Morgunblaðið - 02.06.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 2020
VIÐ
GERUM
VIÐ
allar tegundir
síma, spjaldtölva
og tölva
Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
Aðfaranótt 17. febrúar 1794
dreymdi séra Sæmund Magnússon
Hólm að hann væri í Kaupmanna-
höfn. Móðir hans var þar og hann
hafði gleymt ritsmíðum sínum á
Íslandi. Hann leit út og sá tunglið
í dagmálastað: „Veður var úti mik-
ið með regn og svo snjó; mér þótti
ég hafa þörfn-
un á peningum
og öllu því Ís-
landsvera á
Helgafelli
gjörði mér
það.“ Aðfara-
nótt 28. desem-
ber sama ár
þóttist Sæ-
mundur vera í
kirkju utan-
lands ásamt
kennurum
listaskólans í Kaupmannahöfn.
Honum var afhent vegleg bók með
teikningum utan á: „ég átti bókina,
og iðraðist að ég fór þaðan í þenn-
an dauðans þrældóm sem ég nú er
í.“ Þegar þetta gerðist var Sæ-
mundur 45 ára og hafði verið
prestur á Helgafelli á Snæfellsnesi
síðustu fimm árin, en áður dvalist
fimmtán ár í Kaupmannahöfn við
nám í myndlist og guðfræði. Hann
saknaði borgarinnar og þótti mið-
ur að vakna til íslensks veruleika,
sem ekki var skemmtilegur: kröpp
kjör og skuldabasl, harðvítugar
deilur við nágranna og skilnings-
leysi yfirboðara, með öðrum orð-
um tómt puð og þras. Hann var
listamaður og hafði skoðanir á
samfélagsmálum, vildi láta til sín
taka og gera gagn, en ekkert gekk
upp. Drauma sína að næturlagi
skrifaði hann hjá sér um árabil og
er nokkuð af þeim varðveitt í
handritadeild Landsbókasafns-
Háskólabókasafns. Mestu varðar
hefti með hendi hans frá árinu
1794 og þar eru draumarnir sem
þegar er getið. Engin önnur dæmi
eru um svo markvissa skrásetn-
ingu frá fyrri öldum hér á landi og
aðeins vitað um stopul tilvik í öðr-
um löndum.
Þessir textar eru einstæðir í ís-
lenskri menningarsögu og hafa nú
verið gefnir út í bókinni Drauma-
dagbók Sæmundar Hólm. Már
Jónsson bjó til prentunar (Selfoss:
Sæmundur 2019). Það sem ein-
kennir drauma Sæmundar er að
þeir voru jarðbundnir og hvers-
dagslegir. Þar eru aldrei opinber-
ar eða trúarlegar sýnir sem ann-
ars einkenna varðveittar draum-
farir frá tímabilinu, svo sem hjá
séra Jóni Steingrímssyni (1728-
1791) eða sænska trúspekingnum
Emmanuel Swedenborg (1688-
1772). Hann dreymdi til að mynda
aðfaranótt 25. mars 1744 að hann
gekk niður miklar tröppur og fyrir
neðan þær var djúp hola sem örð-
ugt var að komast hjá. Hinum
megin var fólk og hann rétti þeim
höndina í von um aðstoð, en vakn-
aði þá og þótti sem draumurinn
benti til þess að hætt væri við því
að hann félli í glötun, nema hann
fengi hjálp.
Reyndar dreymdi Sæmund eina
nóttina að hann bjó sig undir að
grafa Krist upp úr gröf að Helga-
felli og öðru sinni ætlaði andskot-
inn að ráðast á hann, en hafði ekki
erindi sem erfiði: „hann var að sjá
líkt og ferfættur með mjög ljótri
ásýnd og dimmkolsvartur og nokk-
uð í höggormslíki.“ Oftar dreymdi
Sæmund hreinræktaða hugaróra,
svo sem alls konar orma og maðka
sem birtust og hurfu á víxl eða
höfuðlausan Benedikt Bogason
(1749-1819) á Staðarfelli á Fells-
strönd, sem var einn ríkasti maður
landsins og hafði verið með Sæ-
mundi í skóla í Skálholti: „þótti
mér af honum verða sett höfuðið
og blæddi ekki úr og settist höf-
uðið til fóta minna og var að tala
einhverja heimsku.“ Eins gátu tíð-
ir draumar um helstu óvini tekið á
sig kostulega mynd, svo sem þegar
Sæmundi fannst séra Björn Þor-
grímsson (1750-1832), prófastur á
Eyri í Eyrarsveit „smjúga undir
kápu mína, sem eg ofaná mér
hafði og var að hvískra um það að
ég skyldi vera honum hlédrægur
og láta falla okkar sakir, en ég
þagði, svo heyrði ég á meðan til
Backmanns, að hann var að ganga
um kring okkur og komst hvergi
nálægt með orðamasi og hávaða.“
Hallgrímur Backmann (1739-1811)
var héraðslæknir í Bjarnarhöfn og
höfðu þessir tveir menn að mati
Sæmundar gert honum margvís-
legar skráveifur, einkum fjárhags-
legar.
