Morgunblaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020
Á beit Það er fallegt um að litast í guðsgrænni náttúrunni eins og sjá mátti í gær við Laxá í Kjós þar sem hestar voru á beit í mestu makindum við árbakkann.
Eggert
Fegurðin stendur nær því
ljóta en nokkuð annað. Það sama
má segja um frjálsan sparnað og
ofurskattlagningu.
Hagfræðin fjallar um skort og
ráðstöfun takmarkaðra gæða.
Þau gæði sem eru til umfjöll-
unar í hagfræðinni hafa verð
sem í flestum tilfellum grund-
vallast á eftirspurn. Verð ann-
arra gæða ræðst af hlutfallslegri
eftirspurn í samanburði við önn-
ur gæði sem kunna að vera á
markaði.
Það er algengur misskilningur að verð
ákvarðist af kostnaði við að framleiða gæðin.
Í fæstum tilfellum hefur sá er kaupir nokkra
hugmynd um hvað gæðin kosta í framleiðslu.
Það er aðeins í tilfellum um fullkomna sam-
keppni þar sem verð ræðst af jaðarkostnaði
vöru. En því miður; fullkomin samkeppni er
ekki til.
Þó ber svo við að sumar tegundir gæða
kosta ekkert í framleiðslu. Dæmi um slíkt er
andrúmsloft og sólarljós. Það er álitamál
hvort hreint vatn í bæjarlæk, tekið til
drykkjar úr bæjarlæk sé frjáls gæði. Þó hefur
verið litið svo á að ef vatnstakan skerðir ekki
notkunarrétt eiganda bæjarlækjarins, þá sé
vatnið frjáls gæði. Svo er einnig um nátt-
úrufegurð sem horft er á, og jafnvel um
frjálsa för um land, þar sem förin skaðar ekki
með umgengni. Jafnvel það að tína ber sér í
munn við för um land eru frjáls gæði.
Sparifé
Stundum má ætla það að sparifé annars
fólks sé frjáls gæði fyrir þá sem ekki eru
skráðir eigendur þess sparifjár.
Áður en lengra er haldið er rétt að halda
því til haga að sparifé kann að vera hvort
heldur sem er frjáls eða þvingaður sparnaður.
Þvingaður sparnaður er sá sparnaður sem
launþegar eru skyldaðir til að leggja til hliðar
af launum sínum í lífeyrissjóði til að afla sér
réttinda til töku ellilífeyris þegar
ákveðnum aldri er náð.
Séreignarsparnaður er viðbót-
arlífeyrisréttindi sem launþegi
kaupir sér í samvinnu við at-
vinnuveitanda, en geymist með
skattakvöð þar til lífeyristaka
hefst.
Frjáls sparnaður launþega er
einnig það sem launþeginn held-
ur eftir af tekjum sínum. Slíkur
sparnaður er gjarnan geymdur í
fjármálastofnun sem miðlar
sparnaðinum til þeirra sem
þurfa á fjármagni að halda
vegna atvinnurekstrar eða neyslu umfram
tekjur. Slík miðlun er ekki og getur aldrei
verið hluti af félagsmálaþjónustu. Það er eng-
inn skyldugur að halda eftir af tekjum sínum
til að ráðstafa heiðarlegum launum til ann-
arra.
Og ef enginn heldur eftir af launum sínum
fellur slík lánastarfsemi eða miðlun sjálfkrafa
niður.
Fyrir slíka miðlun er tekið gjald. Lántaki
greiðir gjald, sá sem færir fórn við að fresta
neyslu tekur gjald og fjármálafyrirtækið tek-
ur gjald fyrir miðlunina og dreifingu áhættu.
Það þykir eðlilegt í siðuðum samfélögum að
sá er fær að láni greiði til baka jafnvirði þess
sem hann tekur að láni auk þóknunar fyrir af-
notin. Verðmætamælirinn og brenglun hans á
ekki að skipta máli. Algengasta brenglun
verðmætamælis heitir verðbólga.
Hvers konar sparifé?
Þegar tölur um sparifé í bönkum á Íslandi
eru skoðaðar, kemur í ljós að um 60% af inn-
lánum eru í eigu einstaklinga og lífeyrissjóða,
en eignir þeirra eru skuldbindingar við ein-
staklinga. Það eru um 1.200 milljarðar. Að
auki eiga einstaklingar um 5.000 milljarða í
lífeyriseignum, auk 500 milljarða lífeyr-
isskuldbindingar ríkissjóðs við opinbera
starfsmenn. Með þessum lífeyriseignum er
ríkissjóður, og þar með skattgreiðendur
framtíðarinnar, að koma sér undan að greiða
óbærilegar lífeyrisbætur um ókomna tíð.
