Ægir

Árgangur

Ægir - 2020, Blaðsíða 24

Ægir - 2020, Blaðsíða 24
24 Vinnsla á þorskhrognum er nú í hámarki enda vetrarvertíð í fullum gangi og þorskurinn fullur af hrognum. Í einni af starfsstöðvum Vísis hf. í Grindavík eru söltuð hrogn af bátum félagsins eftir því sem þau berast að. Tekið er við afla af tveimur bátum í krókakerfinu og hann slægður, hrogn og lifur skilin að og hrognin söltuð í tunnur. Hrogn af stærri bátunum fara á markað, þar sem fyrir- tækið kaupir þau aftur til vinnslu. Þórarinn Ólafsson er verkstjóri á staðnum. „Við söltum hrognin eftir því hvernig þau berast og gerum ráð fyrir að salta í um 600 tunnur eins og í fyrra. Við tökum líka við lönguhrognum en þau eru fryst. Söltuðu hrogn fara mest til Svíþjóðar en frystu hrognin til Spánar,“ segir Þórarinn. En það er fleira unnið á starfsstöð- inni. Þar eru hausar gellaðir og svokall- að „Migasa“ unnið en það er afskurður og þunnildi af þorski og ýsu sem er salt- aður og fluttur utan til Spánar og Portú- gal. Hrognin söltuð hjá Vísi ■ Þórarinn Ólafsson verkstjóri er ánægður með gang mála og gerir ráð fyrir að salta í um 600 tunnur af hrognum. Myndir: Hjörtur Gíslason ■ Hrognin eru flokkuð og hreinsuð fyrir söltun. ■ Söltuðu hrognin fara mest til Svíþjóðar en fryst til Spánar. Fiskvinnsla

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.