Morgunblaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020 Ívar Pálsson, íbúi í Skerjafirði,skrifar: „Skuldaævintýraæði Dags & Co í Reykjavíkurborg fær- ist nú á nýtt stig, þar sem til stend- ur að troða 3.000 manna byggð í af- lokaðan flugvallarkrikann. Sá Ísafjörður ídealist- anna, með allt sitt bílastæðaleysi, þröngar götur og fimm hæða skugga- varpsblokkir, á að rísa í óþökk þeirrar byggðar sem fyrir er og bætir við fjór- falt fjölmennari borgarhluta en notar sömu götuna inn og út úr Skerjafirði, með margföldun um- ferðar.    Landsvæðið sem undir byggðinafæri þykir Degi ekki nógu stórt til þess að standa undir þjón- ustustiginu og því ætlar gengi hans að urða ströndina og leirurnar langt út í Skerjafjörð til þess að nema nýtt land. Olíuborinn jarðveg skal hreinsa með ærnum kostnaði og aka í gegn um borgina í Álfsnes. Vegur suður fyrir völl verður byggður fyrir trukkana sem bætast við stíflaða umferð Háskólans í Reykjavík og víðar um bæinn. Þessi kostnaðarsama ævintýra- mennska, þar sem níðst er á nátt- úrunni og íbúum heilla hverfa, á síðan að verða greidd af Reykvík- ingum öllum í auknum álögum.    Afsökunin fyrir aðgerðinni varjafnan sú, að borgin fengi mikið úr sölu dýrra lóða. Sú skýr- ing heldur ekki vatni, enda er drjúgur hluti svæðisins ætlaður fyrir félagslegar íbúðir og stúd- enta. Borgin hefur fælt frá sér flesta sem eiga og nota bifreið, en það eru víst enn um 80% fólksins. Þetta ævintýri kostar okkur öll eins og heilt hverfi af hálfs- milljarðs-bröggum.    Stöðvum þetta skipulags- og um-hverfisslys strax.“ Ívar Pálsson Skemmdarverk STAKSTEINAR Kristján Hólm Ósk- arsson skipstjóri lést í Hamborg í Þýskalandi 6. maí síðastliðinn, ní- ræður að aldri. Kristján fæddist á Siglufirði 28. júní 1929, sonur Óskars Sveins- sonar, sjómanns og verkamanns, og fyrri konu hans, Guðlaugar Sveinsdóttur húsfreyju. Þau eignuðust fjóra syni; Helga, f. 1925, d. 2012, Svein, f. 1926, d. 1927, og tví- burana Sigurjón Hólm, f. 1929, d. 2009, og Kristján Hólm. Guðlaug lést árið 1933, 29 ára gömul, og seinni kona Óskars var Elín Jónsdóttir. Eignuðust þau þrjú börn; Hauk, f. 1941, Guðlaugu, f. 1942, og Guðfinnu, f. 1946, d. 2009. Áður en Óskar kvæntist Elínu eignaðist hann tvö börn; Guðlaug, f. 1935, og Guðmundu Sigríði, f. 1938, d. 2003. Kristján ólst upp á Siglufirði fyrstu árin en þegar hann missti móður sína, þá aðeins fjögurra ára, voru bræð- urnir sendir í sveit. Eftir vist á nokkr- um stöðum lauk Kristján skyldunámi á Grund í Svarfaðardal og á Siglu- firði. Aðeins 17 ára að aldri laumaði hann sér um borð í kolaskip, sem lá við bryggju á Siglufirði, og sigldi með því til Ameríku. Átti hann farsælan og ævin- týralegan feril í sigl- ingum um heimsins höf á stærðarinnar frakt- og farþegaskipum. Kristján fékk stýri- manns- og skipstjórn- arréttindi í Noregi en frá árinu 1967 bjó hann í Hamborg í Þýska- landi. Sigldi hann fyrir skipafélög frá m.a. Noregi, Bandaríkj- unum, Kína og Japan, auk þess að sigla fyrir Íransskeisara og Gaddafí Líbíuforseta. Hann kom nokkrum sinnum til Íslands og leit alltaf á sig sem Íslending og ekki síður Siglfirð- ing. Sjálfsævisaga Kristjáns, Captain Oskarsson, kom út hér á landi árið 2006, Svava Jónsdóttir skráði. Eftirlifandi eiginkona Kristjáns er Heidi Huls, búsett í Hamborg, og eignuðust þau tvö börn; Kristján Leif og Alice Sólveigu, sem einnig búa í Hamborg. Áður átti hann norska konu, Thurid Sverdrup, en leiðir þeirra skildi 1959. Eignuðust þau tvær dætur; Erlu og Fríðu Guðlaugu, sem búa í Noregi. Kristján verður jarðsettur á Siglu- firði þegar ferðatakmörkunum milli landa hefur verið aflétt. Andlát Kristján Hólm Óskarsson skipstjóri Afeitrunardeild fyrir ólögráða ung- menni í vímuvanda var opnuð á fíkni- geðdeild Landspítala í vikunni. „Við teljum að þetta sé fyrsta deild sinnar tegundar innan heilbrigðis- kerfisins. Það hefur verið aðkallandi þörf á að það sé gert átak í málefnum ungmenna sem glíma við fíknivanda og auðvitað þarf að byrja einhvers staðar,“ sagði Nanna Briem, for- stöðumaður geðþjónustu á Landspít- ala, við athöfnina. Um er að ræða tvö meðferðarrými þar sem ungmenni með alvarlegan vímuvanda koma til innlagnar í einn til þrjá sólarhringa, en eftir það taka við önnur úrræði. „Þetta er tímamótaverkefni fyrir okkur, þar sem við höfum einungis verið að veita þjónustu fyrir full- orðna,“ sagði Nanna. Við opnunina fluttu þau Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- málaráðherra ávörp um þann tímamótaáfanga sem tilkoma deildar- innar felur í sér. Þverfaglegt meðferðarteymi mun sinna ungmennum og aðstandendum þeirra meðan á dvöl stendur í sam- vinnu við BUGL, barna- og unglinga- geðdeild. Barnaspítali Hringsins hefur lagt deildinni til mikinn stuðning í formi húsbúnaðar, innréttinga og tækja. Afeitrunardeild fyrir ungmenni  Úrræði fyrir ólögráða einstaklinga í vímuvanda  Vistun til 2-3 sólarhringa Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson Afeitrun Deildin er sú fyrsta sinnar gerðar fyrir börn yngri en 18 ára. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.