Morgunblaðið - 05.06.2020, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 05.06.2020, Qupperneq 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020 sem er á hæð við 7-8 hæða blokk. Hann fékk það starf og bar heilt hlass af sandi í pokum sem voru um 30-40 kg og leit aldrei upp úr því verki fyrr en því lauk um kvöldið. Rúmri viku fyrir upp- setningu tankanna fór ég að skoða þá og birtist ekki höfuðið á Höskuldi sem var reyndar ill- þekkjanlegt fyrir gasgrímu og öðrum hlífðarbúnaði upp úr einu mannopinu, auðvitað hafði hann þrifið þessa gömlu olíutanka og sementskústað fyrir uppsetn- ingu. Einnig stóð hann fyrir fjölda verka, t.d. byggingu Hösk- uldsskála í Hrafntinnuskeri sem er og verið hefur einn best búni skáli á hálendinu og ber hann minningu þessa mikla heiðurs- manns vel, smíði göngubrúar yfir Krossá, Ljósá, Hvanná og svo mætti lengi telja. Það er enda- laust af verkefnum sem Höskuld- ur vann að með einum eða öðrum hætti og má þar nefna byggingu yfir starfsemi félagsins í Mörk- inni 6 sem var gríðarlegt þrek- virki, og svo var hans aðstoð við uppbyggingu eftir bruna á snyrti- og sturtuaðstöðu í Þórs- mörk mikil. Höskuldur gekk í öll verk, flokkaði flöskur og dósir fyrir félagið í mörg ár sem safnað var á hálendinu til að létta undir með fjármögnun þess. Það var í einni vinnuferðinni að sest var að spilum og var að sjálfsögðu spilað bridge, var einn af spilafélögunum Árni Erlings- son, trésmíðakennari með meiru við FSU, og upp úr því urðu til sveitirnar Hyski Höskulds og Tapsárir Flóamenn sem hafa keppt æ síðan tvisvar á ári síðast- liðið 31 ár. Hyskis-sveitin hafði aðsetur á heimili þeirra Höskuld- ar og Gullu og var þar mikið spil- að og fjallað um hin ýmsu mál þegar bornar voru fram veitingar af bestu gerð í hléinu. Í kringum Höskuld skapaðist alltaf skemmtileg stemning hvort sem það var í skíðahóp sem fór saman erlendis, á fjöllum eða við önnur verkefni hvort sem það var við leik eða störf enda var Hösk- uldur einstaklega fróður og vel að sér um land og þjóð og átti mjög auðvelt með að ná til fólks jafnvel þó að einhver væri ald- ursmunurinn, átti hann t.d. mik- inn aðdáendahóp í hjúkkugengi sem var mikið á fjöllum. Þau voru ófá skiptin sem ég þurfti að leita ráða hjá Höskuldi og alltaf gaf hann sér tíma til þess þó að margt væri á hans könnu. Hér kveð ég þennan mikla sómamann og vin minn og sendi Guðlaugu, Þórði, Sveinbirni og Jóni ásamt fjölskyldum þeirra mína innileg- ustu samúðarkveðju. Pétur Guðmundsson. Það var mikil gæfa Ferða- félags Íslands að Höskuldur Jónsson var valinn forseti félags- ins 1985 og var forseti til 1994. Undir hans stjórn fór í hönd mik- ið uppbyggingarstarf á öllum kjörsviðum félagsins, byggingu sæluhúsa, brúarsmíði, lagningu og merkingu gönguleiða og efl- ingu félagsstarfs. En stærsta einstaka verkefni undir forystu Höskuldar var bygging Ferða- félagshússins í Mörkinni 6 í Reykjavík. Á fyrstu áratugum fé- lagsins átti það engan öruggan samastað en réðst loks í að kaupa hæð að Öldugötu 3 í Reykjavík árið 1965. Það var síðan árið 1989 að bygging á Mörkinni 6 hófst að frumkvæði Höskuldar og var flutt inn þetta glæsihús 1992. Að þessu verki unnu margir öflugir framkvæmdamenn en öll forsjá og forysta var í öruggum hönd- um Höskuldar. Þegar því