Morgunblaðið - 05.06.2020, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020
VINNINGASKRÁ
512 12753 20873 31026 40769 49138 61022 70676
1386 12932 21256 31041 41161 49449 61387 70785
1474 13398 21321 31124 41307 49495 61901 71177
1598 13472 21445 31139 41339 49654 62261 71641
1750 13809 21753 31297 41347 49929 62688 71684
2261 14138 21916 31722 41853 50036 62790 71852
2473 14356 22027 31740 41973 50345 62850 73328
3542 14376 22465 32400 42028 50538 63518 73562
3666 14406 22985 32841 42432 50801 63701 73626
4419 14513 23305 33228 42437 50828 63725 74255
5693 15184 23557 33264 42669 50829 63979 74336
5802 15255 23678 33526 42739 51464 64026 74368
5929 15407 23748 33594 42759 52494 64247 74843
6163 16207 23856 33642 42787 52854 64287 75006
6665 16227 23999 33647 42883 53099 64526 75500
6704 16450 24142 33738 43261 53518 64650 75525
6765 16463 24258 33786 43264 53709 64656 75818
7310 16486 24843 33882 43522 53877 64847 76565
8233 16510 24927 34075 43727 53916 65245 76824
8322 16515 25128 35279 43883 54217 65358 76839
8616 16877 25552 36097 44096 55142 65479 76921
9368 16976 25608 36123 44337 55641 66458 76948
9488 16986 27156 36133 44342 56088 66545 77096
9856 17325 27392 36354 44572 56096 66560 77213
10028 18090 28218 36533 44587 56424 66575 77276
10337 18126 28605 37399 44697 56773 66821 77336
10465 18291 28628 37523 44803 56907 66975 77632
10783 18424 28659 37885 45159 57162 67042 79145
11006 18580 28662 38093 45781 57288 67143 79535
11291 18855 28694 38867 46010 57419 67249 79564
11334 19175 29038 39267 46863 57766 67687 79968
11639 19238 29631 39281 46873 57878 68015
11694 19474 29906 39590 47435 58500 68778
11815 19548 30151 39621 47854 59181 68941
12056 19634 30406 39718 48097 59235 69311
12109 20341 30695 40732 48200 60066 69391
12313 20470 30789 40760 48817 60512 69794
427 14245 22988 35156 44841 53139 63264 72994
674 15282 25011 35294 46831 54066 64070 73401
2819 15512 26293 35918 47396 55742 64138 74410
3129 15590 27190 36318 47568 56339 64474 74614
4494 18983 28572 37434 47905 57215 65015 75635
5459 19035 29294 37827 47971 59018 65785 76778
5785 19506 30783 38134 48049 59431 66358 76807
7721 19571 30979 39027 49965 59433 67630 77589
8235 20030 32049 41763 51721 60074 68440 79396
8463 20555 32588 42491 51867 60701 69436
9598 21657 32616 42492 51956 61306 69826
10401 21746 33799 42500 52723 61945 70168
13250 22472 34710 43253 52898 62134 71962
Næstu útdrættir fara fram 11., 18., 25. júní & 2. júlí 2020
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
25615 27231 36054 56135 76875
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
1320 22106 28651 44487 49914 67357
2383 22587 35573 45032 50859 71585
4342 24984 36313 45129 62301 75191
20315 26792 39231 47564 65004 75243
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
6 9 1 7 0
5. útdráttur 4. júní 2020
Fjölskylda Madeleine McCann
sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar
sem hún fagnaði því að nýjar vís-
bendingar væru komnar fram í
málinu, en lögregluyfirvöld í
Þýskalandi og Bretlandi tilkynntu í
fyrradag að þau hefðu grunaðan 43
ára gamlan Þjóðverja, sem nú situr
í fangelsi fyrir önnur afbrot.
McCann hefur verið saknað frá
árinu 2007, en hún hvarf þá spor-
laust af hótelherbergi foreldra
sinna í bænum Praia da Luz í
Portúgal, þá þriggja ára að aldri.
Christian Hoppe, sem stýrir
rannsókn þýsku lögreglunnar,
sagði við fjölmiðla að talið væri að
maðurinn hefði myrt McCann.
HVARF MADELEINE MCCANN
Fjölskyldan vonar að lausn sé í sjónmáli
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
James Mattis, fyrrverandi varnar-
málaráðherra Donalds Trumps
Bandaríkjaforseta, gagnrýndi for-
setann harðlega í fyrrinótt og sakaði
hann um að sá vísvitandi fræjum
misklíðar í bandarískt samfélag.
Mattis, sem sagði af sér eftir að
Trump ákvað að draga bandarískt
herlið frá Sýrlandi og um leið ofur-
selja kúrdíska bandamenn Banda-
ríkjahers valdi Tyrkja, hefur ekki
viljað gagnrýna forsetann opinber-
lega fram til þessa.
