Ægir

Volume

Ægir - 2020, Page 9

Ægir - 2020, Page 9
9 Bleikjuvinnsla Samherja í Sandgerði er afar tæknivædd en þar eru unnin í kringum 16-18 tonn af bleikju á dag. Samherji fiskeldi er stærsti framleið- andi á bleikju í heiminum með um 3.800 tonn árlega. Það er tæpur helm- ingur allrar eldisbleikju sem framleidd og unnin er í heiminum. Stutt ferli frá slátrun að pökkun „Bleikjan er alin í eldisstöðvum á Stað við Grindavík og Vatnsleysu upp í um 1.400 grömm og þá er hún tilbúin til slátrunar. Við erum að slátra 80-85 tonnum á viku. Bleikjan er flutt lifandi í tankbílum frá eldisstöðvunum og við er- um alltaf með einn farm inni í húsi yfir nótt, svo hægt sé að hefja slátrun klukk- an sex. Bleikjunni er dælt lifandi inn á kerfið hjá okkur. Hún fer í gegnum „stunner“ og í framhaldinu blóðgar ró- bóti hana. Þaðan fer hún í blæðingu og kælingu strax þar á eftir. Kælingin við- helst svo allt vinnsluferlið til að varð- veita gæðin og ferskleikann eins og unnt er. Fiskurinn fer úr kæliskrúfunni í kælitanka og þaðan beint í flökun og slægingu. Þar er ferlið stutt og síðan fara flökin í kæli en þau eru í litlum 25 kílóa bökkum. Við leggjum mikla áherslu á kælinguna allan tímann en fiskurinn er tvo til tvo og hálfan tíma af fara í gegnum kerfið,“ segir Bergþóra Gísla- dóttir vinnslustjóri Samherja fiskeldis í Sandgerði. Ferskt og lausfryst á ýmsa vegu „Við setjum inn í Innova kerfið á morgn- ana hvað við viljum fá í snyrtingu og pökkun samkvæmt fyrirliggjandi pönt- unum og fer fiskurinn þá inn á mismun- andi snyrtilínur eftir því hvað við á. Þetta er stutt ferli því fiskurinn kemur í bökkunum inn á línuna þar sem hann fer í gegnum snyrtingu, beinhreinsun og lokaeftirlit. Þá er honum pakkað í kassa, sem fara merktir inn á millikæli, þar til þeir fara á bíl upp á flugvöll. Fiskvinnsla ■ Séð yfir vinnslulínuna en um 30 manns vinna við vinnsluna. ■ Bleikjan á leið inn á viðkomandi vinnslulínur. ■ Flökin snyrt

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.