lauk og um hægðist beindi Höskuldur og samstarfsmenn hans kröftum að nýjum stórverkefnum, m.a. á gönguleiðinni milli Landmanna- lauga og Þórsmerkur, en vaxandi umferð ferðamanna þar kallaði á bætta aðstöðu. M.a. var ráðist í aðkallandi en um leið afar krefj- andi verkefni við Hrafntinnu- sker. Unnið var úti sem inni og húsið stækkað. Það var við hæfi að skálinn var látinn heita Hösk- uldsskáli, forseta félagsins til heiðurs. Ferðafélag Íslands efldist mjög í forsetatíð Höskuldar. For- ystuhæfileikar hans, óhemjumik- il og víðtæk reynsla ásamt sterk- um persónuleika varð til þess að hann náði að laða að sér hæfi- leikaríkt fólk og gæta að velferð félagsins. Höskuldur var prúð- mannlegur í fasi, athugull og gætinn í orðavali en stutt var í glettnina þegar við átti. Hann naut alls staðar trausts og var sannur heiðursmaður. Slíkur maður hlaut að njóta mikillar virðingar og vinna stórvirki án hávaða og gauragangs. Höskuldur og Guðlaug kona hans urðu miklir vinir foreldra minna en þau voru dr. Haraldur Matthíasson og Kristín S. Ólafs- dóttir á Laugarvatni. Sú vinátta átti að sjálfsögðu rætur í Ferða- félaginu en á þeim tíma hafði Haraldur skrifað meira í árbæk- ur Ferðafélagsins en nokkur annar. Stundum lágu leiðir þessa fólks saman í ferðum og var þá jafnvel sögulegur fróðleikur klæddur í leikrænan búning í léttu gamni. Þannig tók Höskuld- ur að sér að sitja fyrir og leika Finnboga ramma þar sem hann varðist 15 mönnum á kletti á Flateyjardal en Haraldur var þá að vinna að frásögn um þá við- burði og vildi fá mynd af vett- vangi. Höskuldur sýndi foreldr- um mínum einstaka umhyggju allt til æviloka þeirra 1999 og verður það ekki fullþakkað. Árið 2004 hvatti Höskuldur mig til framboðs í embætti for- seta Ferðafélagsins sem og varð. Frá þeim degi hef ég átt Höskuld að trúnaðarmanni og besta ráð- gjafa. Allar veigameiri ákvarðan- ir ræddi ég við Höskuld og naut þess hversu vitur og glöggur hann var. Nú sér Ferðafélagið á bak sín- um besta forystumanni. Félagið mun áfram njóta verka hans og vera forystufólki fyrirmynd. Ég sendi fjölskyldu Höskuldar innilegar samúðarkveðjur. Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands. Leiðir okkar Höskuldar lágu fyrst saman um 1980 í Arnarhvoli þar sem stutt var um skeið á milli vinnustaða okkar og hann þá gamalgróinn starfsmaður í fjár- málaráðuneytinu. Langur ferill hans þar sem embættismanns var einkar farsæll eins og í öðr- um störfum sem hann síðar gegndi, hvort sem var í opinbera þágu eða frjálsra félagasamtaka. Á síðarnefnda vettvanginum átt- um við lengi samleið í Ferða- félagi Íslands, þar sem hann gegndi starfi forseta í heilan ára- tug 1985 til 1994 en síðan áfram sem ötull liðsmaður og þátttak- andi. Fljótlega eftir að Höskuld- ur tók við forystu í stjórn Ferða- félagsins hóf hann baráttu fyrir nýju og bættu húsnæði í þess þágu. Á 60. aðalfundi félagsins 1987 greindi hann svo frá: „Nú er orðið mjög þröngt um okkur á Öldugötunni og nýir tímar boða nýjar þarfir. Stjórn Ferðafélags Íslands hefur því beint þeim tilmælum til forráða- manna Reykjavíkurborgar, að félaginu verði látin í té lóð, sem reisa mætti á hús fyrir starfsemi félagsins. Á því er ekki vafi, að húsnæði í eigu félagsins, er hýst gæti samkomur þess, myndi stórauka starfsemina, efla það út á við og styrkja innviði þess. Vonum við að umsókn okkar verði svo vel tekið, að við gætum stigið skref í átt til raunveruleik- ans á þessu afmælisári.