Morgunblaðið - 02.06.2020, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 2020
Kjarvalsstaðir Margir lögðu leið sína á sýningu verka eftir börn um náttúruna á barnamenningarhátíð.
Íris Jóhannsdóttir
Borgarstjóri og
meirihlutinn í Reykja-
vík eru í stríði við
rekstraraðila og stór-
an hluta Reykvíkinga
samkvæmt síðustu
skoðanakönnun sem
birt var. Í viðtali við
formann skipulags- og
samgönguráðs, Sigur-
borgu Ósk Haralds-
dóttur, sem birtist í
Morgunblaðinu 28. maí sl., sagði
hún að könnunin væri ákall um að
kynna betur kosti göngugatna! Nei
hættið þið nú – hún hefði alveg eins
getað sagt að Reykvíkingar væru
illa upplýstir og jafnvel illa gefnir. Í
það minnsta „þyrftu þeir meiri
fræðslu“ til að átta sig á hvernig
göngugötur virka og hvaða áhrif
þær hafa í heiminum og þetta væri
ekkert öðruvísi hér á Íslandi eins
og hún orðar það í viðtalinu. Þau
viti það sko. Hrokinn ríður ekki við
einteyming hjá þessu fólki sem tel-
ur sig vera að stjórna borginni. Enn
á ný flyt ég tillögu sem varðar lok-
un Laugavegarins fyrir fjölskyldu-
bílum á fundi borgarstjórnar í dag,
nú með áherslu á öryggismál þessa
svæðis. Hún hljóðar svo:
Borgarstjórn samþykkir að fallið
verði frá ákvörðunum um götu-
lokanir: Sumargötur 2020 í mið-
bænum, sem samþykktar voru á
fundi skipulags- og samgönguráðs
þann 26. maí sl. Einnig er lagt til að
fá álit/umsögn frá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu, almanna-
vörnum höfuðborgarsvæðisins og
Neyðarlínunni um
götulokanirnar og að-
gengi neyðarbíla að
svæðinu hvað varðar
þá ákvörðun að loka
Laugaveginum frá
Frakkastíg að
Lækjargötu. Með til-
lögunni fylgir greinar-
gerð sem er svohljóð-
andi: Hið lokaða svæði
er 100% stærra en árið
2019 og er því um
mjög víðtækar og
íþyngjandi aðgerðir að ræða. Gangi
þessar áætlanir eftir er ljóst að að-
gengi sjúkrabíla, slökkviliðsbíla og
lögreglu verður mjög skert, því
meirihlutinn boðar að fjölga eigi
mjög útisvæðum fyrir utan veit-
ingastaði á þann hátt að hægt verði
að koma fyrir stólum, borðum,
blómakerjum og bekkjum á göngu-
götunni sem til verður. Þessi tillaga
snýst um að hægt verði að bjarga
mannslífum þegar vá steðjar að, s.s.
bruni, heilsufall, vopnuð rán á af-
greiðslutíma verslana og veitinga-
húsa og líkamsárásir.
Eftir Vigdísi
Hauksdóttur
»Hún hefði alveg
eins getað sagt
að Reykvíkingar
væru illa upplýstir
og jafnvel illa gefnir.
Í það minnsta „þyrftu
þeir meiri fræðslu“
Vigdís Hauksdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Miðflokksins.
Laugavegurinn
og lokunaráráttan
Ég hef lengi verið
þeirrar skoðunar að nú-
verandi borgar-
stjórnarmeirihluti hafi
aldrei séð ástæðu til að
taka minnsta tillit til
borgarbúa í ákvörð-
unum sínum. Þeir lof-
uðu því að vísu fyrir síð-
ustu kosningar og
kölluðu þá slíka tillits-
semi „íbúalýðræði“. En
það var auðvitað allt í plati. Til þess
er meirihlutinn of merkilegur og
borgarbúar of ómerkilegir. Hingað
til hef ég þó veigrað mér við að viðra
þessa skoðun opinberlega þó hún sé
byggð á reynslu af mörg hundruð
fundum með þessu góða fólki. Svo
ótrúleg er þessi reynsla.
