Ægir - 2020, Síða 27
27
getu og betri gagnasöfnun eru eigendur
Búlandstinds betur í stakk búnir að
bregðast hratt við ef óveður eða slys ber
að og geta komið í veg fyrir að laxinn
skemmist og verðmæti tapist.
Búlandstindur ehf. var stofnað árið
2015 í núverandi mynd og er í eigu Ós-
ness ehf. á Djúpavogi, Fiskeldis Aust-
fjarða ehf. og Laxa fiskeldis ehf. Öllum
laxi frá fyrirtækjunum þremur verður
pakkað í nýju vinnslunni hjá Búlands-
tindi. „Til að anna núverandi og væntu
framtíðarmagni er nauðsynlegt að fara í
þessa stækkun og uppfærslu á búnaði,“
segir Elís Grétarsson, framkvæmdastjóri
Búlandstinds.
„Með þessu er Búlandstindur að fjár-
festa í flottustu og bestu tækni sem völ
er á og mun bæta alla meðferð á fiski,
allt utanumhald, pökkun, rekjanleika og
sölu. Þetta er tímamóta fjárfesting í
vinnslubúnaði fyrir laxaiðnað á Íslandi
og í fremstu röð á heimsvísu.“
Tímamótaskref í laxavinnslu á
Íslandi
Marel notar nú í síauknum mæli sýndar-
veruleika í vöruþróunarferli sínu til að
auka hraða og hagkvæmni uppsetningar
og einnig til að kynna lausnir sínar fyrir
viðskiptavinum. Stjórnendur Búlands-
tinds fengu að kynnast því þegar þeim
bauðst að upplifa framtíðar vinnslu sína
í tölvuhermi. Þessi aðferð veitir stjórn-
endum fyrr í ferlinu dýpri skilning á
samspili véla, starfsmanna og rýmis sem
styrkir ákvarðanatöku í fjárfestingum
sem fylgja þurfa vexti fyrirtækja til
næstu ára.
„Við erum mjög ánægð með að taka
þátt í þessu spennandi verkefni og vinna
að þessari uppbyggingu með Búlands-
tindi,“ segir Þórarinn Kristjánsson, sölu-
stjóri Marel Fish.
„Þetta er tímamóta samningur sem
mun þróa og efla vinnslu á laxaafurðum
til framtíðar. Laxaiðnaðurinn er kominn
til að vera á Íslandi. Það skiptir því
miklu máli að byggja upp eins góða inn-
viði og völ er á til að tryggja að sem
mest verðmæti fáist út úr hverjum fiski
og að afkastagetan sé það góð að komi
til válegra veðra sé hægt að taka mikið
magn í gegnum vinnslurnar til að forð-
ast skaða.“
■ Það nýjasta í vinnslulausnum og upplýsingakerfi frá Marel verður í nýja
laxavinnslukerfinu hjá Búlandstindi ehf. Kerfið verður sett upp í haust.
Fiskvinnsla