Aðrir draumar Sæmundar voru
um hversdagslega starfsemi hans,
svo sem þegar hann sinnti kál-
garði á Helgafelli, var við smíðar
eða orti „langloku“, en það kallaði
hann eina tegund óralangra kvæða
sinna. Aðeins einn samtíðar-
viðburður þrengdi sér inn í draum,
sem var bruni Kristjánsborgar-
hallar í Kaupmannahöfn 26. febr-
úar 1794. Fyrstu skip hljóta að
hafa verið komin í hafnir á Vestur-
landi þegar Sæmund aðfaranótt 9.
maí dreymdi þetta: „Kom í Kaup-
mannahöfn, fór niður Vimmel-
skaftið og upp stóru Kaupmanna-
götu, sá slotið sem nú er brunnið
stóðu veggir en allt brunnið
innan.“ Í þessum bruna fórust um
200 manns og byggingin eyðilagð-
ist. Kristján konungur sjöundi var
honum hugleikinn og aðfaranótt
21. ágúst voru þeir báðir staddir í
Reykjavík: „Þótti mér ég vera í
Reykjavík og var turn uppaf
henni, og kóngur vera þar í, og all-
ir í Reykjavík, og var hann prýði-
legur og hár, en hann datt til land-
suðurs með grundvelli og öllu
saman og í smámola og allir
hvurfu sem í voru eða dóu, og brá
hlálega yfir öll hús hvurfu og jörð-
in varð myrk mjög og þá sá allt
illa út, ég sá þetta lengi og undr-
aðist.“
Margir draumarnir tengjast
langri dvöl í Kaupmannahöfn. Þar
ber hæst tíða drauma um húðir og
sútun við hús þar sem hann bjó
hvað lengst, svo sem aðfaranótt
14. febrúar 1794: „Var í No. 268 í
Aabenraae og sá margar bereidd-
ar húðir blautar, sumar saman-
vafðar sumar útbreiddar, og mörg
ker stór full af vatni og húðum.“
Sútunastarfsemi þessi hafði var-
anleg áhrif á Sæmund, ekki síður
en bernskuheimili hans í Með-
allandi, sem skemmdist allnokkuð
í Skaftáreldum sumarið 1783 og
létust móðir hans og tvö systkini
það ár og árið eftir. Eina nóttina
dreymdi hann: „Var á Staðarholti í
Meðallandi. Var þar auð jörð og
gras, gekk norður fyrir bæinn. Var
þar vatn nokkuð og leir með húð-
um er ég átti en ei vatn mikið, sá
loft illa út sem reiðarslög og hagl
koma mundi, fór faðir minn uppí
mela, kom jarðfjúk norðan, – drap
nokkrar lýs úr minni hnakkagróf,
– sá teikningar ýmsar og ég teikn-
aði með grænum farfa líkt og
brum á tré.“ Faðir hans, Magnús
Guðmundsson (1714-1788), hafði
eignast tvö börn framhjá konu
sinni, Guðleifu Sæmundsdóttur
(1709-1783), og virðist sem þær
aðstæður komi fram í draumi son-
arins aðfaranótt 17. nóvember
1794. Þar voru Magnús og barn
sem líktist honum en jafnframt
kona sem Sæmundi virtist fyrst
vera einhver önnur en móðir hans:
„faðir minn var innar á palli mín
megin og barn við mína vinstri
síðu nokkuð frá líkt honum nokkuð
móðir mín sneri að því en leit ei
upp, við töluðum ekkirt. Hún var
rétt eins og í lifanda lífi að öllu að
sjá, meinti eg annars það væri í
fyrstu önnur kona.“ Minningar um
aðra sársaukafulla atburði sem
Sæmundur lýsir í varðveittri
sjúkrasögu sinni (sem einnig er í
bókinni) birtast hins vegar ekki,
svo sem slysfarir í æsku og kyn-
ferðislegt ofbeldi sem hann varð
fyrir af hálfu skólabróður í Skál-
holtsskóla.
