Morgunblaðið - 05.06.2020, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.06.2020, Qupperneq 1
mánaða lokun. Eins og sjá má á myndinni, sem tekin var í gær, er lónið nú tómt þar sem verið er að sinna viðhaldi og endurbótum, en um tvo sólarhringa tekur að fylla það að nýju. Líða fer að opnun fjölsóttasta ferðamannastaðar Íslands, Bláa lónsins við Svartsengi. Það er í nógu að snúast við undirbúning opnunarinnar þessa dagana en stefnt er að opnun hinn 19. júní næstkomandi eftir rúmlega þriggja Að sögn Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra sölu-, markaðs- og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, er stefnt að því að geta tekið vel á móti Íslendingum sem og þeim erlendu ferðamönnum sem kunna að koma til landsins í sumar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í nógu að snúast fyrir opnun Bláa lónsins 19. júní SMARTLAND NN F Ö S T U D A G U R 5. J Ú N Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  131. tölublað  108. árgangur  LJÓÐRÆNAN Í LIFRAR- PYLSUNNI SNYRTI- OG HÚÐVÖRUR OG SAGA DIOR SMARTLAND 40 SÍÐURMENNING 28 Þegar Tinna Aðalbjörnsdóttir var að niðurlotum komin vegna neyslu og ofbeldis reyndi hún að hengja sig með belti úr Burberry-kápu. Hún hafði misst lífsviljann eftir röð áfalla sem hófst þegar hún var aðeins þriggja ára gömul. Þegar sambandið við barnsföður hennar endaði missti hún stjórn á lífi sínu og féll ofan í hyldýpi neyslunnar, en með hjálp meðferðar og linnulauss stuðnings frá nærsamfélagi sínu hefur Tinna fundið sátt við sjálfa sig. Rætt er við Tinnu í Smartlands- blaðinu sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Tinna er einn af reyndustu prufuleikstjórum landsins og hefur stýrt fyrirsætukeppnum á borð við Eskimo og Elite til margra ára. Í dag rekur hún sitt eigið fyrirtæki í kvikmyndaiðnaðinum. Tinna segir neysluna vera sjúkdóm sem geri ekki greinarmun á fólki. Missti lífsviljann eftir röð áfalla  Mætti í meðferð klædd hvítum pels Morgunblaðið/Árni Sæberg Trúir á framtíðina Tinna er einn reyndasti prufuleikstjóri landsins. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Annmarkar voru á skipulagsferli og við útgáfu byggingarleyfa Reykja- nesbæjar vegna kísilvers United Silicon hf. í Helguvík. Hins vegar er ekkert í samskiptum fyrirtækisins eða forvera þess við bæinn sem gef- ur tilefni til að ætla að annarleg sjónarmið hafi ráðið ferðinni hjá stjórnendum eða starfsmönnum bæjarins. Þetta eru meginniðurstöður skýrslu Lúðvíks Arnar Steinarsson- ar lögmanns um úttekt á stjórn- sýsluháttum Reykjanesbæjar vegna kísilversins. Skýrslan er unnin að beiðni bæjarráðs í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar sem gerði at- hugasemdir við samskipti stofnana ríkisins við United Silicon og at- hugasemdir Skipulagsstofnunar við eftirlit bæjarins. Skýrslan hefur verið lögð fram í bæjarráði og var til umræðu í bæjarstjórn í vikunni en verður rædd frekar á næsta fundi. Byggingar of háar Varðandi annmarka við skipulags- ferlið og útgáfu byggingarleyfa bendir skýrsluhöfundur á að deili- skipulag hafi heimilað byggingu mannvirkja sem voru hærri en um- hverfismat gerði ráð fyrir. Skipu- lagsstofnun hafi ítrekað vakið at- hygli á að setja þyrfti skilmála um hámarkshæð húsa. Hæðin hafi verið sett en reynst vera meiri en gefið hafði verið upp í umhverfismati. Þá hafi byggingarleyfi verið gefin út í andstöðu við deiliskipulag þar sem hæð samkvæmt samþykktum teikn- ingum var 1,2 metrum meiri en leyfileg hæð samkvæmt skipulagi. Bæjarráð vildi m.a. vita hvort gerðir hefðu verið samningar sem lutu að fjárhagslegum skuldbinding- um bæjarsjóðs, án þess að bæjar- stjórn hefði um þær fjallað. Skýrslu- höfundur svaraði því neitandi. Engin annarleg sjónarmið hjá bænum  Bent á annmarka á leyfum kísilvers í stjórnsýsluúttekt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.