Ægir - 2020, Síða 34
34
Raymond Bjørkås útgerðarmaður
frá Båtsfjord í Noregi fékk á dögun-
um afhentan nýjan bát frá báta-
smiðjunni Trefjum ehf. í Hafnarfirði
og er hann af gerðinni Cleopatra
36B. Raymond verður sjálfur skip-
stjóri bátnum en þrír verða í áhöfn
en báturinn er þegar kominn til
veiða í Noregi.
Nýi báturinn heitir Frøya. Hann er
11 metrar á lengd og mælist 18 brúttó-
tonn. Aðalvél er af gerðinni Doosan
4V158TIM, 600 hestöfl tengd ZF360IV
gír. Báturinn er útbúinn siglingatækj-
um af gerðinni JRC og Olex. Hann er
einnig útbúinn með vökvadrifnum
hliðarskrúfum að framan og aftan
sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.
Stór borðsalur og fullbúin eldunar-
aðstaða eru í brúnni. Svefnpláss er
fyrir fjóra í lúkar, sem og salerni með
sturtu.
Báturinn er útbúinn til línuveiða
en línubúnaðurinn er frá Mustad í
Noregi. Lífbátur og annar öryggisbún-
aður bátsins kemur frá Viking. Rými
er fyrir 16 660 lítra kör í lest.
Trefjar afhenda bát til Noregs
■ Frøya í Hafnarfjarðarhöfn áður en haldið var til Noregs.
FRÉTTIR
sparnaðurinn er gríðarlegur, fyrir utan
öryggið fyrir allan vinnsluferilinn með
þetta dýrmæta hráefni. Og tíminn sem
ella fer í handsótthreinsun nýtist þá til
veiða,“ segir Ragnar.
Árangurinn spyrst út
D-Tech ehf. er 9 ára gamalt fyrirtæki
með aðstöðu í Sjávarklasanum á Granda-
garði. D-Tech rekur svo dótturfyrirtæki í
Póllandi og þaðan er markaðssetning
fyrirtækisins inn á Austur Evrópu. „Við
höfum þegar sett upp kerfi hjá fjórum af
stærstu kjötvinnslunum í Póllandi og er-
um að fikra okkur til nálægra landa. Síð-
an eigum við góða viðskiptavini í Skot-
landi, Færeyjum, Grænlandi, Lettlandi og
Kanada. Næsta verkefni héðan er upp-
setning á kerfi í rækjufrystitogara á Ný-
fundnalandi.“
Ragnar segir gott að geta boðið
lausnir sem skila góðum árangri. Hann
sjái fram á vöxt í sölu á næstu árum.
„Sem dæmi um aukninguna má nefna
að bæði hér á landi og í Póllandi hefur
sala þessa árs þegar farið 50% fram úr
heildarsölu síðasta árs, sem ætti að gefa
til kynna að við séum að horfa fram á að
minnsta kosti tvöföldun á veltu. Hafa
ber þó í huga að Covid-19 veirufaraldur-
inn gæti eitthvað hægt á þessu, farald-
urinn gæti þó hugsanlega virkað þveröf-
ugt og aukið eftirspurnina verulega.
Hér heima hafa kerfin okkar verið
sett upp eitt af öðru en þau er t.d. að
finna í öllum nýju skipum Samherja og
tengdra félaga en fyrir voru kerfi í upp-
sjávarvinnslu SVN og Fiskeldi Samherja í
Sandgerði. Samtals eru þetta 17 kerfi. Þá
er Brim með kerfi frá okkur í uppsjávar-
vinnslunni á Vopnafirði, hrognavinnslu
á Skaganum og í frystiskipum félagsins.
Fleiri fyrirtæki mætti nefna,“ segir
Ragnar og bendir á að almennt séð er
talið að um 30% af matvælum í heiminum
sé hent vegna skemmda eða mengunar í
framleiðsluferlinu, flutningi eða geymslu.
„Með betri umgengni við hráefni og
markvissari sótthreinsun eykst geymslu-
þol matvælanna til muna. Því er okkar
framlag til aukins matvælaöryggis afar
mikilvægt og við sjáum vel að þar sem
okkar kerfi hafa verið innleidd batna
gæðin og líftími vörunnar eykst. Þar
viljum við vera; að taka þátt í að minnka
matarsóunina og halda helst virðiskeðj-
unni óslitinni.“
■ Sótthreinsiþokan á vinnsluþilfari frystitogara. Á örfáum mínútum er svæðið allt
sótthreinsað.