Morgunblaðið - 02.06.2020, Side 14
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Tímamótaskref verður stigiðí aðgerðum gegn kenni-töluflakki og misnotkun áhlutafélagaforminu verði
frumvarp Áslaugar Örnu Sigur-
björnsdóttur dómsmálaráðherra um
breytingar á lögum um gjald-
þrotaskipti samþykkt fyrir sumar-
leyfi þingmanna. Góðar líkur eru
taldar á að svo verði, en verkalýðs-
hreyfingin hefur um árabil barist
fyrir því að komið verði böndum á
kennitöluflakkið. ASÍ og Samtök at-
vinnulífsins náðu samstöðu um þetta
mál árið 2017 og hafa staðið saman
að tillögum um aðgerðir til að stöðva
kennitöluflakk í atvinnurekstri. Þau
skila nú sameiginlegri umsögn til
allsherjar- og menntamálanefndar
um frumvarpið.
Róttækasta breytingin sem
stendur til að lögfesta felst í því að
heimilt verði að úrskurða þann sem
ekki telst hæfur til að stýra hluta-
félagi vegna skaðlegra eða óverjandi
viðskiptahátta við stjórnun félags í
atvinnurekstrarbann sem að megin-
reglu vari í þrjú ár. Þetta mun hafa í
för með sér að mati ASÍ og SA að
„unnt verður að stöðva kennitölu-
flakkara og aðra vanhæfa ein-
staklinga frá því að halda áfram að
valda samfélaginu tjóni með skjót-
virkum hætti.“
Skuggastjórnendur í bann
„Við höfum lagt áherslu á að
þetta frumvarp verði afgreitt með
þriðja aðgerðapakka ríkisstjórnar-
innar og höfum
bent á að það
skipti mjög miklu
máli núna þegar
við sjáum fram á
endurskipulagn-
ingu og mikið rót
í atvinnulífinu að
við verðum komin
með einhver vopn
í hendurnar til
þess að takast á
við kennitöluflakkið. Það er einmitt
við svona aðstæður sem hættan á
kennitöluflakki verður hvað mest,“
segir Halldór Grönvold, aðstoðar-
framkvæmdastjóri og deildarstjóri
félagsmáladeildar ASÍ.
Að hans sögn er þetta fyrsta
alvarlega tilraunin sem ráðist er í til
að takast á við kennitöluflakk frá
árinu 1984. ASÍ hefur verið með
málið á dagskrá samfleytt frá 2011
og lét árið 2013 gera mikla úttekt á
samfélagslegu tjóni af kennitölu-
flakki hér á landi. Þar kom m.a. fram
að ætla mætti að árlega töpuðu sam-
félagslegir sjóðir fjárhæðum sem
svara til reksturs Landspítalans á
heilu ári. Í ljós kom að sá aðili sem
hafði flakkað mest með kennitölur í
rekstri hafði á sjö ára tímabili komið
að gjaldþroti 29 fyrirtækja.
Þeim sem sæta munu atvinnu-
rekstrarbanni verður óheimilt að
stjórna félagi sem rekið er með tak-
markaðri ábyrgð og á bannið líka að
ná til svonefndra skuggastjórnenda,
þ.e.a.s. þeirra sem starfa í raun sem
stjórnarmenn eða framkvæmda-
stjórar félags án þess að vera form-
lega skráðir sem slíkir.
Halldór segir að ASÍ og SA hafi
verið með aðrar hugmyndir um að-
gerðir, en niðurstaðan liggi nú fyrir í
frumvarpi sem ágæt sátt sé um.
Fyrst og fremst sé byggt á marg-
reyndri löggjöf Dana, Svía og Norð-
manna.
Athygli vekur að Ríkisskatt-
stjóri leggur til í umsögn til
þingnefndarinnar að skilyrði banns-
ins vegna skaðlegra og óverjandi
viðskiptahátta verði einnig látið ná
til viðvarandi vanskila á vörslu-
sköttum, þ.e. á virðisaukaskatti og
staðgreiðslu opinbera gjalda. Hall-
dór segir þetta vera mjög góða
ábendingu.
Fá vopn í hendurnar
gegn kennitöluflakki
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Undanfarnaviku hafafjölmenn
og hávær mót-
mæli verið vítt og
breitt um Banda-
ríkin. Rót þeirra má rekja til
þess að lögreglumaður í
Minneapolis drap blökku-
manninn George Floyd. Fjór-
ir lögreglumenn höfðu stöðv-
að Floyd vegna gruns um að
hann hefði borgað með föls-
uðum 20 dollara peningaseðli,
og enduðu samskipti þeirra
með því að einn lögreglu-
mannanna setti hné sitt á háls
Floyd í níu mínútur og sinnti í
engu þegar hann kvartaði
undan andnauð.