“ Hér var ekki látið sitja við orð- in tóm. Á rúmgóðri lóð í Mörk- inni 6 reis í stjórnartíð Höskuld- ar 2.800 fermetra hús, m.a. með skrifstofuaðstöðu fyrir félagið og fundasal sem rúmar allt að 300 manns í sæti. Samtímis voru jafnframt í uppbyggingu margir ferðamannaskálar og í engu slak- að á hefðbundinni starfsemi. Þetta sögulega átak hefði vart verið á annarra færi en Hösk- uldar, sem var í senn afburða talnaglöggur og raunsær fram- kvæmdamaður sem naut óskor- aðs trausts. – Sjálfur var ég þá í hjáverkum byrjaður að grípa í árbókaskrif fyrir félagið undir ritstjórn Hjalta Kristgeirssonar sem Höskuldur réð til starfa. Af því samstarfi á ég ljúfar minn- ingar sem rifjuðust upp í hvert sinn sem fundum okkar Hösk- uldar bar saman, síðast á aðal- fundi Ferðafélagsins í Mörkinni 6 fyrir ári. Þeir munu margir sem minn- ast hans nú með hlýhug og virð- ingu. Eiginkonu hans og afkom- endum sendum við Kristín samúðarkveðjur. Hjörleifur Guttormsson. Við Höskuldur kynntumst undir berum himni. Það var í unglingavinnu við skurðgröft og að fjarlægja grjót í Grafarholti. Á þeim aldri er margt að gerjast og ungir strákar geta fundið upp á ýmsu til þess vekja á sér athygli eða beina spjótum sínum að öðrum. Þeir voru líka misvel fallnir til vinnu. Sumir slógu slöku við þegar enginn sá til en grófu eins og þeir ættu lífið að leysa ef verkstjórinn birtist. Við Höskuldur vorum í þeim hópi sem studdi sig þá við skófluna og gaf sér tíma til þess spjalla. Það voru flokkadrættir á ýmsa vegu en við vorum alltaf sam- mála um hvað væri „rétt“ og „rangt“. Þarna tengdumst við órjúfandi vináttuböndum. Við fylgdumst svo að í skóla lengi vel, í Gagnfræðaskóla Austurbæjar og Menntaskólan- um í Reykjavík. Við hittumst iðulega á heimili hvor annars og fórum snemma að spila brids með góðum félögum okkar. Við rifjuðum líka seinna upp að við stóðum að stofnun unglinga- stúku á menntaskólárunum og lentum í fyrirsvari fyrir henni. Stúkan lagðist reyndar af árið sem við tókum stúdentspróf enda vorum við uppteknir af náminu. Eftir að menntaskólanámi lauk fór Höskuldur í Háskóla Ís- lands og hélt áfram að ganga á fjöll en ég hélt út í heim til þess að glíma við óvissuna. Það liðu tíu ár og við hittumst sjaldan en skrifuðumst reglu- lega á. Við bridsfélagarnir tók- um aftur upp þráðinn frá menntaskólaárunum og hitt- umst við fjölmörg önnur tæki- færi. Leiðir okkar Höskulds lágu líka saman í starfi á ýmsan hátt. Ég vann talsvert fyrir þó nokkra ráðherra og svo er fjöl- margt sem Háskólinn þarf að sækja til ráðuneyta eða hafa samráð um. Eitt mál stendur þar upp úr, „lyklamálið“ svonefnda. Hinn 4. október 1984 hófust ein hörð- ustu átök sem orðið hafa á ís- lenskum vinnumarkaði með verkfalli BSRB. Tveir húsverðir í HÍ voru í BSRB og verkfalls- verðir stóðu við lokaðar dyr skólans. Í honum voru þá á fimmta þúsund manns. Skólinn var fjölmennasti vinnustaður landsins. Hvaða hagsmunir voru í húfi? Hvað var rétt og hvað rangt? Mér fannst það skrýtið réttlæti ef tveir menn ættu að ráða meiru en sex þúsund. Svo hlaupið sé langt yfir skammt hélt ég því til streitu að ég mætti