Margar ákvarðanir þeirra sem
mynda þennan meirihluta eru því
miður byggðar á fáránlegum for-
dómum um starfsstéttir viðkomandi
borgarbúa, hagsmuni þeirra, skoð-
anir og lífsvenjur. Þessir borgar-
fulltrúar eru því miður mun þröng-
sýnni og fordómafyllri en gengur og
gerist meðal almennings í íslensku
samfélagi og fyrirlíta allt og alla sem
ekki passa inn í þrönga kaffihúsa-
heimsmynd þeirra.
Gott dæmi um þessa afstöðu er
álitamálið um það hvort og hvernig
skuli takmarka bifreiðaumferð um
Laugaveginn og nærgötur hans.
Þetta álitamál hefur verið á döfinni
undanfarin misseri í nefndum og ráð-
um borgarinnar. Þar hefur aldrei,
hvergi né á neinn hátt verið tekið
minnsta tillit til hagsmunasamtaka
þeirra kaupmanna sem mynda þessa
gömlu og góðu verslunargötu.
Hagsmunasamtök kaupmanna við
Laugaveginn hafa
ítrekað fært fram sann-
færandi rök fyrir því
hvernig best yrði staðið
að slíkum lokunum en á
þau rök hefur aldrei
verið hlustað af borgar-
yfirvöldum.
Hugsað í lausnum
Í öðrum sveitar-
félögum hér á landi
hafa ákvarðanir af
þessum toga verið tekn-
ar í góðri samvinnu við
hagsmuna- og rekstraraðila og með
góðum árangri. Gott dæmi um slíka
samvinnu er svokallað Akur-
eyrarmódel sem miðar að því að
tryggja sátt íbúa og rekstraraðila.
Það hefur almennt mælst mjög vel
fyrir. Í samþykkt Akureyrarkaup-
staðar um verklagsreglur vegna lok-
unar miðbæjargatna er gert ráð fyrir
sumarlokun fjóra daga vikunnar í
júní og ágústmánuði en alla daga í
júlí. Þó er gert ráð fyrir að lokun sé
háð veðri og fari hitastig undir fimm
gráður er sviðsstjóra skipulagssviðs
heimilt að opna fyrir bílaumferð. Þá
gerir samþykktin einnig ráð fyrir
undanþáguakstri fyrir hreyfihaml-
aða. Þetta er dæmi um fyrirmyndar-
vinnubrögð þar sem hugsað er í
lausnum í stað þess að standa í stöð-
ugu stríði við rekstraraðila og
íbúana.
Skoðanakönnun staðfestir
ábendingar kaupmanna
Nú standa fyrir dyrum umfangs-
miklar lokarnir gatna í miðbæ
Reykjavíkur, og eins og endranær án
nokkurs samráðs við rekstraraðila á
svæðinu eða íbúa þess. Nýleg könnun
Maskínu sem birtist í Morgunblaðinu
miðvikudaginn 27. maí sl. greinir hins
vegar frá þeirri niðurstöðu að meiri-
hluti borgarbúa sé mótfallinn þessum
lokunum og muni ekki gera sér ferð í
miðbæinn ef þessar lokanir ná fram
að ganga. Þessi niðurstaða könn-
unarinnar er í fullu samræmi við þær
ábendingar sem rekstraraðilar við
Laugaveginn hafa margítrekað fyrir
daufum eyrum borgaryfirvalda.
Minnisvarði um
skipulagsmistök
Rekstur verslana í miðborginni
hefur verið þungur undanfarin miss-
eri. Tugir rekstraraðila hafa hætt þar
rekstri og nú aukast enn rekstrar-
erfiðleikar þessara verslana vegna
kórónuveirunnar. Það blasir því við
að ólýðræðisleg afstaða borgar-
stjórnarmeirihlutans komi fjölda fjöl-
skyldufyrirtækja við Laugaveginn í
þrot og að Laugavegurinn glati á
endanum því merka hlutverki sínu í
borgarmyndinni að vera ein elsta
verslunargata landsins. Án fjöl-
breytts framboðs verslana á Lauga-
veginum og götum sem honum tengj-
ast hefur gatan ekkert gildi og mun
innan tíðar verða eyðilegur og hrá-
slagalegur minnisvarði um enn ein
skipulagsmistök þessa meirihluta.
Eftir Mörtu
Guðjónsdóttur » Án fjölbreytts
framboðs verslana
á Laugaveginum mun
gatan verða eyðilegur
og hráslagalegur
minnisvarði um enn
ein skipulagsmistök
þessa meirihluta.