Upptaka af atvikinu fór
þegar af stað í almenna dreif-
ingu og olli mikilli ólgu, enda
er vart hægt að lýsa því sem
upptakan sýnir sem öðru en
aftöku án dóms og laga. Málið
hefur vakið brýnar og alvar-
legar spurningar eina ferðina
enn um kynþáttahyggju með-
al lögreglumanna í Banda-
ríkjunum, en allt of oft berast
fregnir af því að fólk sem til-
heyri minnihlutahópum þar í
landi týni lífi í samskiptum
sínum við lögregluna. Og þó
að stundum eigi það sér skýr-
ingar, til að mynda að lög-
reglumenn telji lífi sínu ógn-
að, er ekkert slíkt sem
réttlætir það sem gerðist í
Minneapolis.
Upp úr sauð um helgina,
þar sem mótmælin leystust
upp í óeirðir í flestum stór-
borgum landsins. Þó að auð-
velt sé að hafa samúð með
málstað mótmælenda er einn-
ig ljóst að óeirðaseggirnir
sem brutu rúður, kveiktu elda
og réðust að lögreglumönnum
í nafni reiði sinnar gengu allt
of langt.
Það er þekkt þegar mót-
mæli blossa upp að misindis-
menn úr ýmsum áttum sjá sér
þá leik á borði og notfæra sér
ólguna til þess að ýta undir
enn frekara ofbeldi. Ríkis-
stjóri Minnesota-ríkis, sem
einna verst hefur orðið úti í
óeirðunum, vildi kenna hvít-
um þjóðernissinnum sem ekki
væru búsettir í ríkinu um að
hafa ýtt undir ofbeldið, og
bandaríska dómsmálaráðu-
neytið hefur beint sjónum
sínum að Antifa, hópi vinstri-
sinnaðra „svartstakka“ sem
mætt hefur reglulega á mót-
mæli undanfarinn áratug með
það að markmiði að leysa þau
upp í ofbeldi, allt í nafni bar-
áttu gegn „fasisma“.
Hafa ber í huga að það er
minnihluti mótmælenda sem
skipar sér í lið
með öfgaöflum.
Langflestir þeirra
vilja einungis
bæta líf sitt og
annarra, og
tryggja að saklaust fólk þurfi
ekki að óttast um líf sitt á
hverjum einasta degi, ekki
vegna ofbeldis af hálfu glæpa-
manna, heldur lögreglumann-
anna sem eiga að verja al-
menning fyrir ofbeldi. Og það
gera þeir vitaskuld langoft-
ast, en það breytir því ekki að
undantekningarnar eru óá-
sættanlegar og á þeim ber að
taka af fullri alvöru.
Þá telja mótmælendur að
það gerist allt of oft að fólk
sem tilheyri minnihlutahóp-
um verði fyrir aðkasti af hálfu
lögreglumanna fyrir minnstu
sakir, eins og að keyra of fín-
an bíl í röngu hverfi eða vera
klæddur „á rangan hátt“.
Slíkar sögur eru ekki til þess
fallnar að auka traust al-
mennings á störfum löggæsl-
unnar í Bandaríkjunum og
skiljanlegt er að reiði kraumi
undir.
Það sem ýtir ekki síst undir
reiðina er að oftar en ekki
hafa bandarískir lögreglu-
menn komist upp með það að
beita minnihlutahópa óþörfu
ofbeldi, hafa losnað við ákæru
eða verið sýknaðir af því.
Ekki er um það að ræða í
þessu tilfelli því að umræddur
lögreglumaður hefur verið
leystur frá störfum, handtek-
inn og ákærður vegna máls-
ins. Talið er sennilegt að fé-
lagar hans verði einnig
ákærðir. Ekki er þó hægt að
fullyrða um hvaða lyktir mál-
ið fær í dómssölum, en það
hefur farið lengra en mörg
önnur áþekk mál.
Skiljanleg og jafnvel réttlát
reiði getur ekki réttlætt of-
beldisverk framin í hennar
nafni. Þeir sem kveikja í og
stunda gripdeildir vegna
drápsins á George Floyd
draga úr líkunum á að þessi
harmleikur geti leitt af sér
breytingu til betri vegar.
Hvað lögregluyfirvöld í
Bandaríkjunum snertir, er
sömuleiðis ljóst að þau þurfa
að fara vandlega yfir vinnulag
sitt og auka ábyrgð lögreglu-
manna, til dæmis með því að
sækja þá sem misbeita valdi
sínu til saka, líka vegna
smærri atvika, til að koma í
veg fyrir að slík hegðun fái að
viðgangast. Að öðrum kosti er
hætt við því að það mikla van-
traust sem ríkir milli lögregl-
unnar og minnihlutahópa
verði áfram til staðar.
