Morgunblaðið - 02.06.2020, Síða 32

Morgunblaðið - 02.06.2020, Síða 32
sinnti verslunarstörfum á yngri árum. „Ég var duglegur við að kynna nemendum bókmenntir,“ segir hann en neistinn til að skrifa hafi samt ekki orðið að báli hjá sér fyrr en hann varð 75 ára. „Vinir mínir og frændur hafa stundum sagt að ég væri ekki alveg á réttri hillu, því þeir vildu sjá mig skrifa meira en ég gerði,“ segir hann um söguskrifin. „Þegar ég var 75 ára þvertók ég fyrir að upp á það yrði haldið, afþakkaði afmælisgjafir, en þá tóku þeir það til ráðs að kaupa fyr- ir mig tíma í skapandi skrifum í Endurmennt Háskóla Íslands og því gat ég ekki neitað.“ Hann sótti tíu tíma hjá Önnu Heiðu Pálsdóttur og segist hafa haft afskaplega gott af því. „Þá komst ég af stað við að skrifa og ekki varð aftur snúið.“ Foreldrar Péturs voru Jósef Jóns- son, prestur í Grundarfirði 1919 til 1954, og Hólmfríður Halldórsdóttir. Hann segir að skapandi neisti hafi verið til staðar í æsku vegna sam- skipta við sér eldra og reyndara fólk. „Ég var langyngstur fimm systkina og einnar uppeldissystur og þurfti eiginlega á því að halda að hafa meira samband við fólk en ég gerði, vegna þess að ég var hálfgert einbirni.“ Svansprent prentaði bókina. Pétur segir að hann sé nær tilbúinn með fjórar smásögur til viðbótar og tvær að auki séu langt komnar. „Ég ætla að reyna að ljúka við næstu bók í júní eða júlí. Kannski tekst það ekki en við sjáum til. Ég er orðinn 82 ára og tími til kominn að draga þetta ekki allt of lengi, en ég hef ekki hugsað lengra.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Betra seint en aldrei, segir máltækið og það á vel við um Pétur Jósefsson, sem nýlega gaf út bókina Ekki ský- hnoðri á himni og er langt kominn með aðra bók, sem væntanleg er síð- ar á árinu, jafnvel í kringum 83 ára afmæli hans í sumar. „Ég byrjaði á bókinni upp úr 75 ára aldri og svolítill tröppugangur hefur verið á skrifunum, stundum hefur gengið vel og stundum illa, en góður gangur hefur verið í þessu undanfarin tvö ár,“ segir höfund- urinn. Leggur áherslu á að hann hafi haft bæði gagn og gaman af skrifunum. Í bókinni eru átta smásögur og er titillinn kominn úr einni þeirra. Hún fjallar um Hallgerði og Gunnar, sem eru að taka til í geymslunni hjá sér og þar kemur fram að ekki hafi verið skýhnoðri á lofti. „Mér fannst þetta grípandi nafn,“ segir Pétur. Hann var í Bandaríkjunum eitt ár um miðjan sjötta áratuginn, lærði ensku og kynnti sér bandarískar bókmenntir. „Þá las ég verk eftir Er- nest Hemingway, John Steinbeck, Sinclair Lewis, Upton Sinclair og fleiri og hafði afskaplega gott af því.“ Hann rifjar upp að þegar hann hafi fengið sendibréf frá sér til vinar síns til baka í kjölfar andláts þess síðar- nefnda hafi hann séð hvað hann hafi skrifað vondan texta. „Það varð til þess að ég tók mér tak og fór að skrifa góðan texta, svo góðan að ég gæti verið blaðamaður á Morgun- blaðinu, ef ég væri ekki orðinn 82 ára.“ Nám í skapandi skrifum Kennsla var lifibrauð Péturs í 23 ár, en hann kenndi við Gagnfræða- skólann á Akureyri frá 1966 til 1984 og við Verkmenntaskólann næstu fimm árin. Hann vann við fasteigna- sölu í yfir 20 ár auk þess sem hann Neistinn í Grundar- firði orðinn að báli  Fyrsta bók Péturs Jósefssonar komin út og önnur á leiðinni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Rithöfundur Pétur Jósefsson er 82 ára og hefur sent frá sér fyrstu bókina. Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennur frá GRÖVIK VERK í Noregi Einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 154. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Það er klár plús að leikmannahópurinn er mjög svip- aður. Leikmenn ná mjög vel saman og það er oft van- metinn hluti fótboltans. Það er mikilvægara en að hafa marga góða einstaklinga. Við erum með frábæra leik- menn og svo er enn betri samstaða í hópnum,“ segir Atli Sigurjónsson, leikmaður Íslandsmeistaranna KR, meðal annars í samtali við Morgunblaðið í dag, en litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi meistaranna á milli ára. Nú styttist í að boltinn fari að rúlla á Íslands- mótinu í knattspyrnu. »27 Samvinnan er oft vanmetinn þáttur í fótboltanum að mati Atla ÍÞRÓTTIR MENNING Leikhópurinn Lotta frumsýnir á Lottutúni í Elliðaárdalnum á morgun kl. 18 fjöl- skyldusöngleik byggðan á þjóðsög- unum um Bakka- bræður. Höfundur leikritsins er Anna Bergljót Thorarensen, en í meðförum Lottu fá Bakkabræður tæki- færi til að segja sögu sína á sínum forsendum og leiðréttar þær rangfærslur sem ratað hafa í þjóðsögurnar. Leikstjóri uppfærsl- unnar er Þórunn Lárusdóttir en með hlutverk bræðr- anna fara Andrea Ösp Karlsdóttir, Júlí Heiðar Hall- dórsson og Stefán Benedikt Vilhelmsson. Að vanda sýnir Leikhópurinn Lotta um allt land í sumar. Vegna fjöldatakmarkana, sem settar eru á í samræmi við fyrirmæli sóttvarnalæknis, þarf að kaupa miða fyrir fram á tix.is. Lotta frumsýnir Bakkabræður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.