Morgunblaðið - 02.06.2020, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 2020
Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is
Við búum til
minningar myndó.isljósmyndastofa
NJÓTUMMINNINGANNA
Nýlega var greint
frá því í fjölmiðlum að
hvergi í heiminum
væru réttindi barna
betur tryggð en á Ís-
landi samkvæmt Child-
Rights index, sem er
mælikvarði á hvernig
aðildarríki Sameinuðu
þjóðanna virða réttindi
barna. Alþjóða-
samtökin KidsRights
birta stuðulinn árlega og er þetta
annað árið í röð sem Ísland skipar
fyrsta sæti listans. Óþarft er að fjöl-
yrða um að réttur barna til verndar
er ein aðalgrunnstoð Barnasáttmála
SÞ. Útilokað er að Ísland hefði náð
þessum árangri nema vel hefði tekist
til um framkvæmd barnaverndar-
mála. Þeim árangri var ekki náð á
einni nóttu. Barnaverndarstofa fagn-
ar nú tímamótum en hún hóf starf-
semi 1. júní 1995.
Barnaverndarstofa var afsprengi
vakningar sem varð í kjölfar sam-
þykktar Barnasáttmálans og fullgild-
ingar hans árið 1993. Með stofnun
hennar var í fyrsta sinn komið á fót
sjálfstæðri og miðlægri stjórnsýslu-
stofnun sem hafði það hlutverk að
samræma og efla faglegt barna-
verndarstarf og sjá til þess að sér-
hæfð þjónusta stæði öllum börnum til
boða óháð búsetu. Verkefnið var stórt
enda fjöldi barnaverndarnefnda hátt í
hundrað og flestar þeirra án starfs-
fólks með fagmenntun. Algjör
straumhvörf hafa orðið, nefndum
fækkað í 27 og allar hafa þær nú vel
hæft og menntað starfsfólk í þjónustu
sinni.
Skipta má starfstíma Barna-
verndarstofu í tvö tímabil, það fyrra
uppbyggingartímabil og það síðara
þróunarskeið. Fyrsti áratugurinn í
starfi stofunnar fólst einkum í þrem
meginþáttum: skipulögðu fræðslu- og
ráðgjafarstarfi ásamt faglegu eftirliti
með störfum barnaverndarnefnda;
umbótum á sviði meðferðar fyrir
börn og loks stofnun Barnahúss. Síð-
astliðinn áratug hafa áherslur á þró-
unarstarf, svo sem gerð verkferla til
að bæta réttarstöðu barna, gagna-
öflun og innleiðing gagn-
reyndra aðferða verið
fyrirferðarmeiri svo sem
fjölkerfameðferð,
foreldrafærniþjálfunin
PMT og barnvænleg
íhlutun vegna heimilis-
ofbeldis sem olli þátta-
skilum í samvinnu stofn-
ana í þeim málaflokki.
Barnaverndarstofa
hefur jafnan sótt bestu
þekkingu á hverjum
tíma, miðlað henni og
hagnýtt til bættrar
verndar og velferðar barna. For-
gangsverkefni í upphafi starfsem-
innar voru umbætur í meðferðar-
kerfinu fyrir börn til að bregðast við
aukinni neyslu vímuefna og afbrota
og vegna hækkunar sjálfræðisaldurs
árin 1998 til 2000. Fjórum ríkis-
reknum sólarhringsstofnunum var
lokað en í þeirra stað hafin starfsemi
meðferðarstöðvar ríkisins, Stuðla, og
stofnun meðferðarheimila, sem flest
voru fjölskyldurekin en fjöldi þeirra
varð mestur átta, öll á landsbyggð-
inni. Þegar ný gagnreynd þekking
kom á sjónarsviðið sem gerði kleift að
veita börnunum sérhæfða meðferð á
vettvangi fjölskyldu- og nærsam-
félags án þess að vista börn utan
heimilis, svonefnd MST-fjölkerfa-
meðferð, var hafist handa um innleið-
ingu hennar. Fljótlega kom árangur
hennar berlega í ljós og samhliða því
að fjölkerfameðferðinni óx fiskur um
hrygg fækkaði meðferðarheimilunum
niður í tvö. Ísland er á meðal þeirra
landa þar sem hvað bestur árangur
hefur náðst í að draga úr vímu-
efnaneyslu barna og lækka af-
brotatíðni. Ekki leikur vafi á að með-
ferðarstarf hefur þar vegið þungt
þótt fleiri ástæður liggi að baki.
