Ægir

Árgangur

Ægir - 2020, Blaðsíða 29

Ægir - 2020, Blaðsíða 29
29 Fiskvinnsla „Með þessu samstarfi verður gjör- breyting fyrir okkur hvað sölumálin varðar enda Marel með þétt og öflugt net um 700 sölumanna um allan heim. Nú í fyrsta áfanga samstarfsins virkjum við um 80 þeirra í sölustarfi á Curio vél- búnaði sem augljóslega verður mikil bylting, samanborið við 3-4 starfsmenn sem áður önnuðust sölustarfið hjá okkur. Við hófum um áramótin vinnu við að samhæfa sölustarfið og höfðum náð vel á veg í þeirri vinnu þegar Covid-19 far- aldurinn braust út en reynum eftir því sem hægt er í gegnum fjarsamskipti að halda vinnunni áfram. En í mínum huga er alveg ljóst að á sölusviðinu sem öðr- um erum við að fá aðgang að miklum þekkingarbrunni sem Marel hefur byggt upp á mörgum árum og byggir mikið á enda afar söludrifið fyrirtæki,“ segir El- liði. Margar nýjungar í farvatninu Curio ehf. var stofnað árið 2008 og hefur síðan verið ötult í þróun í fiskvinnslu- vélum líkt og Nýsköpunarverðlaun Ís- lands 2019 eru til vitnis um. Elliði segir að margar nýjungar séu í farvatninu, vöruþróun sem muni halda áfram af full- um krafti næstu vikur og mánuði. „Meðal þessara verkefna eru tvær nýjar flökunarvélar sem bera númerin 3011 og 4011. Þar erum við í báðum til- fellum að framleiða vélar sem eru full- komlega samhæfðar við Innova hugbún- aðarkerfið hjá Marel. Sú fyrrnefnda er mekanísk vél en 4011 verður tölvustýrð vél sem bæði ræður við flökun á bleika fiskinum og hvítfiski. Annað þróunarverkefni hjá okkur er vélbúnaðarlína fyrir vinnsluskip, þ.e. hausari, roðdráttarvél og flökunarvél en hingað til höfum við einbeitt okkur að framleiðslu á vélum fyrir landvinnslurn- ar. Því fylgja talsverðar áskoranir að þróa vélar fyrir sjóvinnsluna, vélarnar eru í krefjandi umhverfi og undir miklu álagi, þær þurfa að taka eins lítið rými og hægt er og þannig má áfram telja. Þessi lína hefur þegar verið prófuð í skipi hjá Royal Greenland og styttist í að hún verði fullhönnuð,“ segir Elliði og bætir við að í þróun hjá Curio séu einnig flökunarvél og hausari fyrir smáan hvít- fisk á borð við lýsu, allt niður í 360 gramma stærð. „Þessar vélar eru fyrst og fremst fyrir erlendan markað þó hjá einstaka viðskiptavinum hér heima kunni þær að nýtast,“ segir hann. Loks er að nefna nýja roðflettivél sem er í þróun og hefur þá sérhæfingu að hreinsa fitulagið af fiskinum jafnframt roðflettingunni. „Þetta er búnaður sem við höfum oft verið spurðir um og hent- ar t.d. þeim sem eru að framleiða fisk fyrir t.d. sushi. Það er því mikið að ger- ast á þróunarsviðinu hjá okkur enda munu hjólin snúast áfram í fiskiðnaðin- um þó ástandið verði með öðrum hætti nú til skamms tíma,“ segir Elliði. ■ Undirritun samninga um kaup Marel á helmingshlut í Curio í október síðastliðnum. Í fremri röð frá vinstri: Sólveig Jó- hannesdóttir, Elliði Hreinsson, framkvæmdastjóri Curio og Árni Sigurðsson. Í aftari röð frá vinstri: Þórarinn V. Þórarins- son, Hulda Snorradóttir, Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, Sigurður Ólason og Linda Jónsdóttir. ■ Curio hefur framleitt hausara, flökunarvélar og roðflettivélar frá stofnun fyrirtækisins árið 2008.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.