Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 2020, Qupperneq 23

Ægir - 2020, Qupperneq 23
23 ingar innan Evrópu séu orðnir erfiðari. Til dæmis sé það þannig að sum héruð á Spáni hleypi ekki neinum flutningabílum inn á svæðið og dregið hafi þannig úr allri umferð. „Frakkland er einnig erfitt með þetta en það eru líka dæmi um að bílstjórarnir hafi ekki vilja taka við akstri á bíl sem annar hefur verið að keyra. Það er al- gengt að hver bílstjóri keyri bara ákveðna leið, og að henni lokinni komi annar og tak við bílnum. Nú vilja menn að bílarnir séu að minnsta kosti sótt- hreinsaðir fyrir hver ökumannsskipti.“ Lítið varir við Norðmenn Á þessum tíma árs eru Norðmenn áber- andi á afurðamörkuðunum með sinn vertíðarfisk sem þeir markaðssetja sem „skrei“, sem er þá hausaður ferskur þorskur. Gunnar segir að ekki hafi mikið orðið vart við þá nú enda séu það tak- mörkuð tímabil sem verslanir bjóði upp á þorskinn með þessum hætti. Því tímabili virðist vera að ljúka. Gunnar segir að verð á fiskmörkuðum hafi að undanförnu verið að hækka eitt- hvað en líklega muni slá í bakseglin hvað það atriði varðar. Menn þori líklega ekki að kaupa fisk á háu verði á mörkuðum meðan þeir geti átt það á hættu að sitja svo uppi með hann. Smit yrði alvarlegt mál Smitist fólk sem vinnur við fiskverkun eða sjómaður um borð í skipi getur það orðið býsna alvarlegt mál. „Við erum bú- in að skipta áhöfnum skipanna og starfsfólki í fiskverkuninni upp í ákveðna hópa, sem eiga engin samskipti sín á milli. Þetta gerum við til þess að mæta því ef upp kæmi smit í einum hópi þá geti annar tekið við. Fiskvinnsla eða skip stöðvist því ekki,“ segir Gunnar. ■ Hefðbundinn flattur fiskur fer aðallega til Portúgal. Okkar umbúðir eru ætlaðar undir matvæli Vinsamlega skilið tómum umbúðum strax á næsta fiskmarkað Umbúðamiðlun ehf s: 555 6677 umb.is

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.