sem yfirmaður opna dyrnar. Málið var fordæmislaust og fór alla leið í hæstarétt. Þolend- ur verkfalla höfðu fram að þessu alltaf kiknað í hnjáliðunum þeg- ar verkfalli lauk. Það var mér mikill styrkur að hafa stuðning Höskulds sem ráðuneytisstjóra í því máli og það var dæmt okk- ur í vil. Þetta var jafnstór sigur og að hafa lagt óréttlætið að velli í unglingavinnunni. Fyrir 16 árum hélt ég aftur utan en við hittumst öðru hverju og bárum saman bækur okkar, spiluðum og gengum saman úti. Þess á milli var alltaf þráðlaust samband. Það er margs fleira að minn- ast sem gefur lífinu gildi en geymist okkar í milli. Það er auðvitað sárt að þurfa að kveðja Höskuld svo skyndi- lega. Enginn veit hver annan grefur en andinn lifir. Hugur okkar Lísu dvelur full- ur samúðar hjá Guðlaugu og fjölskyldunni. Guðmundur Magnússon. Það fór ekki á milli mála að Gulla vinkona okkar og kollega var vel gift. Þegar við kynnt- umst hinum hnarreista og reffi- lega eiginmanni hennar sáum við fljótt að þarna var á ferð sannur herramaður sem var ráðagóður og alltaf boðinn og búinn að aðstoða ef þurfti. Að auki kom í ljós að þessi gjörvi- legi maður var mikill unnandi og verndari náttúrunnar og var hann langt á undan sinni samtíð í að hreinsa umhverfið á leið sinni um landið. Það var gaman að ferðast með Höskuldi. Hann var manna fróð- astur og fór vel undirbúinn í all- ar ferðir. Þá kom safn árbóka Ferðafélags Íslands í góðar þarfir. Hann kunni ógrynni af sögum og unun var að hlusta á hann segja frá. Skemmtilegt var að fylgjast með ferðafélögunum þegar þeir „lentu“ í ættfræðingnum Hösk- uldi: „Hverra manna ert þú?“ Þá rakti hann garnirnar úr fólki og hætti ekki fyrr en hann var bú- inn að rekja fólk saman. Þau hjónin voru samstiga, gengu um fjöll og firnindi allan ársins hring. Fóru jökla á gönguskíðum og fræddi Hösk- uldur samferðamenn sína um það sem fyrir augu bar. Þau hjónin stunduðu einnig svigskíði hérlendis og erlendis. Norski Þelamerkur-skíðastíllinn sem Höskuldur tileinkaði sér vakti sérstaka athygli og sagðist hann hafa heyrt út undan sér ung- lingana í brekkunni hrópa: „Sjá- ið þið karlinn! Hann er eins og afturgengin belja á skíðum.“ En aldrei missti hann „kúlið“. Höskuldur var sérlega mikill húmoristi sem gaman var að umgangast. Hann var ómissandi á árshátíðunum og alltaf til í tuskið. Einu sinni tók hann að sér að vera leynigestur og dansa fyrir okkur í strápilsi við mikinn fögnuð viðstaddra. Öðru sinni fannst honum þörf á að kynna okkur borðsiði Land- helgisgæslunnar. Hann upplýsti okkur meðal annars um að aldr- ei skyldu menn setjast þung- lamalega niður við borð eða sitja sperringslegir við borðið. Aldrei sleikja á sér fingurna heldur nota munnþurrku. Þegar hann bauð okkur á vín- kynningu sagði hann hins vegar: „Þar sem þetta eruð þið þurfið þið ekki að spýta.