Íslenskt samfélag var í afneitun á
tilvist kynferðisbrota gegn börnum
þegar Barnverndarstofa hóf starf-
semi en eitt fyrsta verkefni hennar
var að gera úttekt á umfangi og við-
brögðum stofnana. Sú vinna leiddi til
stofnunar Barnahúss, þverfaglegs
samstarfs réttarvörslu-, heilbrigðis-
kerfis og barnaverndar þar sem börn
fá heildstæða þjónustu í barnvæn-
legum aðstæðum, þ.m.t. læknis-
skoðun. Með þessu fyrirkomulagi var
börnum forðað frá ítrekuðum og
íþyngjandi skýrslutökum jafnframt
því sem leitast var við að bæta sönn-
unargildi framburðar með gagn-
reyndum viðtalsaðferðum. Segja má
að með starfsemi Barnahúss hafi ver-
ið leitað jafnvægis á milli tvennra
grundvallarréttinda sem oft hefur
verið stillt upp sem andstæðum, þ.e.
lagreglnanna um réttláta máls-
meðferð annars vegar og hins vegar
að hagsmunir barna skuli ávallt hafa
forgang. Barnahús hóf starfsemi 1998
og vakti strax alþjóðaathygli. Í kjöl-
farið hafa hátt í tuttugu Evrópuríki
komið á fót barnahúsum að þessari
fyrirmynd í rúmlega 60 borgum. Hug-
takið „barnahus“ er orðið alþjóðlegt
heiti sem notað er á vettvangi fagfólks
og talsmanna mannréttinda víða um
veröld.
Oft hafa vindar blásið um Barna-
verndarstofu, þannig var tilkoma
Barnahúss alls ekki fagnaðarefni allra
í fyrstu. Lokun meðferðarstofnana
var oft tilefni þess að spjót stóðu á
stofunni enda eftirsjá að mörgu frá-
bæru fólki sem lagði þar hönd á plóg.
Jafnvel eftirlit stofunnar með barna-
verndarnefndum og leyfisveitingar til
fósturforeldra gátu leitt til snarpra og
tilfinningaríkra viðbragða. Lifandi
umræða stuðlar að framförum en get-
ur skaðað sé hún ekki málefnaleg.
Nú stendur fyrir dyrum tímabær
umsköpun í málefnum barna á Íslandi
undir forystu dugmikils barna-
málaráðherra sem vænta má góðs af.
Sem fyrrverandi forstjóri Barna-
verndarstofu næstum allan starfstíma
stofunnar vil ég árna fjölmörgu sam-
starfsfólki í barnavernd fyrr og síðar
allra heilla á þessum tímamótum.
Eftir Braga
Guðbrandsson » Barnaverndarstofa
var afsprengi vakn-
ingar um réttindi barna
sem varð í kjölfar sam-
þykktar Barnasáttmál-
ans og fullgildingar
hans hérlendis.
Bragi Guðbrandsson
Höfundur er fv. forstjóri Barna-
verndarstofu og er fulltrúi í Barna-
réttarnefnd Sameinuðu þjóðanna.
bragi@uncrc.is
Barnaverndarstofa
í aldarfjórðung
Athafnamaðurinn
Bolli Kristinsson og
Gunnar Gunnarsson,
talsmaður Miðbæjar-
félagsins, hafa haft sig
nokkuð í frammi í fjöl-
miðlum síðustu vikur
og ítrekað andstöðu
sína við breytingu
Laugavegar, Banka-
strætis og hluta Skóla-
vörðustígs í göngu-
götur allt árið.
Nú kynna þeir til sögunnar við-
horfskönnun sem Maskína fram-
kvæmdi að ósk Miðbæjarfélagsins,
en eins og búast mátti við fara þeir
ekki rétt með niðurstöður hennar.
Rangar tölur sem fram komu í fjöl-
miðlum urðu í raun til þess að Mask-
ína sá ástæðu til þess að bregðast við
með frétt á heimasíðu sinni þar sem
leiðréttum niðurstöðum er komið á
framfæri.