Sagði Mattis í yfirlýsingu sinni að
hann hefði horft upp á atburði síð-
ustu viku með blöndu af reiði og
hneykslan, og að sig hefði aldrei
grunað að hermönnum, sem svarið
hefðu eið að stjórnarskrá Bandaríkj-
anna, yrði gert að brjóta á stjórnar-
skrárvörðum réttindum samborgara
sinna, allt til þess að Trump gæti lát-
ið taka ljósmynd af sjálfum sér við
St. James-kirkjuna í nágrenni Hvíta
hússins.
Hafnaði Mattis öllum hugmyndum
um að beita ætti Bandaríkjaher til
þess að kveða niður mótmælin.
„Donald Trump er fyrsti forsetinn á
minni ævi sem reynir ekki að sam-
eina bandarísku þjóðina – og þykist
ekki einu sinni reyna það. Í staðinn
reynir hann að sundra okkur. Við er-
um að horfa upp á afleiðingar
þriggja ára af þessari viljandi við-
leitni. Við erum að horfa upp á afleið-
ingar þriggja ára án þroskaðrar for-
ystu,“ sagði Mattis í yfirlýsingu
sinni. Sagði hann að eina leiðin til
þess að Bandaríkin myndu öðlast
virðingu á ný væri að feta nýja braut
og hafna þeim sem sætu í embætti
sem reyndu að gera lítið úr banda-
rísku stjórnarskránni.
Trump brást illa við yfirlýsingu
Mattis á Twitter og kallaði hann
fyrrverandi ráðherra sinn „ofmetn-
asta hershöfðingja sögunnar“.
Floyds minnst í heimaborginni
Sérstök minningarathöfn um
George Floyd var haldin í Minnea-
polis, heimaborg hans, í gær. Prest-
urinn Al Sharpton, sem barist hefur
ötullega fyrir réttindum svartra
vestanhafs í nokkra áratugi, flutti
líkræðu fyrir Floyd.
Sharpton sagði fyrir athöfnina að
þar yrði sett fram hvernig fólk ætl-
aði að bregðast við um öll Bandarík-
in í nafni Floyds, Ahmaud Arbery og
Breönnu Taylor, en Arbery var
myrtur í febrúar eftir að hafa farið út
að skokka og Taylor var skotin átta
sinnum af lögreglunni á eigin heimili
í mars, eftir að dulbúnir lögreglu-
menn gerðu þar húsleit án þess að
kynna sig.
Saksóknarar í Minnesota-ríki til-
kynntu í fyrrinótt að þeir hygðust
kæra Derek Chauvin, lögreglu-
manninn sem myrti Floyd, fyrir ann-
ars stigs morð, sem er skilgreint sem
morð með ásetningi en ekki að yfir-
lögðu ráði. Þá verða þrír félagar
Chauvins ákærðir fyrir að aðstoða
við morðið á Floyd, en þeir voru
handteknir samdægurs. Sagði fjöl-
skylda Floyds að hinar nýju ákærur
og handtökur væru „mikilvægt skref
fram á við á veginum til réttlætis“.
Segir Trump reyna
að sundra þjóðinni
AFP
Minningarathöfn Aðstandendur, vinir og aðrir velunnarar George Floyds
minntust hans við hátíðlega minningarathöfn í Minneapolis í gærkvöldi.
Minningarathöfn um George Floyd haldin í gærkvöldi
Þúsundir mótmælenda komu saman í Hong Kong í gær
til þess að minnast þess að 31 ár var þá liðið frá því að
kínversk stjórnvöld brutu á bak aftur stúdentamótmæl-
in á Torgi hins himneska friðar með valdi. Talið er að
nokkur hundruð manns hið minnsta hafi látist þegar
mótmælin voru kveðin niður.
Yfirvöld í Hong Kong höfðu bannað minningar-
athöfnina í ár með vísan til þess að kórónuveiru-
faraldurinn gæti teflt heilsu fólks í hættu. Talsmenn
mótmælenda í Hong Kong sögðu hins vegar að það
væri augljós tylliástæða.
Nokkur spenna hefur ríkt að undanförnu í borginni
vegna nýrra þjóðaröryggislaga sem kínversk stjórn-
völd hyggjast setja á sjálfstjórnarsvæðið, en þau lög
hafa verið sögð brjóta gegn samkomulagi Breta og
Kínverja frá 1984, sem tryggja átti lýðræði og mann-
réttindi í Hong Kong í hálfa öld eftir yfirtöku Kínverja,
eða til árins 2047.
Mótmælin fóru að mestu leyti friðsamlega fram í
Viktoríu-garði, en lögreglan handtók nokkra mótmæl-
endur sem höfðu sig í frammi í einu af verslunarhverf-
um borgarinnar.
AFP
Mótmæltu þrátt fyrir bannið