Morgunblaðið - 02.06.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Börn og fullorðnir streymdu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn um helgina og var röð út úr dyr- um sem var búin að endast meira og minna allan daginn þegar blaðamaður náði tali af Ásdísi Stefánsdóttur, vaktstjóra í miðasölunni, seinni partinn í gær, en 400 manns mega vera í garð- inum samtímis. Ásdís bjóst við því að enn meira yrði að gera í dag, þar sem leiktækin verða opnuð í dag. Loka þurfti garðinum tímabundið vegna samkomubanns en hann var opnaður aftur síðastliðinn fimmtudag. Morgunblaðið/Íris Röð út úr dyrum í Húsdýragarðinum um helgina Forsætisráðherra segir að það sé ekki vilji ríkisstjórnarinnar að fyrir- tæki ráðist í uppsagnir í stað þess að nýta sér hlutabótaleiðina áfram. Það sé þó í sumum tilvikum óhjákvæmi- legt. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að í nýsam- þykktum lögum á Alþingi felist ekki hvati fyrir fyrirtæki til að ráðast í uppsagnir, enda sé forsendan nánast algert tekjufall. Lauslega er gert ráð fyrir að 27 milljarðar fari úr ríkissjóði til fyrir- tækja í formi stuðnings við greiðslu launa á uppsagnarfresti og að sam- tals verði útgjöld vegna hlutabóta- leiðarinnar 34 milljarðar. Þessi tvö úrræði voru lögfest í nýrri mynd á Alþingi á föstudagskvöld, þar sem skilyrði fyrir hlutabótaleiðinni voru hert. Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra segir ný lög ekki munu fela í sér hreina viðbót við ríkisútgjöldin, heldur gerð í von um að forða gjald- þrotum. Ríkið hefði orðið ábyrgt fyr- ir launum hluta þeirra sem hefðu ella ekki fengið laun frá gjaldþrota vinnuveitendum. Til þess að fá aðstoð við greiðslu launa í uppsagnarfresti er gerð krafa um 75% tekjufall vegna kór- ónuveirufaraldursins. Katrín segir að fyrirtæki í slíkri stöðu hafi óhjá- kvæmilega þurft að ráðast í upp- sagnir, eins og hafi sést á mörgum uppsögnum sem hafi þegar verið gripið til óháð úrræðunum sem standa til boða. Við afgreiðslu frumvarpsins var gagnrýnt, meðal annars af stjórnar- liðum, að þrengd skilyrði í hluta- bótaleið, sem voru margboðuð en lögfest á föstudag, myndu ýta fyrir- tækjum sem væru að nýta sér það úrræði yfir í að segja fólki upp og þiggja stuðning við það. Katrín segir að það hafi ekki verið vilji stjórn- arinnar að færa fyrirtæki á milli leiða: „Við erum að vonast til að þetta leiði til þess að fyrirtæki, sem eru ekki beintengd þeim aflabresti í ferðaþjónustu en hafa orðið fyrir öðrum bresti, geti nýtt sér áfram hlutabótaleiðina og komið sér þann- ig út úr ástandinu en að önnur geti nýtt uppsagnarleiðina og fengið þá aðstoð við að fara í fjárhagslega endurskipulagningu. Eðli máls sam- kvæmt vitum við að ekki allir lifa þetta af,“ segir Katrín. Hvetji ekki til uppsagna Spurður hvort þrengd skilyrði í hlutabótaleið muni leiða til þess að fleiri fari í uppsagnir segir Halldór Benjamín Þorbergsson, fram- kvæmdastjóri SA: „Það er útilokað fyrir okkur að fullyrða slíkt á þessari stundu, en það er ljóst að þegar hlutabótaleiðin var kynnt til stöð- unnar gerðu margir ráð fyrir að höggið sem fylgdi veirunni yrði skammvinnt. Nú er ljóst að svo er ekki og að mörgum þeirra sem áður voru á hlutabótaleiðum verður sagt upp. Það endurspeglar það að flestir eru sammála um að efnahagslægðin nú sé dýpri og langvinnari en upp- haflega var gert ráð fyrir. Mér þykir því líklegt að atvinnuleysi muni aukast, en ég tel ekki að það felist hvati til þess í þessari leið.