Réttlát reiði rétt-
lætir ekki ofbeldi
og skemmdarverk}
Brýnar og alvarlegar
spurningar
L
iðin vika í þinginu var stór-
merkileg. Þar voru samþykkt lög
um uppsagnir þar sem ríkið
hjálpar fyrirtækjum að segja
upp fólki og halda því í vinnu á
launum frá ríkinu í uppsagnarfresti. Stefnan
er sem sagt ekki að viðhalda ráðningar-
sambandi, eins og markmiðið var áður, heldur
slíta því.
Annað sem gerðist sem var líka stór-
merkilegt var frumvarp um opinber fjármál,
nánar tiltekið er ríkisstjórnin að leggja það til
að fresta framlagningu fjármálastefnu og
fjármálaáætlunar þangað til í haust. Kannski
finnst fullt af fólki það ekki eins merkilegt og
mér. Að það sé nú skiljanlegt að í svona
óvissuástandi geti stjórnvöld ekki lagt fram
áætlun og stefnu um fjármál ríkisins. Eða
með orðum fjármálaráðherra: „menn treystu sér ekki að
koma með áætlun um næsta ár og árin þar á eftir fyrr en
í haust.“
Ég skil alveg hvernig fólk getur dottið í einhverja
meðvirkni með þessari skoðun. Þetta er svo erfitt. Það er
svo mikil óvissa. Þau bara treysta sér ekki til þess að
gera þetta í öllu þessu ástandi. Miðað við aðstæður er nú
bara skiljanlegt að stjórnvöld sleppi því að leggja fram
áætlun og stefnu. En nei. Nei, nei og aftur nei.
Það er einmitt í svona óvissuástandi sem stjórnvöld
eiga að sýna frumkvæði og leggja fram áætlun út úr því.
Áætlunin þarf ekki að vera hárnákvæm og það eru ekki
gerðar kröfur til þess að hún standist 100%. Það eru ein-
ungis gerðar kröfur um að hún sé lögð fram.
Þegar stjórnvöld leggja fram stefnu gerist
tvennt. Annars vegar sýna stjórnvöld öllum
hvert ástandið er og a.m.k. hvernig tryggt
verður að komið verði í veg fyrir það versta.
Hins vegar leggja stjórnvöld grundvöll fyrir
aðra til þess að byggja á.
Stjórnvöld eiga að leggja flugbraut sem
leyfir okkur að komast saman á flug. Ríkis-
stjórnin treystir sér hins vegar ekki í þetta
verkefni heldur vill frekar hjálpa fyrir-
tækjum að segja upp fólki. Stefna okkar út úr
Kófinu er engin. Stjórnvöld ætla bara að bíða
og sjá hvernig hlutirnir þróast og gera svo
áætlun þegar óvissan hefur vonandi horfið af
sjálfu sér. Ríkisstjórnin er eins og aparnir
þrír sem vilja ekki sjá, heyra eða segja neitt
illt. Bíður bara þangað til allt er orðið betra.
Í þeim síbreytilega heimi sem við búum í verður það
augljósara í svona ástandi hversu dauð hugmyndafræði
íhaldsins er orðin. Íhaldið kann ekki og getur ekki leitt
okkur inn í framtíðina. Fjármálaráðherra hefur talað um
að gera Ísland 2.0, sem er mjög upplýsandi því það eru
20 ár síðan 2.0 byltingin gekk yfir. Í dag er verið að vinna
í uppfærslu 5.0.
Í fúlustu alvöru, við erum að láta fólk ráða landinu sem
treystir sér ekki í stefnumörkun úr óvissu og heldur að
heimurinn sé eins og hann var fyrir 20 árum. Við getum
gert betur.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Nei, nei og aftur nei
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Alvarlegustu tilvik kennitölu-
flakksins eru ekki síst þau þegar
stjórnandi fyrirtækis ætlar sér frá
upphafi að fara á svig við laga-
reglur og misnota hlutafélaga-
formið þar sem litlar eða engar
eignir eru í félaginu frá upphafi.
Einnig eru dæmi um að fyrirtæki
sem er í greiðsluerfiðleikum ,,sé
rekið í þrot og eignir færðar að
hluta eða öllu leyti í nýtt félag á
undirverði eða án endurgjalds
[...],“ eins og segir í greinargerð
frumvarps dómsmálaráðherra.
Rekstrinum er svo haldið áfram í
nýju félagi með sama eða svipuðu
nafni en skuldir eldra fyrirtækisins
eru skildar þar eftir og það sett í
gjaldþrotaskipti. Kröfuhafar sitja
síðan uppi með tjónið.
Skuldirnar skildar eftir
KENNITÖLUFLAKK
Morgunblaðið/Hari
Störf Vinnustaðaeftirlit vinnumarkaðar, lögreglu, Vinnueftirlitsins, Ríkis-
skattstjóra og VMST lá niðri í veirufaraldrinum en er komið í gang á ný.
Halldór
Grönvold