og lýjandi störf.
Aukinn slagkraftur með Thai Union
í hluthafahópnum
„Við erum hér á fullri ferð í Grindavík og
komnir með öfluga fjárfesta inn í fyrir-
tækið en þar er um að ræða Thai Union
sem byggði upp starfsemi sína á niður-
Lagmetisfyrirtækið Ægir sjávarfang ehf. í Grindavík
Stefnan að fram-
leiða 20 milljónir
dósa á ári
„niðursuðan á bjarta framtíð,“ segir Guðmundur P. Davíðsson,
stjórnarformaður
Thai Union er alþjóðleg risasam-
steypa í niðursuðu, sem keypti
nýlega helmingshlut í Ægi sjávar-
fangi ehf.
Thai Union
Thai Union er eitt af stærstu sjávarafurðafyrirtækjum heims. Meðal fyrirtækja
innan Thai Union fyrirtækjasamstæðunnar eru þekktir framleiðendur eins og
King Oscar, Chicken of the Sea, John West, Petit Navire, Parmentier og Mareblu.
Thai Union er með 47 þúsund starfsmenn víða um heim og er meðal annars
stærsti framleiðandi niðursoðins túnfisks en fimmta hver dós af niðursoðnum
túnfiski sem seld er í heiminum er frá Thai Union. Hagnaður af rekstri Thai
Union á síðasta ári var um 80 milljarðar íslenskra króna.
■ Lifrin kemur ísuð í körum til Grindavíkur og er unnin eins fersk og unnt er.
Hún fer í gegnum tromlu sem hreinsar af henni himnuna og hringorm undir
vökulu gæðaeftirliti fyrir niðursuðu.