Í grein Kristjáns H. Johannessen
blaðamanns í Morgunblaðinu 28.
maí eru settar fram fullyrðingar um
niðurstöðurnar sem endurspegla
málflutning Bolla og Miðbæjar-
félagsins sem standast ekki skoðun.
Í fyrsta lagi er því haldið fram að
meirihluti íbúa á höfuðborgarsvæð-
inu segist vera ólíklegri til að heim-
sækja miðbæ Reykjavíkur vegna
götulokana. Gögnin sem birt eru í
greininni sýna hins vegar augljós-
lega að þetta er ekki rétt – aðeins er
um að ræða 36%. Hið rétta er að
64% íbúa höfuðborgarsvæðisins
telja jafnlíklegt eða líklegra að þeir
heimsæki miðborgina verði áður-
nefndar götur gerðar að göngugöt-
um allt árið um kring.
Í öðru lagi er því haldið fram að
meirihluti íbúa á höfuðborgarsvæð-
inu sé andvígur því að götunum
verði breytt í göngugötur. Hið rétta
er að 41% íbúa er hlynnt breyting-
unum og 44% andvíg, en sá galli er á
niðurstöðunum að erfitt er að meta
afstöðu síðustu 15% íbúanna.
Þátttakendur í könnuninni voru
beðnir um að gefa afstöðu sína til
kynna með því að merkja við á fimm
stiga skala, þar sem valkostir 1-2
bentu til jákvæðrar afstöðu til breyt-
inganna og valkostir 4-5 til nei-
kvæðrar afstöðu. Samkvæmt gögn-
unum í greininni merktu 15% við
valkost 3, og eru þau sögð „í meðal-
lagi jákvæð og neikvæð“. Gera má
ráð fyrir því að flest þau sem eru
hlutlaus gagnvart
breytingunum hafi val-
ið þennan kost, en hins
vegar er engin inni-
stæða fyrir fullyrðing-
unni um að meirihluti
íbúa höfuðborgar-
svæðisins sé andvígur
göngugötum í mið-
bænum.
Það má þó taka fram
að greinin er þó nokkr-
um mun nákvæmari en
aðsend grein Bolla
Kristinssonar um sömu
könnun í Morgunblaðinu 2. apríl síð-
astliðinn. Þar velur Bolli að líta al-
gjörlega framhjá þeim 37,4% sem
segja breytingarnar ekki hafa áhrif
á líkurnar á því að þau heimsæki
miðborgina. Þannig kemst hann að
kolrangri niðurstöðu, sem þjónar
málstað hans og Miðbæjarfélagsins
betur en réttar niðurstöður könn-
unarinnar. Ég hef áður rakið rang-
færslur félagsins varðandi undir-
skriftalista þess gegn lokunum
gatna í miðbænum og niðurstöður
könnunar Zenter-rannsókna frá því
maí í fyrra og mun því ekki fara nán-
ar yfir þær hér.
Eftir að hafa fylgst með málflutn-
ingi Miðbæjarfélagsins og Bolla
Kristinssonar um göngugötur í mið-
bænum í Reykjavík síðustu misseri
kemur í raun bara tvennt til greina.
Að talnalæsi þeirra sé að einhverju
leyti ábótavant eða að heiðarleiki í
upplýsingamiðlun skipti litlu máli.
Hvort ætli það sé?
Rangfærslurnar um könnun
Maskínu koma því ekki á óvart. Hins
vegar er full ástæða til þess að
hvetja Morgunblaðið og aðra fjöl-
miðla til þess að kynna sér málin til
hlítar áður en þeir miðla þeim upp-
lýsingum sem frá Miðbæjarfélaginu
koma.
Um talnalæsi
Miðbæjarfélagsins
og umfjöllun
Morgunblaðsins
Eftir Pál Tómas
Finnsson
» Í greininni Höfuð-
borgarbúar gegn
lokunum í Morgun-
blaðinu 28. maí eru
settar fram rangar
niðurstöður um viðhorf
til göngugatna í mið-
borg Reykjavíkur.
Páll Tómas Finnsson
Höfundur er upplýsingaráðgjafi og
áhugamaður um vistvænar borgir.
palltomas@finnsson.dk