“ Hann var þá búinn að fyrirgefa okkur (vonum við) að hafa tæmt kristalskoní- aksflöskuna góðu í silkibeðnum sem hann ætlaði að opna við há- tíðlegt tækifæri. Þau hjón hafa alltaf verið gestrisin og höfðingjar heim að sækja. Þau buðu okkur meðal annars vikulega heim til að þjálfa okkur í bridge-íþróttinni. Þar sýndi Höskuldur einstaka þolinmæði og þrautseigju við ráðgjöf og kennslu. Höskuldur fór að stunda golf með konu sinni fyrir nokkrum árum og var hann orðinn tölu- vert lunkinn í þeirri íþrótt þótt honum fyndist það alls ekki sjálfum. Við kveðjum góðan dreng og vin með söknuði. Við erum viss- ar um að hann tekur á móti okk- ur síðar með Alvildu dingalinga- ling … sem honum var tamt að syngja fyrir okkur með tilþrif- um. Við vottum Gullu og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. F.h. Fjallkvenna, Anna K. Kristjánsdóttir, Kalla Malmquist og Unnur Guttormsdóttir. Kæri vinur Höskuldur. Þér á ég margt og mikið að þakka. Takk fyrir samvinnuna, vinátt- una, traustið og tryggðina. Takk fyrir villidýrakvöldverði matar- klúbbsins okkar, draugasögurn- ar, aðventuhádegisverðinn með Flóttamannaklúbbnum á Kristnibrautinni, Sprengmóð o.fl. o.fl. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Elsku Gulla mín, synir og fjöl- skyldur. Guð gefi ykkur styrk og æðruleysi á erfiðum tímum. Blessuð sé minning Höskuldar Jónssonar. Ingibjörg Björnsdóttir. Kynni okkar Höskuldar hófust fyrir rúmum 50 árum. Ég átti er- indi í fjármálaráðuneytið og var vísað til hans. Hann tók ljúf- mannlega á móti mér og gekk frá erindi mínu. Við fórum að spjalla og kom þá í ljós að hann var kvæntur náfrænku minni, Guð- laugu Sveinbjarnardóttur, en við erum systkinabörn, afi okkar var Erlingur Filippusson grasalækn- ir. Þarna var eins og fræjum hefði verið sáð, fræjum sem skutu rótum sem samtvinnuðust og upp spratt huglæg rós, rós vinskapar og væntumþykju, rós sem aldrei felldi blöð eða laut höfði. Ófáar ferðirnar fórum við saman, fjölskyldurnar, stuttar og langar og fór afar vel á með öll- um. Eins og flestum er kunnugt um nutu þau Höskuldur og Gulla útiverunnar og ferðalaga um landið og leið varla sú helgi að ekki var farið eitthvað til að full- nægja þeirri þörf. Þau voru bæði tvö hafsjór af fróðleik um landið okkar og þekktu nær hverja þúfu með nafni sem á leiðinni varð. Flestum eru kunn störf Hösk- uldar fyrir Ferðafélag Íslands, þess sem hann var forseti fyrir, og hversu annt honum var um það félag og félagsskap. Það lá ekkert fyrir Höskuldi að kasta bolta eða sparka í en laust fyrir 1970 höfðum við nokkrir félagar komið okkur upp skíðalyftum og smá skála í Kóngsgili í Bláfjöllum, þar sem við stunduðum skíðin stíft. Ég hafði boðið þeim Höskuldi og Gullu að vera með okkur í þessu félagi sem við nefndum Eldborg og tóku þau vel í það. Þarna var komið sport sem tónaði svona ljómandi vel við sumaráhugamál- in. Þau voru fljót að ná góðum tökum á skíðunum, bæði svig- og gönguskíðum og krakkarnir líka. Seinna lagðist þetta félag af en gönguskíðunum héldu þau við, auk þess að fara alloft til útlanda á skíði. Við byrjum að spila bridds saman fyrir um 40 árum, fyrst heimabridds, seinna var okkur boðið að ganga í klúbb sem heitir „Krummaklúbburinn“ 64 manna félagsskapur sem kemur saman nær einu sinni í viku yfir vetr- armánuðina. Þessi félagsskapur er mikil lífsfylling og hver einasti félagi öðlingsdrengur. Höskuldur fann sig vel í þess- um félagsskap og mátti mikið vera að ef hann mætti ekki. Seinni árin spilaði hann og ég, eða Sigtryggur Jónsson, við hann með eldri borgurum, auk þess að spila heima hjá honum eða annarsstaðar, helst einu sinni í viku. Höskuldur hafði mikinn metn- að fyrir öllu sem hann tók sér fyrir hendur og vildi engum bregðast. Allir