Með þessu borgar hver fyrir sig sín eft-
irlaun og nokkurs réttlætis er gætt.
Þessum 6.000 milljörðum er hægt að ræna
frá eigendum sínum að einhverju leyti með
óvarlegum útlánum með gjafavaxtakjörum og
verða það þá einhverjir mestu verðmæta-
tilflutningar í sögu landsins.
Hver tekur sparifé að láni?
Samkvæmt gögnum Seðlabanka Íslands
tekur íslenskt atvinnulíf að láni 60% allra út-
lána íslenska bankakerfisins. Íslensk heimili
taka að láni um 40% af útlánunum.
Hver segir að það sé réttlæti að sum heim-
ili niðurgreiði útlán til annarra heimila? Hver
segir að það sé réttlæti að íslensk heimili
niðurgreiði útlán til fyrirtækja með neikvæð-
um raunvöxtum? Með vaxtabótum eru heimili
hvött til lántöku. Eru einhverjir hvatar til að
einstaklingar eigi fyrir neyslu sinni í var-
anlegum eignum? Til dæmis fasteign yfir höf-
uðið!
Er sparifé ef til vill aðeins skattandlag, til
að auka tekjur ríkissjóðs? Vextir af teknum
lánum eru gjöld hjá fyrirtækjum. Fengnar
fjáreignatekjur eru tekjur hjá einstaklingum,
jafnvel þó stór hluti þeirra „tekna“ sé verð-
leiðrétting og falli alls ekki undir tekju-
hugtakið í venjulegum skilningi.
Nú er hrósað happi og hamingju yfir því að
Ísland sé lágvaxtaland. Hver er hamingjan af
slíku? Að heimili séu að niðurgreiða lánsfé
fyrirtækja?
Það kann að vera að lífeyrissjóðir hafi
ábata af vaxtalækkunum, því annað eignaverð
kann að hækka vegna aukinnar arðsemi í at-
vinnurekstri.
Vextir ráðast að nokkru af arðsemi fjár-
festingatækifæra. Vextir örva framboð láns-
fjár. Það kann vel að vera að bankar ætli að-
eins að lána út það sem fyrirtæki og einstak-
lingar vilja eiga í lausu fé, en ekki eiginlegt
sparifé.
Siðuð samfélög
Það er eðlilegt í siðuðum samfélögum að
stjórnvöld hvetji til myndunar frjáls sparnað-
ar. Það er eðlilegt að einstaklingar eigi
þriggja mánaða laun á hefjanlegum spari-
reikningum, til að takast á við ástand eins og
nú ríkir. Það er einnig eðlilegt að ein-
staklingar eigi eins til þriggja ára laun á
bundnum sparireikningum. Hvort heldur
hefjanlegir ellegar bundnir reikningar verða
að bera jákvæða raunvexti. Með skattlagn-
ingu verðbóta verða slíkir reikningar með
neikvæðum raunvöxtum, samkvæmt tímarit-
inu „Ávöxtun og sparnaður“, sem kom nýlega
út. Og enn er vilji til að herða skattlagningu
fjáreignatekna af sparifé. Þá færist land og
þjóð frá siðuðu samfélagi til vanþróaðs
ástands, þar sem lýðsleikjur færa verðmæti
til að sínum geðþótta.
Það var sárt að sjá Sjálfstæðisflokkinn
standa að síðustu skattahækkun á fjáreigna-
tekjur, í þjónkun við þá sem vilja ekki skilja
eðli fjáreignatekna. Frjáls sparnaður er ekki
frjáls gæði. Óhófleg skattlagning dregur úr
frjálsum sparnaði og leiðir til bótavæðingar
meðal þegna og útgjalda fyrir ríkissjóð.
En eins og skáldið sagði í ljóði sínu:
Í nótt sem leið
kom hann,
stormurinn, trylltur
blár, litur næturinnar,
rauður litur vínsins,
skrýddur vatnslokkum,
með kaldan eld í augum,
í nótt sem leið
kaus hann að sofa á jörðinni.
(Pablo Neruda)
Eftir Vilhjálm Bjarnason » Stundum má ætla það
að sparifé annars fólks
sé frjáls gæði fyrir þá sem
ekki eru skráðir eigendur
þess sparifjár.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Er sparifé frjáls gæði annarra?