“ Halldór segir lykilatriði að hér sé aðeins um að ræða stuðning við greiðslu á launum á uppsagnarfresti. „Engu að síður þurfa fyrirtækin að greiða út launin og eignast svo kröfu um endurgreiðslu í kjölfarið. Fyrir- tækin sem geta gert þetta geta nýtt þessa leið en fyrirtæki sem standa frammi fyrir algerri sjóðþurrð geta ekki einu sinni nýtt þessa leið,“ segir Halldór. snorrim@mbl.is Uppsagnir óhjákvæmilegar  Forsætisráðherra vonar að þrengd skilyrði í hlutabótaleið verði ekki til þess að fleiri ráðist í upp- sagnir í staðinn  Framkvæmdastjóri SA telur nýsamþykkt frumvörp ekki hvetja til uppsagna Katrín Jakobsdóttir Halldór Benjamín Þorbergsson Töluverð umferð var inn til Reykjavíkur í gær og þyngd- ist eftir því sem leið á daginn. Að sögn lögreglu gekk hún þó smurt fyrir sig og kom ekkert teljandi upp á. Um er að ræða fyrstu ferðahelgi í langan tíma, enda fyrsta langa helgi eftir að helstu takmörkunum vegna kórónu- veirufaraldursins var létt. Landsmenn flykktust að nokkru marki norður í land, þar sem spáð var bestu veðri. Á tjaldstæðinu á Húsavík voru hjólhýsin allsráðandi en minna um tjöld. Þegar um- ferðin fór að þyngjast norður í land á föstudaginn sagði lögregluþjónn á Norðurlandi vestra við mbl.is að merkja mætti mjög aukinn fjölda húsvagna í eftirdragi en síð- ustu helgar. Ferðasumarið væri byrjað. Þó að veðrið færi ekki eins blíðum höndum um fólk í Reykjavík brugðu sumir sér þó í bíltúr, jafnvel um göngugötur í miðbænum. Þar þurfti lögreglan að skerast í leikinn og beina mönnum á aðrar brautir. Hiti átti að fara yfir 20 stig um helgina en það brást. Hann náði mest 19,2 stigum, bæði á Húsavík og á Raufarhöfn. Í dag er spáð vestlægri átt og litlum vindi á landinu. Það verða stöku skúrir víða en þó yfirleitt létt- skýjað austantil. Í vikunni er rigningar von og bætir nokkuð í vonda veðrið með vikunni. Á föstudaginn er spáð hvassri norðanátt og verður hvassast austast, 13-18 m/s. snorrim@mbl.is Engin óhöpp í umferðinni  Fyrsta ferðahelgin  Hiti náði næstum því 20 stigum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Umferð Mikill fjöldi Reykvíkinga brá sér af bæ um helgina, eigi allfáir norður, þar sem spáð var bestu veðri. 73 ára karl- maður lést í Laxá í Aðaldal á sunnudagskvöld og fannst þar laust eftir klukk- an þrjú aðfara- nótt mánudags. Maðurinn hét Árni Björn Jónasson, en hans hafði verið leitað þegar hann skilaði sér ekki til baka úr veiði. Dánarorsök er ókunn en Árni lætur eftir sig eiginkonu sína, Guð- rúnu Ragnarsdóttur framhalds- skólakennara, þrjú börn og sex barnabörn. Karlmaður á áttræð- isaldri lést í Laxá Árni Björn Jónasson Eldri karlmaður lést við sundiðkun í Sundhöllinni á Selfossi skömmu fyrir hádegi í gær, að því er fram kemur í Facebook-færslu lögregl- unnar á Suðurlandi. Sjúkralið og lögregla fóru á vettvang en endur- lífgun bar ekki árangur. Slysið varð á ellefta tímanum í gærmorgun og voru allir sund- laugargestir beðnir um að yfirgefa laugina, sem var lokuð á meðan vettvangsrannsókn stóð yfir. Fyrst var maðurinn sagður hafa slasast alvarlega en síðar greindi lögreglan frá andláti hans. Eldri maður lést í Sundhöll Selfoss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.