Ægir

Árgangur

Ægir - 2020, Blaðsíða 18

Ægir - 2020, Blaðsíða 18
18 Fiskvinnsla Fisktækniskóli Íslands vinnur nú að undirbúningi námsbrautar í vinnslu- vélatækni þar sem nemendur koma til með að öðlast þekkingu á tæknibúnaði sem hefur verið að ryðja sér rúms í fiskvinnslunni á undanförnum árum. Skólinn hefur um nokkurra ára skeið verið með námsbraut í fisktækni í samstarfi við Marel þar sem áhersla er lögð á kennslu á vélbúnað fyrir- tækisins en með nýju brautinni, sem áformað er að verði hleypt af stokk- unum í haust, gefst nemendum kostur á að sérhæfa sig einnig í þekkingu á vélbúnaði frá öðrum íslenskum tækni- framleiðendum á fiskiðnaðarsviðinu. Tæknin knýr á dyr „Við erum á þröskuldi fjórðu iðnbylting- arinnar og þeirrar sjálvirknivæðingar sem henni fylgir. Í okkar námsframboði þurfum við að horfa til þeirrar þróunar. Við höfum verið í góðu og árangursríku samstarfi við Marel á undanförnum ár- um og erum til að mynda núna að vinna með fyrirtækinu í verkefni í Víetnam. Við höfum líka verið í samstarfi við Brim og annast tvö námskeið fyrir fyrirtækið þar sem fjallað er um vinnu við nýjustu tækin í flökun, roðflettingu og hausun,“ segir Ásdís V. Pálsdóttir, verkefnastjóri Fisktækniskóla Íslands um aðdraganda þess að til er að verða vísir að náms- brautinni í vinnsluvélatækni. Eykur valmöguleikana í framhaldsnáminu „Hugmyndin er sú að í náminu í vinnslu- vélatækni verði fjallað um alla tækni- þætti nútíma fiskvinnslu, t.d. vélbúnað í hausun, roðflettingu, flökun, vatns- skurði, myndgreiningu, róbótatækni og þannig mætti áfram telja. Þessa dagana erum við að vinna námsefnið og annað sem að námsbrautinni snýr og vonumst til að geta farið af stað í haust. Hugsun- in er sú að þetta verði nám ofan á grunnnám okkar í fisktækni en þar er áhersla lögð á hráefnið sjálft. Fisktæknin er tveggja ára nám og við höfum síðan verið með eins árs framhaldsnám þar sem nemendur hafa getað valið um t.d. gæðastjórnun eða Marel fisktæknina en vinnslutækninámið verður þá nýr val- kostur,“ segir Ásdís. Tæknin heillar unga fólkið Ásdís segir að hraðinn í tækniþróun fisk- vinnslunnar hafi verið áberandi mikill síðustu fimm árin og áhugi sé bæði hjá vinnslunum og tæknifyrirtækjunum á því að til verði námsbraut þar sem fisk- vinnslustarfsmenn geti sótt sér aukna þekkingu á daglegri vinnu með tækja- búnaðinn. „Það vilja allir að starfsmenn í vinnsl- unum kunni á tækin og tólin og geti sem best nýtt möguleika þeirra. Tæknin er að skila okkur aukinni nýtingu, auknum gæðum afurða og þannig mætti áfram telja. Meiri þekking starfsmanna á tækninni er því allra hagur. En svo má ekki horfa framhjá því að með aukinni tækni í fiskvinnslunni hefur áhugi ungs fólks á greininni aukist. Fjórða iðnbylt- ingin er tækifæri fyrir ungt og menntað fólk. Við erum á spennandi tímapunkti fyrir fiskvinnsluna,“ segir Ásdís. Fisktækniskólinn undirbýr námsbraut í vinnsluvélatækni ■ Ásdís V. Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Fisktækniskóla Íslands. ■ Nemendur í Marel-fisktækni hjá Fisktækniskólanum fræðast um virkni FleXicut skurðarvélarinnar frá Marel í nýrri fiskvinnslu G.Run ehf. í Grundarfirði. „Tæknin er að skila okkur aukinni nýtingu, auknum gæðum afurða og þannig mætti áfram telja. Meiri þekking starfsmanna á tækninni er því allra hagur,“ segir Ásdís.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.