Í þessu hefti túlkar Sæmundur
aldrei drauma sína heldur bara
skrifaði hann þá niður án athuga-
semda og aldrei kemur fram af
hverju hann gerði þetta. Hins veg-
ar eru líka til slitur úr drauma-
færslum hans frá efri árum og þá
gætir viðleitni til ráðninga. Haust-
ið 1819 taldi hann til dæmis að
blaut hrosshá sem hann togaði upp
á sig í rúminu gæti merkt að sér
gengi „eitthvað í vil til framgangs,
þó ólíklegt sé.“ Fáeinum dögum
síðar skrifaði hann eins konar
stefnuyfirlýsingu um skráninguna
í tilefni af slikjublautum smokk
sem kona færði hann í og fór vel:
„Ekki mun þetta merkja illt, þó
ljótt sýnist – ekki reiði eg mig
uppá neinn draum, en skrifa þá til
að ná þeirra náttúru.“ Ekki er
gott að segja hvað hann átti við
með því og fleira segir hann ekki
um „náttúru“ drauma. Í einum síð-
asta varðveitta draumi sínum, að-
faranótt 28. desember 1819, bætti
hann reyndar um betur og klykkti
út: „Ekki set ég traust á drauma.“
Sæmundur lést í Stykkishólmi að-
faranótt 5. apríl 1821, 72 ára gam-
all, og var dánarbúið gjaldþrota.
Hans er nú einkum minnst fyrir
myndir sínar af framámönnum og
fáeinar eldgosamyndir, að
ógleymdum nýuppgötvuðum furðu-
myndum af íslensku landslagi, en
nú er óhætt að auka draumunum
við afrekaskrá hans.
Draumadagbók Sæmundar Hólm
Bókarkafli Í Draumadagbók sinni lýsir Sæmund-
ur Hólm, myndlistarmaður og prestur á Helga-
felli á Snæfellsnesi á átjándu öld, draumum sínum
árið 1794 en þar birtust tíðum andstæðingar
hans á Helgafellsárum, þótt oftar dreymdi hann
bernsku sína og Hafnarárin. Már Jónsson
prófessor ritstýrði bókinni og ritar ítarlega
um höfundinn. Aðfaraorð eru eftir Sjón.
Ljósmynd/Þjóðminjasafn Íslands.
Sjálfsmynd Matthías Þórðarson þjóðminjavörður hafði eftir „kunnugum
mönnum í Stykkishólmi“ að þessi mynd Sæmundar frá 1. september 1803
væri sjálfsmynd, og taldi hæpið „að rengja það, að svo stöddu“.
Sæmund Hólm dreymdi þessa
drauma í febrúar 1794: Var í
húsi einu gluggar af gleri stór-
ir til O. og í öndvegi fyrir gafli
að austan, kom allra mesta
stórveður af O. með hagli og
snjó, skalf, sat séra Björn
Jónsson fyrr í Hólmaseli fyrir
framan mig lágur mjög og var
að eta allskyns mat og dró allt
frá mér, ég tók þá frá honum
það ætlaði ég mér, bjart, vakn-
aði morgunn.
Sá orm mjög langan svo 2
kvartel á lengd, hljóp á mína
vinstri hönd og í lófann og
smaug í skinnið lítið og út aft-
ur en tolldi í þessari skinn-
sprettu á miðju. Þá sagði ein-
hver „gáðu að ormi á vinstri
hendi“, ég leit á og tók í báða
enda og sleit hann í þrjá
parta, var þá sá eini partur í
skinninu og tók ég hann líka
burt og kastaði niður og
hvorfu allir partarnir burt, en
kenndi ei til minnsta og greri
strax.
Tveir
draumar
Ljósmynd/Landsbókasafn