sem ég þekki og kynntust Höskuldi bera honum vel söguna og erum við öll þakklát að hafa átt hann og þau bæði, Gullu og hann, að vinum. Ég er þess fullviss að Hösk- uldur hefur átt yndislega heim- komu og bíður fullur tilhlökkun- ar við spilaborðið eftir okkur félögum sínum að hefja leikinn. Með tregablandinni tilhlökkun að hitta vin minn aftur sendum við Óla og fjölskylda okkar ein- lægar samúðarkveðjur til Gullu og fjölskyldu. Elías V. Einarsson. Kveðja frá Krummaklúbbnum Krummaklúbburinn er félags- skapur „heldri“ bridgespilara sem var stofnaður árið 1964 og lifir enn góðu lífi. Þar hittast 60- 70 félagar nær vikulega yfir vet- urinn til þess að keppa í bridge og eiga saman góðar stundir. Þessir fundir eru einstaklega gefandi í frábærum félagsskap, verða ekki metnir til fjár og eru ávallt tilhlökkunarefni. Í þessum hópi var Höskuldur Jónsson sem kvaddur er hér í dag. „Grand old man“ (án þess að vera gamall!) með sitt hlýja og virðulega yfirbragð og háttvísi. Gjarnan var þó stutt í glettnina og húmorinn þótt allar leikreglur skyldi virða að fullu. Frábær fé- lagi sem ævinlega var gaman að spjalla við og mæta við græna borðið. Það verður skarð fyrir skildi að hausti þegar Krummar koma saman að nýju. Þar munu góðar minningar um félaga Höskuld svífa yfir vötnum þegar rifjuð verða upp samskipti við hann. Félagar í Krummaklúbbnum þakka liðnar ánægjustundir með Höskuldi og senda eiginkonu hans og öðrum ástvinum sínar einlægustu samúðarkveðjur. Guðmundur Jóelsson, Bjarni Ingvar Árnason. 3. maí árið 1989 markaði spor í sögu FSu. Þetta var að vísu bara miðvikudagur og skólahald lam- að vegna verkfalls kennara. Að kvöldi þessa dags hafði Höskuld- ur Jónsson, þáverandi forstjóri ÁTVR og forseti FÍ, boðað komu sína við fjórða mann að Birkivöll- um 22 á Selfossi. Erindið var að keppa við Árna Sverri, húsa- smíðakennara við FSu, og hans lið í bridge. Þeir félagarnir höfðu stundum áður tekið í spil í fjalla- skálum FÍ, en nú skyldi sem sagt fara fram formleg keppni í þess- ari andans íþrótt. Ég var svo lánsamur að vera boðaður á Birkivellina þetta kvöld ásamt Evu og Tobba, en við áttum það öll sameiginlegt að starfa með Árna Sverri á þessum árum við FSu. Með Höskuldi voru í för Elli vert, Pétur Guð- mundsson, sem á þessum tíma var formaður bygginganefndar FÍ, og Bergþór Kárason, skála- vörður FÍ. Skemmst er frá því að segja að við Flóamenn sýndum af okkur gestrisni og sneri Höskuldur sig- urreifur með sitt lið í höfuðstað- inn að aflokinni keppni. Þetta varð upphaf að misseris- legum viðburði í sögu FSu. Til að byrja með gengu bridgesveitirn- ar, sem áttust við á hálfs árs fresti í 31 ár, undir nöfnunum Sveit ÁTVR og Sveit FSu, en fljótlega fóru piltarnir af höfuð- borgarsvæðinu að kalla okkur hina Tapsára Flóamenn, en Árni Sverrir launaði þeim lambið gráa og nefndi þá Hyski Höskuldar, sem hefði þó frekar átt að vera Hyski Höskulds, því sveitarfor- ingi þeirra vildi fremur nota það eignarfallsform á skírnarnafni sínu, eins og glöggt má sjá á nafngift skála FÍ við Hrafntinnu- sker. Eins og áður var sagt var spil- að vor og haust og fóru keppnir að vori jafnan fram í byggð, en á haustin var gjarnan spilað í Landmannalaugum eða í Hrafn- SJÁ SÍÐU 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.