Marta Guðjónsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
Vegið að Laugaveginum
Málefni Sorpu hafa verið
fyrirferðarmikil í um-
ræðunni síðustu mánuðina.
Í ársbyrjun varpaði
skýrsla innri endurskoð-
anda Reykjavíkurborgar
ljósi á alvarlega stöðu
fyrirtækisins, sérstaklega
hvað varðar undirbúning
og ákvarðanatöku í
tengslum við gas- og jarð-
gerðarstöð í Álfsnesi. Þar
var margt sem vakti furðu
og kallaði á svör frá þeim sem ábyrgð
bera. Þá var kallað eftir skýringum í
borgarstjórn en lítið var um svör. Nú
eru málefni Sorpu aftur komin í um-
ræðuna og enn bætast við spurningar.
Gas- og jarðgerðarstöðin átti að taka
til starfa í apríl en framkvæmdum er þó
enn ekki lokið. Kostnaður heldur áfram
að vaxa og ekkert lát er á framúr-
keyrslunni. Heildarkostnaður sem átti
að vera 3,4 milljarðar króna þegar
fyrsta skóflustungan var tekin sumarið
2018, er núna kominn í á sjötta milljarð
króna.
Ekki hlustað á varnaðarorð
Reykjavíkurborg hefur þurft að
ábyrgjast lántökur og viðbótarlán, en
enginn veit hvar þau enda. Á fundum
með stjórn og forsvarsfólki Sorpu hafa
litlar upplýsingar fengist um stöðu mála
og enn færri um framtíð stöðvarinnar.
Nú bætast við varnaðarorð frá sérfræð-
ingum sem draga rekstrarforsendur í
efa, óljóst er hvort hægt verði að koma
afurðum, þ.e. moltu og metangasi, í
verð. Um tæknilausnir sem
endurvinnslustöðin á að byggja á hafa
verið deildar meiningar. Talsverðar lík-
ur eru á að rekstur gas- og jarðgerð-
arstöðvarinnar verði aldrei sjálfbær.
Sambærileg endurvinnslustöð í Noregi
lenti í ógöngum með sína starfsemi og
var lokað. Allt vekur þetta spurningar
um framtíð nýju stöðvarinnar í Álfsnesi.
Það er ekki gott að velta sífellt
auknum kostnaði yfir á útsvarsgreið-
endur, hækkanir á gjald-
skrám gætu haft neikvæð
áhrif á áhuga borgarbúa á
umhverfis- og endur-
vinnslumálum. Slíkt færi
gegn stefnu borgar-
yfirvalda um að auka
ábyrgð og þátttöku al-
mennings í málaflokk-
unum.
Meiri óskhyggja
en fyrirhyggja
Allt þetta mál virðist
hafa meira verið rekið
áfram af óskhyggju og áhuga en af
skynsemi og fyrirhyggju. Skollaeyrum
hefur verið skellt við varnaðarorðum
sérfræðinga, sem hafa bent á ýmsa
annmarka, sem og slæmri reynslu
Norðmanna af sinni gas- og jarðgerðar-
stöð. Það kann ekki góðri lukku að
stýra.
Ég deili áhuga á umhverfis- og
endurvinnslumálum með þeim sem hafa
hingað til þrýst málinu áfram, en veit
þó að kapp er best með forsjá. Líta
verður stöðu Sorpu, með nýrri gas- og
jarðgerðarstöð, alvarlegum augum.
Skýra þarf málið til að unnt sé að taka
skynsamlegar ákvarðanir um framtíð
stöðvarinnar. Málefni Sorpu verða tekin
til umræðu á fundi borgarstjórnar í
dag. Þar verður svara krafist.
Enn af rusli í Sorpu
Eftir Örn Þórðarson
Örn Þórðarson
» Það er ekki gott að
velta sífellt auknum
kostnaði yfir á útsvars-
greiðendur, hækkanir á
gjaldskrám gætu haft
neikvæð áhrif á áhuga
borgarbúa á umhverfis-
og endurvinnslumálum.
Höfundur er borgarfulltrúi
og fyrrverandi stjórnarformaður
Sorpstöðvar Suðurlands bs.
orn.thordarson@reykjavik.is